Bestu leikir ársins: Leikirnir sem hjálpuðu manni að komast í gegnum 2020 Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2020 09:02 Við getum öll verið sammála um að árið 2020 hafi sökkað. Það gerði það. Það sökkaði mjög mikið og heimsfaraldur Covid-19 gerði framleiðendum tölvuleikja erfitt fyrir, eins og öllum öðrum. Þrátt fyrir þetta ömurlega ár litu þó nokkrir góðir leikis dagsins ljós og þeir hjálpuðu manni jafnvel við að hanga heima í leiðindunum. Hér að neðan verða teknir fyrir fimm af þeim leikjum sem vöktu hvað mesta lukku á Leikjavísi og þar fyrir neðan verða fleiri leikir sem gerðu gott mót í ár tíundaðir í engri sérstakri röð. Listinn er ekki tæmandi. Ghost of Tsushima Jin Sakai varð fljótt en besta söguhetja ársins þegar hann tók sig til og byrjaði að myrða Mongóla á grimmilegan hátt og í hundruðatala í leiknum Ghost of Tsushima, sem kom út í sumar. Sjá einnig: Frábært bardagakerfi stendur upp úr í frábærum leik Leikurinn fjallar um lávarðinn og samúræjann unga Jin Sakai og baráttu hans og annarra gegn innrás Kublai Khan á þrettándu öldinni. Eftir að gjörtapa fyrstu orrustunni gegn Mongólunum og deyja næstum því þarf Jin að leggja gildi samúræja til hliðar og berjast gegn innrásinni úr skuggunum. Last of Us 2 Naugthy Dog gaf í sumar út leikinn Last of Us 2. Framhaldsleik um þau Ellie og Joel og baráttu þeirra við uppvakninga og „vont“ fólk. Fimm ár eru liðin frá því að Joel kom í veg fyrir að Ellie yrði skorin í spað af vísindamönnum sem vildu þróa mótefni gegn sveppafaraldri sem hefur næstum því útrýmt mannkyninu með því að breyta fólki sem smitast í nokkurs konar plöntu-uppvakninga. Joel og Ellie eru búin að koma sér vel fyrir í stóru samfélagi eftirlifenda. Sjá einnig: Ótrúlega lifandi söguheimur LOU2 er einkar áhrifamikill leikur sem inniheldur góða sögu, góða spilun, mjög góða hönnun og margt annað. Assassin's Creed Valhalla Assassins's Creed Valhalla er meðal skemmtilegri leikja Assasssin's Creed seríunnar. Að þessu sinni snýst leikurinn um víkinga og viðleitni þeirra til að leggja Bretlandseyjar undir sig og setjast þar að. Sjá einnig: Með betri leikjum seríunnar og löðrandi í íslensku Þó ACV sé góður er hann þó ekki gallalaus, eins og gengur og gerist. Sagan er áhugaverðari en hún hefur verið lengi og leikurinn lítur mjög vel út. Það er þó eitt í leiknum, það að stafla steinum á fallegum stöðum, sem er eitthvað það versta sem hægt er að upplifa í tölvuleikjum. Cyberpunk 2077 Cyberpunk 2077 kom út í desember og er óhætt að segja að leikurinn hafi valdið usla. Þrátt fyrir mjög langt framleiðsluferli og gífurlega eftirvæntingu inniheldur CP2077 fjölmarga galla og var/er augljóslega verulega ókláraður. Útgáfa leiksins fyrir PS4 og Xbox One var sérstaklega slæm og hefur Sony tekið leikinn úr sölu á vef sínum. Hann á samt skilið að vera hérna þrátt fyrir vægast samt umdeilda útgáfu. Það er einfaldlega vegna þess að undirrituðum finnst hann mjög skemmtilegur. Sjá einnig: Átta ára bið lokið en fjölmargir gallar koma niður á annars geggjuðum leik Geggjað andrúmsloft, áhugaverðar persónur og góð sögusköpun gerir gífurlega mikið fyrir leikinn og það sama má segja um hratt, fjölbreytt og á köflum strembið bardagakerfi. Call of Duty: Warzone Það eru ekki margir leikir sem hafa notið eins mikilla vinsælda á árinu og Call of Duty: Warzone. Þar keppa spilara um að standa síðastir eftir á sífellt minnkandi svæði. Fjölmargir hafa spilað leikinn á árinu og hefur hann sömuleiðis notið gífurlegra vinsælda meðal streymara. Sjá einnig: Byggir á velgengni annarra leikja Call of Duty: Warzone fær margt lánað frá öðrum svokölluðum Battle Royale leikjum. Þrátt fyrir það er leikurinn nokkuð einstakur. Hann einkennist helst af einfaldleika og miklum hraða. Leikir sem hafa gert gott mót Það voru þó auðvitað fleiri leikir sem nutu mikillar hylli á árinu hvort sem þeir voru teknir fyrir á Leikjavísi eða ekki. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir hluta af bestu og vinsælustu leikjum ársins. Leikirnir eru ekki í neinni sérstakri röð. Spider-Man: Miles Morales Samhliða útgáfu PS5 sendu Insomniac Games frá sér nýjan leik, eða nokkurs konar viðbót við Spider-Man, sem heitir Spider-Man: Miles Morales og fjallar um, jebbs, Miles Morales. Leikurinn er sniðinn að betri búnaði PS5 og býr yfir uppfærðri grafík, Ray tracing og ýmsu öðru. Sjá einnig: Hinn nýi Spider-Man er jafnvel flottari og skemmtilegri en sá fyrri á PS5 Eðli málsins samkvæmt er MM mjög líkur upprunalega leiknum og það er í rauninni ekki galli. Upprunalegi leikurinn var æðislegur. Doom Eternal Doom Slayer sneri aftur á árinu, við mikla kátínu, og byrjaði að slátra djöflum og drýslum á frumlegan máta á nýjan leik. Þessi leikur er framhald leiksins frá 2016 og er Doom Slayer nú að hefna sín á íbúum helvítis og annarra vídda. Eins og aðrir Doom leikir, þá er Eternal fyrstu persónu skotleikur sem einkennist af miklum hraða og hasar. Hann naut mikilla vinsælda og þykir þar að auki góður skotleikur. Command and Conquer Remastered Í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að Westwood Studios gáfu út leikinn Command & Conquer: Tiberian Dawn, var ákveðið að gera það aftur og þvílíka heillaskrefið sem það var. Rætur þessarar uppfærslu má rekja til Petroglyph Games. Þar starfa margir fyrrverandi starfsmenn Westwood Studios, sem gerðu upprunalega leikinn, og hafa þeir framleitt litla RTS leiki á undanförnum árum. Sjá einnig: Nostalgían lifir enn, eins og Kane Pakkinn inniheldur Command & Conquer: Tiberian Dawn, Command and Conquer: Red Alert, auk þriggja aukapakka: Command and Conquer: The Covert Operations, Red Alert: Counterstrike og Red Alert: The Aftermath. Half-Life: Alyx Þegar Valve opinberaði vinnslu nýs leiks í söguheimi Half-Life urðu margir spenntir. Um er að ræða sýndarveruleika-leik sem á að gerast á milli upprunalega Half-Life og Half-life 2 og fjallar um Alyx og föður hennar og baráttu þeirra gegn Combine, geimverum sem hafa tekið yfir stjórn jarðarinnar. Alyx hefur notið töluverðra vinsælda á árinu og þykir einkar góður sýndarveruleikaleikur, þó þeir hafi aldrei náð fótfestu meðal almennra leikjaspilara. Star Wars: Squadrons Star Wars: Squadrons er ekki dýpsti leikur sem hefur verið gerður, langt því frá, en hann er þrususkemmtilegur. Sérstaklega á meðan það er ekki verið að svívirða mig í fjölspilun leiksins. SWS var gerður af Motive Studios og skiptist í tvo hluta. Einspilun og fjölspilun. Leikurinn gerist eftir orrustuna við Endor og fjallar um baráttu Nýja lýðveldisins við leifar Keisaraveldisins. Sjá einnig: Draumórar uppfylltir en skortur á fjölbreytni Squadrons vakti strax töluverða lukku og spilarar kölluðu eftir því að bætt yrði við leikinn. EA sagði að það stæði ekki til en þar á bæ hefur mönnum snúist hugur. Leikjavísir Leikjadómar Fréttir ársins 2020 Tengdar fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Þótt síðasta ár hafi að einhverju leyti valdið vonbrigðum varðandi útgáfu tölvuleikja er útlit fyrir að árið sem nú er byrjað geri það alls ekki. 7. janúar 2020 08:45 Bestu leikir ársins 2019 Enn eitt árið er nú að enda komið og þá er vert að fara yfir þá tölvuleiki sem hafa skarað fram úr á þessu ári. Það er óhætt að segja að þetta ár hafi að mörgu leyti verið magurt. 23. desember 2019 10:45 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Hér að neðan verða teknir fyrir fimm af þeim leikjum sem vöktu hvað mesta lukku á Leikjavísi og þar fyrir neðan verða fleiri leikir sem gerðu gott mót í ár tíundaðir í engri sérstakri röð. Listinn er ekki tæmandi. Ghost of Tsushima Jin Sakai varð fljótt en besta söguhetja ársins þegar hann tók sig til og byrjaði að myrða Mongóla á grimmilegan hátt og í hundruðatala í leiknum Ghost of Tsushima, sem kom út í sumar. Sjá einnig: Frábært bardagakerfi stendur upp úr í frábærum leik Leikurinn fjallar um lávarðinn og samúræjann unga Jin Sakai og baráttu hans og annarra gegn innrás Kublai Khan á þrettándu öldinni. Eftir að gjörtapa fyrstu orrustunni gegn Mongólunum og deyja næstum því þarf Jin að leggja gildi samúræja til hliðar og berjast gegn innrásinni úr skuggunum. Last of Us 2 Naugthy Dog gaf í sumar út leikinn Last of Us 2. Framhaldsleik um þau Ellie og Joel og baráttu þeirra við uppvakninga og „vont“ fólk. Fimm ár eru liðin frá því að Joel kom í veg fyrir að Ellie yrði skorin í spað af vísindamönnum sem vildu þróa mótefni gegn sveppafaraldri sem hefur næstum því útrýmt mannkyninu með því að breyta fólki sem smitast í nokkurs konar plöntu-uppvakninga. Joel og Ellie eru búin að koma sér vel fyrir í stóru samfélagi eftirlifenda. Sjá einnig: Ótrúlega lifandi söguheimur LOU2 er einkar áhrifamikill leikur sem inniheldur góða sögu, góða spilun, mjög góða hönnun og margt annað. Assassin's Creed Valhalla Assassins's Creed Valhalla er meðal skemmtilegri leikja Assasssin's Creed seríunnar. Að þessu sinni snýst leikurinn um víkinga og viðleitni þeirra til að leggja Bretlandseyjar undir sig og setjast þar að. Sjá einnig: Með betri leikjum seríunnar og löðrandi í íslensku Þó ACV sé góður er hann þó ekki gallalaus, eins og gengur og gerist. Sagan er áhugaverðari en hún hefur verið lengi og leikurinn lítur mjög vel út. Það er þó eitt í leiknum, það að stafla steinum á fallegum stöðum, sem er eitthvað það versta sem hægt er að upplifa í tölvuleikjum. Cyberpunk 2077 Cyberpunk 2077 kom út í desember og er óhætt að segja að leikurinn hafi valdið usla. Þrátt fyrir mjög langt framleiðsluferli og gífurlega eftirvæntingu inniheldur CP2077 fjölmarga galla og var/er augljóslega verulega ókláraður. Útgáfa leiksins fyrir PS4 og Xbox One var sérstaklega slæm og hefur Sony tekið leikinn úr sölu á vef sínum. Hann á samt skilið að vera hérna þrátt fyrir vægast samt umdeilda útgáfu. Það er einfaldlega vegna þess að undirrituðum finnst hann mjög skemmtilegur. Sjá einnig: Átta ára bið lokið en fjölmargir gallar koma niður á annars geggjuðum leik Geggjað andrúmsloft, áhugaverðar persónur og góð sögusköpun gerir gífurlega mikið fyrir leikinn og það sama má segja um hratt, fjölbreytt og á köflum strembið bardagakerfi. Call of Duty: Warzone Það eru ekki margir leikir sem hafa notið eins mikilla vinsælda á árinu og Call of Duty: Warzone. Þar keppa spilara um að standa síðastir eftir á sífellt minnkandi svæði. Fjölmargir hafa spilað leikinn á árinu og hefur hann sömuleiðis notið gífurlegra vinsælda meðal streymara. Sjá einnig: Byggir á velgengni annarra leikja Call of Duty: Warzone fær margt lánað frá öðrum svokölluðum Battle Royale leikjum. Þrátt fyrir það er leikurinn nokkuð einstakur. Hann einkennist helst af einfaldleika og miklum hraða. Leikir sem hafa gert gott mót Það voru þó auðvitað fleiri leikir sem nutu mikillar hylli á árinu hvort sem þeir voru teknir fyrir á Leikjavísi eða ekki. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir hluta af bestu og vinsælustu leikjum ársins. Leikirnir eru ekki í neinni sérstakri röð. Spider-Man: Miles Morales Samhliða útgáfu PS5 sendu Insomniac Games frá sér nýjan leik, eða nokkurs konar viðbót við Spider-Man, sem heitir Spider-Man: Miles Morales og fjallar um, jebbs, Miles Morales. Leikurinn er sniðinn að betri búnaði PS5 og býr yfir uppfærðri grafík, Ray tracing og ýmsu öðru. Sjá einnig: Hinn nýi Spider-Man er jafnvel flottari og skemmtilegri en sá fyrri á PS5 Eðli málsins samkvæmt er MM mjög líkur upprunalega leiknum og það er í rauninni ekki galli. Upprunalegi leikurinn var æðislegur. Doom Eternal Doom Slayer sneri aftur á árinu, við mikla kátínu, og byrjaði að slátra djöflum og drýslum á frumlegan máta á nýjan leik. Þessi leikur er framhald leiksins frá 2016 og er Doom Slayer nú að hefna sín á íbúum helvítis og annarra vídda. Eins og aðrir Doom leikir, þá er Eternal fyrstu persónu skotleikur sem einkennist af miklum hraða og hasar. Hann naut mikilla vinsælda og þykir þar að auki góður skotleikur. Command and Conquer Remastered Í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að Westwood Studios gáfu út leikinn Command & Conquer: Tiberian Dawn, var ákveðið að gera það aftur og þvílíka heillaskrefið sem það var. Rætur þessarar uppfærslu má rekja til Petroglyph Games. Þar starfa margir fyrrverandi starfsmenn Westwood Studios, sem gerðu upprunalega leikinn, og hafa þeir framleitt litla RTS leiki á undanförnum árum. Sjá einnig: Nostalgían lifir enn, eins og Kane Pakkinn inniheldur Command & Conquer: Tiberian Dawn, Command and Conquer: Red Alert, auk þriggja aukapakka: Command and Conquer: The Covert Operations, Red Alert: Counterstrike og Red Alert: The Aftermath. Half-Life: Alyx Þegar Valve opinberaði vinnslu nýs leiks í söguheimi Half-Life urðu margir spenntir. Um er að ræða sýndarveruleika-leik sem á að gerast á milli upprunalega Half-Life og Half-life 2 og fjallar um Alyx og föður hennar og baráttu þeirra gegn Combine, geimverum sem hafa tekið yfir stjórn jarðarinnar. Alyx hefur notið töluverðra vinsælda á árinu og þykir einkar góður sýndarveruleikaleikur, þó þeir hafi aldrei náð fótfestu meðal almennra leikjaspilara. Star Wars: Squadrons Star Wars: Squadrons er ekki dýpsti leikur sem hefur verið gerður, langt því frá, en hann er þrususkemmtilegur. Sérstaklega á meðan það er ekki verið að svívirða mig í fjölspilun leiksins. SWS var gerður af Motive Studios og skiptist í tvo hluta. Einspilun og fjölspilun. Leikurinn gerist eftir orrustuna við Endor og fjallar um baráttu Nýja lýðveldisins við leifar Keisaraveldisins. Sjá einnig: Draumórar uppfylltir en skortur á fjölbreytni Squadrons vakti strax töluverða lukku og spilarar kölluðu eftir því að bætt yrði við leikinn. EA sagði að það stæði ekki til en þar á bæ hefur mönnum snúist hugur.
Leikjavísir Leikjadómar Fréttir ársins 2020 Tengdar fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Þótt síðasta ár hafi að einhverju leyti valdið vonbrigðum varðandi útgáfu tölvuleikja er útlit fyrir að árið sem nú er byrjað geri það alls ekki. 7. janúar 2020 08:45 Bestu leikir ársins 2019 Enn eitt árið er nú að enda komið og þá er vert að fara yfir þá tölvuleiki sem hafa skarað fram úr á þessu ári. Það er óhætt að segja að þetta ár hafi að mörgu leyti verið magurt. 23. desember 2019 10:45 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Leikirnir sem beðið er eftir Þótt síðasta ár hafi að einhverju leyti valdið vonbrigðum varðandi útgáfu tölvuleikja er útlit fyrir að árið sem nú er byrjað geri það alls ekki. 7. janúar 2020 08:45
Bestu leikir ársins 2019 Enn eitt árið er nú að enda komið og þá er vert að fara yfir þá tölvuleiki sem hafa skarað fram úr á þessu ári. Það er óhætt að segja að þetta ár hafi að mörgu leyti verið magurt. 23. desember 2019 10:45