Segja Real ætla að næla í bæði Håland og Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2020 23:00 Undrabörnin tvö heilsast fyrir leik Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu fyrr á þessu ári. Alex Grimm/Getty Images Spænska stórveldið Real Madrid vill festa kaup á bæði Erling Braut Håland og Kylian Mbappé á komandi misserum. Talið er að spænski risinn stefni á að báðir leikmenn verði komnar í hinar frægu hvítu treyjur félagsins sumarið 2022. Það er miðillinn FourFourTwo sem greinir frá. Samkvæmt heimildum miðilsins ætla Spánarmeistararnir að festa kaup á franska undrabarninu Mbappé þegar þessari leiktíð lýkur og sumarið 2022 er ætlunin að fá norska mannbarnið Håland sömuleiðis. Ástæðan er sú að það sumar verður klásúla virk í samningi Håland við Borussia Dortmund sem gerir Real kleift að kaupa leikmanninn á 75 milljónir evra. Mbappé hefur lengi verið orðaður við Real og var talið að Real gæti reynt að næla í kauða er hann gekk í raðir Paris Saint-Germain árið 2018. Zinedine Zidane, þjálfari Real, er að byggja upp nýtt lið og er Mbappé efstur á lista yfir leikmenn sem hann vill fá næsta sumar. Á listanum er einnig Eduardo Camavinga, 18 ára miðjumaður Rennes í Frakklandi. Hvort Zidane stefni á að næla í fleiri landa sína verður að koma í ljós en tveir Frakkar eru nú þegar í röðum liðsins. Það eru varnarmennirnir Ferland Mendy og Raphaël Varane. Erling Braut Håland er með eftirsóttari leikmönnum Evrópu og er talið að flest stórlið álfunnar reyni að næla í hann er klásúlan verður virk. Håland hefur verið magnaður í liði Dortmund það sem af er tímabili og er kominn með 17 mörk í aðeins 13 leikjum. Enginn hefur skorað 16 mörk í Meistaradeild Evrópu jafn hratt og Håland, það tók hann aðeins 12 leiki. Gengi Real hefur verið slakt það sem af er leiktíð og verður forvitnilegt að sjá hvort leikmenn á borð við Mbappé og Håland hafi áhuga á að færa sig til Madrídar-borgar ef Real er aðeins næst besta lið borgarinnar þegar tímabilinu lýkur. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Real | Atletico jafnt Sociedad á toppnum Real Madrid tapaði í kvöld 1-2 fyrir Deportivo Alaves á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Var þetta þriðji leikur Real án sigurs í spænsku deildinni. 28. nóvember 2020 22:00 Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. 29. nóvember 2020 09:46 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Talið er að spænski risinn stefni á að báðir leikmenn verði komnar í hinar frægu hvítu treyjur félagsins sumarið 2022. Það er miðillinn FourFourTwo sem greinir frá. Samkvæmt heimildum miðilsins ætla Spánarmeistararnir að festa kaup á franska undrabarninu Mbappé þegar þessari leiktíð lýkur og sumarið 2022 er ætlunin að fá norska mannbarnið Håland sömuleiðis. Ástæðan er sú að það sumar verður klásúla virk í samningi Håland við Borussia Dortmund sem gerir Real kleift að kaupa leikmanninn á 75 milljónir evra. Mbappé hefur lengi verið orðaður við Real og var talið að Real gæti reynt að næla í kauða er hann gekk í raðir Paris Saint-Germain árið 2018. Zinedine Zidane, þjálfari Real, er að byggja upp nýtt lið og er Mbappé efstur á lista yfir leikmenn sem hann vill fá næsta sumar. Á listanum er einnig Eduardo Camavinga, 18 ára miðjumaður Rennes í Frakklandi. Hvort Zidane stefni á að næla í fleiri landa sína verður að koma í ljós en tveir Frakkar eru nú þegar í röðum liðsins. Það eru varnarmennirnir Ferland Mendy og Raphaël Varane. Erling Braut Håland er með eftirsóttari leikmönnum Evrópu og er talið að flest stórlið álfunnar reyni að næla í hann er klásúlan verður virk. Håland hefur verið magnaður í liði Dortmund það sem af er tímabili og er kominn með 17 mörk í aðeins 13 leikjum. Enginn hefur skorað 16 mörk í Meistaradeild Evrópu jafn hratt og Håland, það tók hann aðeins 12 leiki. Gengi Real hefur verið slakt það sem af er leiktíð og verður forvitnilegt að sjá hvort leikmenn á borð við Mbappé og Håland hafi áhuga á að færa sig til Madrídar-borgar ef Real er aðeins næst besta lið borgarinnar þegar tímabilinu lýkur.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Real | Atletico jafnt Sociedad á toppnum Real Madrid tapaði í kvöld 1-2 fyrir Deportivo Alaves á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Var þetta þriðji leikur Real án sigurs í spænsku deildinni. 28. nóvember 2020 22:00 Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. 29. nóvember 2020 09:46 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Real | Atletico jafnt Sociedad á toppnum Real Madrid tapaði í kvöld 1-2 fyrir Deportivo Alaves á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Var þetta þriðji leikur Real án sigurs í spænsku deildinni. 28. nóvember 2020 22:00
Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. 29. nóvember 2020 09:46