Andstæður mætast í litum næsta árs hjá Pantone Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 08:35 Litir ársins 2021. TWitter/Pantone Fyrirtækið Pantone hefur afhjúpað liti ársins 2021, en aldrei þessu vant eru þeir tveir að þessu sinni sem hefur aðeins gerst einu sinni á þeim tveimur áratugum sem litur ársins hefur verið valinn. Á síðasta ári var blái liturinn Classic Blue valinn litur ársins 2020, en nú mætast andstæður í litavalinu. Litir ársins 2021 eru Ultimate Grey, sem líkt og nafnið gefur til kynna er grár, og guli liturinn Illuminating. Litavalið hefur lagst misjafnlega í fólk og lýsti Vogue valinu sem „mjög furðulegu“, sem væri í takt við allt annað í heiminum um þessar mundir. Þá hafa netverjar grínast með að samsetningin minni helst á vegavinnu. PANTONE® color of the year 2021 aesthetics pic.twitter.com/SQPTOllRPg— básico de rosto (@caiofall) December 9, 2020 Pantone segir litina tákna „skilaboð hamingju og þolgæðis“ sem ætti að vera lýsandi fyrir annars vegar það tímabil sem vonandi líður senn undir lok með tilkomu bóluefnis, og hins vegar þá björtu tíma sem gætu verið handan við hornið. Gulur var síðast litur ársins 2009, en hann bar heitið Mimosa og var ögn hlýrri en sá sem varð fyrir valinu að þessu sinni. Þá var litnum lýst sem „björtum og hamingjuríkum“ en hann var tilkynntur í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Svo virðist sem Pantone líti á gulan sem nokkurs konar táknmynd bjartari framtíðar í kjölfar erfiðleika. Introducing the Pantone Color of the Year 2021...Produced by @artechouse #Pantone #pantone2021 pic.twitter.com/nU8cky9OhI— PANTONE (@pantone) December 9, 2020 Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Litir ársins 2021 eru Ultimate Grey, sem líkt og nafnið gefur til kynna er grár, og guli liturinn Illuminating. Litavalið hefur lagst misjafnlega í fólk og lýsti Vogue valinu sem „mjög furðulegu“, sem væri í takt við allt annað í heiminum um þessar mundir. Þá hafa netverjar grínast með að samsetningin minni helst á vegavinnu. PANTONE® color of the year 2021 aesthetics pic.twitter.com/SQPTOllRPg— básico de rosto (@caiofall) December 9, 2020 Pantone segir litina tákna „skilaboð hamingju og þolgæðis“ sem ætti að vera lýsandi fyrir annars vegar það tímabil sem vonandi líður senn undir lok með tilkomu bóluefnis, og hins vegar þá björtu tíma sem gætu verið handan við hornið. Gulur var síðast litur ársins 2009, en hann bar heitið Mimosa og var ögn hlýrri en sá sem varð fyrir valinu að þessu sinni. Þá var litnum lýst sem „björtum og hamingjuríkum“ en hann var tilkynntur í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Svo virðist sem Pantone líti á gulan sem nokkurs konar táknmynd bjartari framtíðar í kjölfar erfiðleika. Introducing the Pantone Color of the Year 2021...Produced by @artechouse #Pantone #pantone2021 pic.twitter.com/nU8cky9OhI— PANTONE (@pantone) December 9, 2020
Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira