Hætt að taka þátt í tískusýningum trúarinnar vegna Sylvía Hall skrifar 26. nóvember 2020 19:44 Halima Aden. Getty/Axelle/Bauer-Griffin Bandaríska ofurfyrirsætan Halima Aden er hætt að taka þátt í tískusýningum vegna trúar sinnar. Hún segist margoft hafa þurft að fórna gildum sínum fyrir vinnu sína en kórónuveirufaraldurinn hafi gefið henni svigrúm til að endurskoða afstöðu sína. „Móðir mín er búin að vera að biðja mig í mörg ár um að opna augun. Þökk sé Covid og pásunni frá bransanum hef ég loksins áttað mig á því hvar ég leiddist af brautinni á hijab-vegferð minni,“ skrifaði Aden á Instagram í vikunni. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gömul hefur hún setið fyrir á forsíðum breska Vogue, arabíska Vogue og Allure. Aden var uppgötvuð af umboðsskrifstofunni IMG Models þegar hún var 18 ára gömul, en á þeim tíma tók hún þátt í keppninni ungfrú Minnesota. Síðan þá hefur hún tekið þátt í tískusýningum fyrir meðal annars Rihönnu og Kanye West, og komið fram á tískuvikunni í New York. Í einlægum færslum á Instagram hrósaði hún Rihönnu fyrir að leyfa sér að nota hijab að eigin vali þegar hún kom fram á tískusýningum söngkonunnar. Hún hefði margoft þurft að nota flíkur sem hijab, þvert á eigin sannfæringu, og misst af bænastundum fyrir störfin. Þá minnist hún þess að hafa grátið eftir fyrirsætustörf þar sem hún þorði ekki að mótmæla leiðbeiningum á setti. „Móðir mín bað mig um að hætta fyrirsætustörfum fyrir löngu síðan. Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið í svo mikla vörn. Hún var sú eina sem hafði einlægan hag minn fyrir brjósti.“ Hún segist eingöngu geta kennt sjálfri sér um upplifun sína, enda hafi hún verið uppteknari af tækifærum en því sem „raunverulega var í húfi“. Fjölmargir kollegar Aden hafa lýst yfir stuðningi við ákvörðun hennar, þar á meðal systurnar Gigi og Bella Hadid. Trúmál Bandaríkin Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
„Móðir mín er búin að vera að biðja mig í mörg ár um að opna augun. Þökk sé Covid og pásunni frá bransanum hef ég loksins áttað mig á því hvar ég leiddist af brautinni á hijab-vegferð minni,“ skrifaði Aden á Instagram í vikunni. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gömul hefur hún setið fyrir á forsíðum breska Vogue, arabíska Vogue og Allure. Aden var uppgötvuð af umboðsskrifstofunni IMG Models þegar hún var 18 ára gömul, en á þeim tíma tók hún þátt í keppninni ungfrú Minnesota. Síðan þá hefur hún tekið þátt í tískusýningum fyrir meðal annars Rihönnu og Kanye West, og komið fram á tískuvikunni í New York. Í einlægum færslum á Instagram hrósaði hún Rihönnu fyrir að leyfa sér að nota hijab að eigin vali þegar hún kom fram á tískusýningum söngkonunnar. Hún hefði margoft þurft að nota flíkur sem hijab, þvert á eigin sannfæringu, og misst af bænastundum fyrir störfin. Þá minnist hún þess að hafa grátið eftir fyrirsætustörf þar sem hún þorði ekki að mótmæla leiðbeiningum á setti. „Móðir mín bað mig um að hætta fyrirsætustörfum fyrir löngu síðan. Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið í svo mikla vörn. Hún var sú eina sem hafði einlægan hag minn fyrir brjósti.“ Hún segist eingöngu geta kennt sjálfri sér um upplifun sína, enda hafi hún verið uppteknari af tækifærum en því sem „raunverulega var í húfi“. Fjölmargir kollegar Aden hafa lýst yfir stuðningi við ákvörðun hennar, þar á meðal systurnar Gigi og Bella Hadid.
Trúmál Bandaríkin Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira