Manchester City sagt búið að missa áhugann á Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2020 11:00 Lionel Messi er ekki að skila sömu tölum og áður og Barca er bara í tólfta sæti í spænsku deildinni. EPA-EFE/Alejandro Garcia Lionel Messi er ekki á leiðinni til Manchestet City í sumar eins og margir voru búnir að spá. Sky Sports slær því upp hjá sér að enska félagið sé búið að missa áhugann á argentínska snillingnum. Lionel Messi er fæddur í júní 1987 og yrði því orðinn 34 ára gamall þegar hann mætti á æfingasvæðið hjá City næsta sumar. Aldur hans og launakröfur eru það sem fælir Manchester City frá samkvæmt heimildum Semra Hunter sem er sérfræðingur Sky Sports í spænska boltanum. Manchester City look to have ended their pursuit of Barcelona forward Lionel Messi— Sky Sports (@SkySports) November 22, 2020 Lionel Messi klárar samning sinn við Barcelona næsta sumar og hann mætti byrja að ræða við önnur félög strax í janúar. Pep Guardiola var að framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri Manchester City til 2023 og það þótti sumum bara auka líkurnar að Messi kæmi. Samingur Pep Guardiola var undirritaður í síðustu viku en á fyrsta blaðamannafundinum á eftir þá talaði Pep hins vegar að hann vildi að Messi myndi klára feril sinn hjá Barcelona. Sky Sport slær síðan því upp í gær að Manchester City hafi ekki lengur áhuga á Messi. Málin eru því að þróast í þveröfuga átt en flestir héldu. Manchester City have reportedly ended their pursuit of Barcelona's Lionel Messi.Latest #football gossip https://t.co/Lodw7UrRYO #bbcfootball #MCFC #Barca pic.twitter.com/0feJvFspeN— BBC Sport (@BBCSport) November 23, 2020 Það er ljóst að launakröfur Messi eru að flæjast fyrir forráðamönnum Manchester City en Argentínumaðurinn fær hundrað milljón evra í árslaun eða sextán milljarða íslenskra króna. Messi er sem sagt að fá yfir milljarð á mánuði í laun og geri aðrir betur. Þá er frammistaða kappans ekki að ýta undir áhugann. Lionel Messi hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu sjö leikjum sínum í spænsku deildinni og hefur aðeins gefið eina stoðsendingu í þessum sömu sjö leikjum. Messi hefur reyndar skorað í öllum þremur leikjum Barcelona í Meistaradeildinni sem hafa allir unnist. Í spænsku deildinni er markaleysi Messi greinilega að hrjá Barca liðið sem hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og situr fyrir vikið í tólfta sæti deildarinnar. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Lionel Messi er ekki á leiðinni til Manchestet City í sumar eins og margir voru búnir að spá. Sky Sports slær því upp hjá sér að enska félagið sé búið að missa áhugann á argentínska snillingnum. Lionel Messi er fæddur í júní 1987 og yrði því orðinn 34 ára gamall þegar hann mætti á æfingasvæðið hjá City næsta sumar. Aldur hans og launakröfur eru það sem fælir Manchester City frá samkvæmt heimildum Semra Hunter sem er sérfræðingur Sky Sports í spænska boltanum. Manchester City look to have ended their pursuit of Barcelona forward Lionel Messi— Sky Sports (@SkySports) November 22, 2020 Lionel Messi klárar samning sinn við Barcelona næsta sumar og hann mætti byrja að ræða við önnur félög strax í janúar. Pep Guardiola var að framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri Manchester City til 2023 og það þótti sumum bara auka líkurnar að Messi kæmi. Samingur Pep Guardiola var undirritaður í síðustu viku en á fyrsta blaðamannafundinum á eftir þá talaði Pep hins vegar að hann vildi að Messi myndi klára feril sinn hjá Barcelona. Sky Sport slær síðan því upp í gær að Manchester City hafi ekki lengur áhuga á Messi. Málin eru því að þróast í þveröfuga átt en flestir héldu. Manchester City have reportedly ended their pursuit of Barcelona's Lionel Messi.Latest #football gossip https://t.co/Lodw7UrRYO #bbcfootball #MCFC #Barca pic.twitter.com/0feJvFspeN— BBC Sport (@BBCSport) November 23, 2020 Það er ljóst að launakröfur Messi eru að flæjast fyrir forráðamönnum Manchester City en Argentínumaðurinn fær hundrað milljón evra í árslaun eða sextán milljarða íslenskra króna. Messi er sem sagt að fá yfir milljarð á mánuði í laun og geri aðrir betur. Þá er frammistaða kappans ekki að ýta undir áhugann. Lionel Messi hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu sjö leikjum sínum í spænsku deildinni og hefur aðeins gefið eina stoðsendingu í þessum sömu sjö leikjum. Messi hefur reyndar skorað í öllum þremur leikjum Barcelona í Meistaradeildinni sem hafa allir unnist. Í spænsku deildinni er markaleysi Messi greinilega að hrjá Barca liðið sem hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og situr fyrir vikið í tólfta sæti deildarinnar.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira