Bjargvætturinn Benzema alltaf til staðar þegar mest á reynir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. desember 2020 10:00 Benzema er stór ástæða þess að Real er snúið aftur í titilbaráttuna á Spáni. Denis Doyle/Getty Images Þegar tímabil Real Madrid virtist endanlega vera fara fjandans til þá steig hinn 33 ára gamli Karim Benzema upp, setti liðið á herðar sér og dró það í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Ekki nóg með það heldur gerði hann slíkt hið sama heima fyrir. Þökk sé honum er liðið óvænt komið í toppbaráttu á nýjan leik. Liðið þarf enn og aftur á Benzema að halda er það heimsækir Eibar í kvöld en ekkert annað en sigur kemur til greina. Karim Benzema believes the #LaLiga champions are "on the right track" ahead of potentially returning to the top of table with a win at Eibar on Sunday.— SuperSport (@SuperSportTV) December 18, 2020 Mörg óvænt töp í upphafi leiktíðar Það stefndi ekki í að Real yrði meistari á síðustu leiktíð en eftir að spænski boltinn fór að rúlla á nýjan leik eftir Covid-pásuna svokölluðu í sumar þá stungu þeir einfaldlega af. Sigrarnir voru ekki þeir fallegustu en þeir dugðu til þess að tryggja Real sigur í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Mögulega fögnuðu leikmenn Real aðeins of ákaft í sumarfríinu en gengið liðsins hefur ekki staðið undir væntingum framan af tímabili. Óvænt töp á heimavelli gegn Cádiz, Shakhtar Donetsk og Depertivo Alavés. Standa upp úr. Þá tapaði Real einnig 4-1 gegn Valencia á útivelli ásamt því að tapa útileiknum gegn Shakhtar í Meistaradeildinni. Mikil umræða hefur myndast í kringum leikmannahóp Real en talið er að það þurfi að yngja upp. Verandi Real þá eru stærstu stjörnur Evrópu orðaðar við félagið og tvær af þeim eru framherjarnir Kylian Mbappé og Erling Braut Håland. Talið er að Real ætli að fjárfesta í þeim á næstu misserum. Þeir þyrftu hins vegar að slá hinn síunga Karim Benzema úr liði Real. Framherjinn hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að Cristiano Ronaldo ákvað að söðla um og fara til Ítalíumeistara Juventus. Benzema hefur verið hjá Real Madrid síðan 2009 en nær alltaf í aukahlutverki. Það er allt þangað til Ronaldo fór. Zidane thinks Benzema is the best French forward of all time pic.twitter.com/3EB9D5gbwT— B/R Football (@brfootball) December 18, 2020 Hlutverk hans hjá Real snerist meira um að búa til færi og pláss fyrir Ronaldo heldur en að skora sjálfur. Segja má að Roberto Firmino sé að glíma við sama vandamál hjá Liverpool í dag. Framherji í frábæru liði þar sem hlutverk hans er ekki endilega að skora gríðarlegt magn af mörkum. Samt sem áður eru þeir framherjar og því dæmdir af fjölda marka sem þeir skora. Það hefur ef til vill ekki hjálpað Benzema að hann hefur ekki verið hluti af franska landsliðinu síðan árið 2015. Liðið fór í úrslit á EM 2016 og vann HM tveimur árum síðar. Ef til vill væri umræðan um Benzema önnur ef hann hefði verið fremsti maður í stað Oliver Giroud á þessum tveimur stórmótum. Benzema var ekki valinn á sínum tíma vegna þess að gamall vinur eða kunningi átti að hafa reynt að fjárkúga Mathieu Valbuena, samherja hans hjá franska landsliðinu. Því máli er ekki enn lokið. Benzema fór á HM 2014 í Brasilíu. Alls spilaði hann 81 leik fyrir franska landsliðið og skoraði 27 mörk.Marius Becker/Getty Images Benzema til bjargar þegar mest á reynir Benzema skoraði 21 mark í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð sem og leiktíðinni þar á undan. Á þessari leiktíð hefur hann skorað sex mörk og lagt upp önnur þrjú í ellefu leikjum. Hann þarf því aðeins að gefa í ef hann ætlar að ná 21 marki þriðja árið í röð. Benzema hefur hins vegar stigið virkilega upp undanfarið og skoraði til að mynda bæði mörk Real í 2-0 sigri á Mönchengladbach í Meistardeild Evrópu. Sá sigur tryggði Real sæti í 16-liða úrslitum en liðið varð að vinna til að komast áfram. Sá sigur var mitt á milli 1-0 sigurs gegn Sevilla og 2-0 sigurs gegn Atlético Madrid. Benzema skoraði ekki í þeim leikjum en var aðeins stórbrotinni markvörslu frá Jan Oblak að koma Real yfir gegn nágrönnum sínum í Atlético. Þar var Benzema í sínu gamalkunna hlutverki, að búa til pláss og færi fyrir samherja sína. Benzema var svo aftur á ferðinni í 3-1 sigri Madrid á Athletic Bilbao í síðustu umferð. Þar var staðan jöfn 1-1 þegar fimmtán mínútur lifðu leiks en Frakkinn skoraði tvívegis og tryggði Real 3-1 sigur. Klippa: Benzema til bjargar Sá sigur lyfti Real upp í 3. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Atlético Madrid og Real Sociedad. Nú þurfa Benzema og samherjar að leggja Eibar af velli og þá verður hægt að gleyma þessum klaufalegu töpum í upphafi tímabils. Leikur Eibar og Real Madrid er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en útsending tíu mínútum fyrr. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Ekki nóg með það heldur gerði hann slíkt hið sama heima fyrir. Þökk sé honum er liðið óvænt komið í toppbaráttu á nýjan leik. Liðið þarf enn og aftur á Benzema að halda er það heimsækir Eibar í kvöld en ekkert annað en sigur kemur til greina. Karim Benzema believes the #LaLiga champions are "on the right track" ahead of potentially returning to the top of table with a win at Eibar on Sunday.— SuperSport (@SuperSportTV) December 18, 2020 Mörg óvænt töp í upphafi leiktíðar Það stefndi ekki í að Real yrði meistari á síðustu leiktíð en eftir að spænski boltinn fór að rúlla á nýjan leik eftir Covid-pásuna svokölluðu í sumar þá stungu þeir einfaldlega af. Sigrarnir voru ekki þeir fallegustu en þeir dugðu til þess að tryggja Real sigur í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Mögulega fögnuðu leikmenn Real aðeins of ákaft í sumarfríinu en gengið liðsins hefur ekki staðið undir væntingum framan af tímabili. Óvænt töp á heimavelli gegn Cádiz, Shakhtar Donetsk og Depertivo Alavés. Standa upp úr. Þá tapaði Real einnig 4-1 gegn Valencia á útivelli ásamt því að tapa útileiknum gegn Shakhtar í Meistaradeildinni. Mikil umræða hefur myndast í kringum leikmannahóp Real en talið er að það þurfi að yngja upp. Verandi Real þá eru stærstu stjörnur Evrópu orðaðar við félagið og tvær af þeim eru framherjarnir Kylian Mbappé og Erling Braut Håland. Talið er að Real ætli að fjárfesta í þeim á næstu misserum. Þeir þyrftu hins vegar að slá hinn síunga Karim Benzema úr liði Real. Framherjinn hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að Cristiano Ronaldo ákvað að söðla um og fara til Ítalíumeistara Juventus. Benzema hefur verið hjá Real Madrid síðan 2009 en nær alltaf í aukahlutverki. Það er allt þangað til Ronaldo fór. Zidane thinks Benzema is the best French forward of all time pic.twitter.com/3EB9D5gbwT— B/R Football (@brfootball) December 18, 2020 Hlutverk hans hjá Real snerist meira um að búa til færi og pláss fyrir Ronaldo heldur en að skora sjálfur. Segja má að Roberto Firmino sé að glíma við sama vandamál hjá Liverpool í dag. Framherji í frábæru liði þar sem hlutverk hans er ekki endilega að skora gríðarlegt magn af mörkum. Samt sem áður eru þeir framherjar og því dæmdir af fjölda marka sem þeir skora. Það hefur ef til vill ekki hjálpað Benzema að hann hefur ekki verið hluti af franska landsliðinu síðan árið 2015. Liðið fór í úrslit á EM 2016 og vann HM tveimur árum síðar. Ef til vill væri umræðan um Benzema önnur ef hann hefði verið fremsti maður í stað Oliver Giroud á þessum tveimur stórmótum. Benzema var ekki valinn á sínum tíma vegna þess að gamall vinur eða kunningi átti að hafa reynt að fjárkúga Mathieu Valbuena, samherja hans hjá franska landsliðinu. Því máli er ekki enn lokið. Benzema fór á HM 2014 í Brasilíu. Alls spilaði hann 81 leik fyrir franska landsliðið og skoraði 27 mörk.Marius Becker/Getty Images Benzema til bjargar þegar mest á reynir Benzema skoraði 21 mark í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð sem og leiktíðinni þar á undan. Á þessari leiktíð hefur hann skorað sex mörk og lagt upp önnur þrjú í ellefu leikjum. Hann þarf því aðeins að gefa í ef hann ætlar að ná 21 marki þriðja árið í röð. Benzema hefur hins vegar stigið virkilega upp undanfarið og skoraði til að mynda bæði mörk Real í 2-0 sigri á Mönchengladbach í Meistardeild Evrópu. Sá sigur tryggði Real sæti í 16-liða úrslitum en liðið varð að vinna til að komast áfram. Sá sigur var mitt á milli 1-0 sigurs gegn Sevilla og 2-0 sigurs gegn Atlético Madrid. Benzema skoraði ekki í þeim leikjum en var aðeins stórbrotinni markvörslu frá Jan Oblak að koma Real yfir gegn nágrönnum sínum í Atlético. Þar var Benzema í sínu gamalkunna hlutverki, að búa til pláss og færi fyrir samherja sína. Benzema var svo aftur á ferðinni í 3-1 sigri Madrid á Athletic Bilbao í síðustu umferð. Þar var staðan jöfn 1-1 þegar fimmtán mínútur lifðu leiks en Frakkinn skoraði tvívegis og tryggði Real 3-1 sigur. Klippa: Benzema til bjargar Sá sigur lyfti Real upp í 3. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Atlético Madrid og Real Sociedad. Nú þurfa Benzema og samherjar að leggja Eibar af velli og þá verður hægt að gleyma þessum klaufalegu töpum í upphafi tímabils. Leikur Eibar og Real Madrid er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en útsending tíu mínútum fyrr. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira