Ungu fólki í foreldrahúsum fjölgar mikið í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2020 15:19 Atvinnuleysi er nú útbreiddara á meðal fólks á aldrinum 18-24 ára og virðast því fleiri lenda í foreldrahúsum. Vísir/Vilhelm Hlutfall ungs fólks sem býr í foreldrahúsum hefur stóraukist á þessu ári og er kórónuveirufaraldurinn talinn leika stórt hlutverk í þeirri þróun. Um 70% fólks á aldrinum 18-24 ára bjuggu hjá foreldrum í ágúst. Í lok síðasta árs bjuggu um 42% ungs fólks í húsi foreldra sinna en hlutfallið hefur hækkað í hverri könnun sem hefur verið gerð síðan, að því er kemur fram í grein á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þessi þróun er sett í samhengi við mikið atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Það hefur tvöfaldast síðasta árið og fjöldi starfandi einstaklinga í aldurshópnum fækkað um 14,5%. Mikill samdráttur hefur verið í ferðaþjónustu og flestum þjónustustörfum sem eru algeng störf sem fólk á þessum aldri sinnir. „Því eru sterkar vísbendingar um að Covid-faraldur sé að koma einna verst niður á unga fólkinu og að það sé fast í foreldrahúsum og sé hvorki að leita inn á leigumarkað né í eigið húsnæði um þessar mundir,“ segir á vef stofnunarinnar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Þetta gerist á sama tíma og stofnun telur aðstæður til húsnæðiskaupa aldrei hafa verið hagstæðari og að faraldurinn hafi að mörgu leyti haft jákvæð áhrif á þá sem eru á leigumarkaði. Leigjendur leggi nú í auknum mæli í kaup á eigin húsnæði. Hlutfall þeirra sem eru á leigumarkaði hefur ekki verið viðlíka lágt síðan í kringum hrun þegar það mældist 12% í lok árs 2008. Síðan þá hefur þetta hlutfall verið að sveiflast í kringum 14-18% og verið að meðaltali um 16%. Frá miðju ári 2019 hefur hlutfall leigjenda verið á niðurleið og farið úr því að vera 18% í júlí 2019 og niður í 13% í júlí 2020. Framboð á leiguhúsnæði hefur aukist, leiguverð hefur lækkað og fleiri sjá fram á að geta keypt eigið húsnæði. Samkvæmt könnun HMS voru ekki nema 14% aðspurðra sem sögðu að Covid hefði haft neikvæð áhrif á stöðu sína á leigumarkaði. Húsnæðismál Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Hlutfall ungs fólks sem býr í foreldrahúsum hefur stóraukist á þessu ári og er kórónuveirufaraldurinn talinn leika stórt hlutverk í þeirri þróun. Um 70% fólks á aldrinum 18-24 ára bjuggu hjá foreldrum í ágúst. Í lok síðasta árs bjuggu um 42% ungs fólks í húsi foreldra sinna en hlutfallið hefur hækkað í hverri könnun sem hefur verið gerð síðan, að því er kemur fram í grein á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þessi þróun er sett í samhengi við mikið atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Það hefur tvöfaldast síðasta árið og fjöldi starfandi einstaklinga í aldurshópnum fækkað um 14,5%. Mikill samdráttur hefur verið í ferðaþjónustu og flestum þjónustustörfum sem eru algeng störf sem fólk á þessum aldri sinnir. „Því eru sterkar vísbendingar um að Covid-faraldur sé að koma einna verst niður á unga fólkinu og að það sé fast í foreldrahúsum og sé hvorki að leita inn á leigumarkað né í eigið húsnæði um þessar mundir,“ segir á vef stofnunarinnar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Þetta gerist á sama tíma og stofnun telur aðstæður til húsnæðiskaupa aldrei hafa verið hagstæðari og að faraldurinn hafi að mörgu leyti haft jákvæð áhrif á þá sem eru á leigumarkaði. Leigjendur leggi nú í auknum mæli í kaup á eigin húsnæði. Hlutfall þeirra sem eru á leigumarkaði hefur ekki verið viðlíka lágt síðan í kringum hrun þegar það mældist 12% í lok árs 2008. Síðan þá hefur þetta hlutfall verið að sveiflast í kringum 14-18% og verið að meðaltali um 16%. Frá miðju ári 2019 hefur hlutfall leigjenda verið á niðurleið og farið úr því að vera 18% í júlí 2019 og niður í 13% í júlí 2020. Framboð á leiguhúsnæði hefur aukist, leiguverð hefur lækkað og fleiri sjá fram á að geta keypt eigið húsnæði. Samkvæmt könnun HMS voru ekki nema 14% aðspurðra sem sögðu að Covid hefði haft neikvæð áhrif á stöðu sína á leigumarkaði.
Húsnæðismál Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira