Staðan var markalaus í hálfleik en Taiwo Awoniyi kom Union yfir á 57. mínútu. Þetta var annar leikur Dortmund undir stjórn Edin Terzic sem tók við liðinu eftir að Lucien Favre var rekinn.
Youssoufa Moukoko fékk tækifæri í byrjunarliði Dortmund og hann þakkaði heldur betur traustið er hann jafnaði metin eftir klukkutímaleik.
- Youssoufa Moukoko becomes the YOUNGEST goalscorer in @Bundesliga_DE history: 16 years and 28 days. #UnionBVB
— Gracenote Live (@GracenoteLive) December 18, 2020
Heimamenn í Berlín skoruðu hins vegar sigurmarkið tólf mínútum fyrir leikslok. Það gerði Marvin Friedrich og lokatölur 2-1.
Dortmund er að dragast aftur úr í Þýskalandi. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig, sex stigum á eftir toppliði Leverkusen, sem á leik til góða.
Union er í fimmta sætinu, stigi á eftir Dortmund.