Fótbolti

Bráðabirgðaforseti Barcelona segir orð sín misskilin

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lionel Messi
Lionel Messi vísir/getty

Haft var eftir Carlos Tusquets, bráðabirgðaforseta Barcelona, að ef hann hefði verið við stjórnvölin síðasta sumar hefði Lionel Messi verið seldur frá félaginu.

Ronald Koeman, stjóri Barcelona, var ekki ánægður með fréttir af ummælum forsetans en hann hefur nú komið fram og ber fyrir sig misskilning.

„Ég sagði ekki að ég hefði selt Messi. Ég sagði að út frá fjárhagnum hefði verið gott fyrir félagið ef hann hefði farið,“ útskýrir Tusquets.

Messi óskaði eftir sölu vegna ósættis við þáverandi forseta félagsins, Josep Bartomeu, en var neitað um það. Samningur Messi rennur út næsta sumar.

„Við myndum standa betur í ljósi þess að hann er launahæsti íþróttamaður í heimi. Það er alveg rétt. En ég er bara smápeð (e.nobody). Ákvörðunin er hans og stjórnin getur ekki tekið slíka ákvörðun.“

„Ef nauðsyn krefst mun ég útskýra fyrir Koeman að hann hafi misskilið orð mín,“ segir Tusquets.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×