Fótbolti

Klúðraði dauðafæri á ótrúlegan hátt í fyrsta leiknum með nýju klippinguna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Antoine Griezmann skartaði nýrri klippingu gegn Real Sociedad.
Antoine Griezmann skartaði nýrri klippingu gegn Real Sociedad. getty/David Ramos

Barcelona vann 2-1 sigur á Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Antoine Griezmann klúðraði sannkölluðu dauðafæri á ótrúlegan hátt í leiknum.

Með sigrinum fóru Börsungar upp um þrjú sæti, úr því áttunda og í það fimmta. Real Sociedad missti aftur á móti toppsætið með tapinu.

Baskarnir komust yfir á 27. mínútu þegar Willian José skoraði með skoti af stuttu færi. Fjórum mínútum síðar jafnaði Jordi Alba með frábæru hægri fótar skoti.

Á markamínútunni, þeirri fertugustuogþriðju, átti Alba svo fyrirgjöf á Frenkie De Jong sem skoraði, 2-1.

Griezmann mætti til leiks gegn sínu gamla félagi í gær með nýja og athyglisverða hárgreiðslu.

Franski heimsmeistarinn skaut í slá í fyrri hálfleik og snemma í þeim seinni fékk hann algjört dauðafæri eftir fyrirgjöf frá Alba en skaut boltanum á einhvern ótrúlegan hátt í hendurnar á Álex Remiro, markverði Real Sociedad. Sem betur fer fyrir Griezmann kom þetta klúður hans ekki í bakið á Börsungum.

Mörkin úr leiknum og klúðrið hjá Griezmann má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Barcelona 2-1 Real Sociedad

Tengdar fréttir

Börsungar færast nær topp­liðunum

Barcelona vann 2-1 sigur á toppliðinu Real Sociedad er liðin mættust á Camp Nou í kvöld. Sigurinn afar mikilvægur fyrir Börsunga sem klifra upp töfluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×