Neyslan merki þess að aðgerðir stjórnvalda virki Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 4. desember 2020 15:57 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ætlar í bólusetningu við Covid-19, þegar röðin kemur að honum. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sér fram á bjartari tíma í efnahagsmálum hér á landi á komandi ári. Komur ferðamanna séu lykill að góðum árangri í þeim efnum. „Nú er ekki gott að segja nákvæmlega hvernig úr þessu öllu spilast. En maður vill leyfa sér að vera bjartsýnn, en svona raunsær. Ef þessar bestu spár um hvenær við fáum aðgengi að efninu og hversu hratt okkur tekst að koma því í umferð ganga eftir, þá erum við auðvitað að vonast eftir því að bjartsýnni sviðsmyndir fyrir efnahagsframvinduna geti raungerst á næsta ári,“ segir Bjarni. Ferðamennska liggur svo til niðri í öllum heiminum þessa stundina enda kórónuveirufaraldurinn heimsfaraldur. Í Evrópu er ástandið skást hér á landi. Staðan versnar í Bandaríkjunum og hafa aldrei greinst fleiri smitaðir á einum sólarhring og í fyrradag. Vonir standa til að bólusetning geti hafist hér á landi í byrjun árs og vonar heilbrigðisráðherra að verkefnið verði langt komið á fyrsta ársfjórðungi, þ.e. fyrir lok mars. „Það sem hefur einkum áhrif á ólíkar sviðsmyndir í efnahagsmálum eru hlutir eins og möguleikinn á komum ferðamanna. Einkaneyslan er fram á þennan dag sterkari en hagspár hafa verið að spá fyrir árið 2020. Það er jákvætt merki. Það er líka merki um að aðgerðir stjórnvalda eru að virka. Ef við tökum þetta með okkur inn í nýtt ár þá þá getum við leyft okkur að fara inn í árið með von um að við séum að finna viðspyrnuna sem leitað er að,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur boðað að fyrirkomulag á landamærum sem taki gildi 1. febrúar verði kynnt í janúar. Aðilar í ferðaþjónustu hafa kallað eftir að þá liggi um leið fyrir hvernig fyrirkomulagið verði næsta sumar. „Já, við höfum boðað að fyrirkomulag frá og með febrúar verði ákveðið. En þetta verður að vera í símati miðað við aðstæður. Fólk verður að halda áfram að sýna varúð og sinna leiðbeiningum um sóttvarnaraðgerðir þar til við fáum útbreiðslu á bóluefnið,“ segir Bjarni. Hann ætlar að fara í bólusetningu á nýju ári. „Já, ég geri það þegar röðin kemur að mér.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
„Nú er ekki gott að segja nákvæmlega hvernig úr þessu öllu spilast. En maður vill leyfa sér að vera bjartsýnn, en svona raunsær. Ef þessar bestu spár um hvenær við fáum aðgengi að efninu og hversu hratt okkur tekst að koma því í umferð ganga eftir, þá erum við auðvitað að vonast eftir því að bjartsýnni sviðsmyndir fyrir efnahagsframvinduna geti raungerst á næsta ári,“ segir Bjarni. Ferðamennska liggur svo til niðri í öllum heiminum þessa stundina enda kórónuveirufaraldurinn heimsfaraldur. Í Evrópu er ástandið skást hér á landi. Staðan versnar í Bandaríkjunum og hafa aldrei greinst fleiri smitaðir á einum sólarhring og í fyrradag. Vonir standa til að bólusetning geti hafist hér á landi í byrjun árs og vonar heilbrigðisráðherra að verkefnið verði langt komið á fyrsta ársfjórðungi, þ.e. fyrir lok mars. „Það sem hefur einkum áhrif á ólíkar sviðsmyndir í efnahagsmálum eru hlutir eins og möguleikinn á komum ferðamanna. Einkaneyslan er fram á þennan dag sterkari en hagspár hafa verið að spá fyrir árið 2020. Það er jákvætt merki. Það er líka merki um að aðgerðir stjórnvalda eru að virka. Ef við tökum þetta með okkur inn í nýtt ár þá þá getum við leyft okkur að fara inn í árið með von um að við séum að finna viðspyrnuna sem leitað er að,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur boðað að fyrirkomulag á landamærum sem taki gildi 1. febrúar verði kynnt í janúar. Aðilar í ferðaþjónustu hafa kallað eftir að þá liggi um leið fyrir hvernig fyrirkomulagið verði næsta sumar. „Já, við höfum boðað að fyrirkomulag frá og með febrúar verði ákveðið. En þetta verður að vera í símati miðað við aðstæður. Fólk verður að halda áfram að sýna varúð og sinna leiðbeiningum um sóttvarnaraðgerðir þar til við fáum útbreiðslu á bóluefnið,“ segir Bjarni. Hann ætlar að fara í bólusetningu á nýju ári. „Já, ég geri það þegar röðin kemur að mér.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira