„Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2020 18:43 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi, mæta til fundar sem hófst klukkan 18:30 í utanríkisráðuneytinu vegna tillögu ESB um 30 daga ferðabann. Vísir/Egill Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir ekki liggja fyrir hvað íslensk stjórnvöld hafi langan tíma til að bregðast við beiðni Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um að Ísland taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og annarra Schengen-ríkja, sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“, við þurfum auðvitað að ræða þetta og taka upplýsta ákvörðun,“ segir Áslaug Arna, en hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Sjá einnig: Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Hún segir að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun. „Við munum ræða þetta í ríkisstjórn á morgun, átta okkur á því til hvers er ætlast af okkur og hvort að við höfum eitthvað um þetta að segja.“ Hún segir að skoða þurfi hvað ferðabann sem þetta myndi þýða í framkvæmd fyrir Ísland. „Það hefur verið okkar lína, miðað við þær upplýsingar sem við höfum í dag að þetta myndi ekki skila tilætluðum árangri,“ segir Áslaug. Aðspurð sagði hún að ekki lægi fyrir að svo stöddu hversu langan tíma íslensk stjórnvöld hefðu til þess að taka afstöðu til beiðninnar. Bannið, sem lagt var til af von der Leyen í dag, verður tekið fyrir á fjarfundi leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á morgun. Verði af banninu myndi það standa yfir í 30 daga, og taka til allra þeirra sem ekki eru ríkisborgarar Evrópusambandsins og eftir atvikum, hinna Schengen-ríkjanna. Undanþágur á banninu yrðu þá veittar þeim sem væru á leið til sinna heima eða fjölskyldna, sem og heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem vinna sérstaklega að því að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir ekki liggja fyrir hvað íslensk stjórnvöld hafi langan tíma til að bregðast við beiðni Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um að Ísland taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og annarra Schengen-ríkja, sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“, við þurfum auðvitað að ræða þetta og taka upplýsta ákvörðun,“ segir Áslaug Arna, en hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Sjá einnig: Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Hún segir að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun. „Við munum ræða þetta í ríkisstjórn á morgun, átta okkur á því til hvers er ætlast af okkur og hvort að við höfum eitthvað um þetta að segja.“ Hún segir að skoða þurfi hvað ferðabann sem þetta myndi þýða í framkvæmd fyrir Ísland. „Það hefur verið okkar lína, miðað við þær upplýsingar sem við höfum í dag að þetta myndi ekki skila tilætluðum árangri,“ segir Áslaug. Aðspurð sagði hún að ekki lægi fyrir að svo stöddu hversu langan tíma íslensk stjórnvöld hefðu til þess að taka afstöðu til beiðninnar. Bannið, sem lagt var til af von der Leyen í dag, verður tekið fyrir á fjarfundi leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á morgun. Verði af banninu myndi það standa yfir í 30 daga, og taka til allra þeirra sem ekki eru ríkisborgarar Evrópusambandsins og eftir atvikum, hinna Schengen-ríkjanna. Undanþágur á banninu yrðu þá veittar þeim sem væru á leið til sinna heima eða fjölskyldna, sem og heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem vinna sérstaklega að því að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira