Býst við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem mest þurfa Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. nóvember 2020 13:22 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Seðlabankastjóri segir að Seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Í síðustu viku lækkaði Seðlabankinn stýrivexti í 0,75 prósent og hafa þeir aldrei verið lægri. Ákvörðun bankans kom nokkuð á óvart en bæði Landsbankinn og Íslandsbanki höfðu spáð óbreyttum stýrivöxtum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir að efnahagshorfur hafi versnað meira en bankinn hafði álitið. „Við vorum komin vel á veg með að örva eftirspurn í sumar og haust en svo kom önnur og þriðja bylgja þannig við töldum okkur þurfa að bregðast við því,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Það sé gríðarlega mikill samdráttur í efnahagslífinu og mikið atvinnuleysi sem hafi þurft að bregðast við. Aðspurður segir Ásgeir að það sé alveg möguleiki á því að vextir verði lækkaðir enn meira. „En við höfum líka önnur tæki. Við getum prentað peninga með því að kaupa ríkishlutabréf til að taka niður langtímavexti,“ segir Ásgeir. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka sagði í Kastljósi í síðustu viku að Seðlabankinn og stjórnvöld væru á rangri leið. Stór hluti þess fjármagns sem sett var í umferð til að styðja við hagkerfið hafi runnið inn á fasteignamarkaðinn í stað þess að fara til fólks og fyrirtækja sem hafa lent í mesta tekjuáfallinu. Ásgeir segir þetta ekki vera rétt. „Það var staðan í vor að við vildum hvetja bankana til að lána, við lækkuðum kvaðir á þá og ýttum út lausafé sem þeir áttu hjá okkur því við vildum að þeir myndu örva kerfið. Við töldum okkur þurfa að styðja við heimilin, lágir vextir, stöðugt gengi og hvetja áfram fasteignamarkaðinn og það heppnaðist. Við erum enn ekki byrjaðir að prenta peninga þar sem við erum að fara afhenta einhver verðmæti út úr seðlabankanum. Við erum að fara byrja á því núna,“ segir Ásgeir. Ríkissjóður muni fá þá peninga og tekur ákvörðun um það hvernig þeim verður deilt. „Mér sýnist á öllu eins og aðgerðirnar sem þau voru að tilkynna um helgina að þessir peningar séu að fara til þeirra sem þurfa á þeim að halda,“ segir Ásgeir. Aðalhagfræðingur Kviku banka sagði jafnframt í Kastljósi að um 300 milljarðar króna hefðu verið prentaðar í seðlum. Um helmingur þessa fjár hefði farið inn á húsnæðislánamarkaðinn. Ásgeir segir að þetta séu ekki peningar sem Seðlabankinn hafi prentað heldur lausafé sem bankarnir áttu í seðlabankanum. „Við lokuðum þessum reikningum þannig að bankarnir urðu að taka peninginn út og við hvöttum þá til að lána. Þannig þetta er bankakerfið að lána út. Það er óeðlilegt að bankarnir láni til fasteignakaupa. Þetta eru öruggustu lánin fyrir þá og á þessum tíma var fasteignamarkaðurinn eiginlega að deyja. Þannig við töldum að þetta væri liður í því að örva hagkerfið,“ segir Ásgeir. Á næstu árum vilji hann gjarnan sjá bankana nýta efnahagsreikninginn sinn í fyrirtækjalán. „En enn sem komið er tel ég ekki að þetta sé neitt vandamál,“ segir Ásgeir. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að Seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Í síðustu viku lækkaði Seðlabankinn stýrivexti í 0,75 prósent og hafa þeir aldrei verið lægri. Ákvörðun bankans kom nokkuð á óvart en bæði Landsbankinn og Íslandsbanki höfðu spáð óbreyttum stýrivöxtum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir að efnahagshorfur hafi versnað meira en bankinn hafði álitið. „Við vorum komin vel á veg með að örva eftirspurn í sumar og haust en svo kom önnur og þriðja bylgja þannig við töldum okkur þurfa að bregðast við því,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Það sé gríðarlega mikill samdráttur í efnahagslífinu og mikið atvinnuleysi sem hafi þurft að bregðast við. Aðspurður segir Ásgeir að það sé alveg möguleiki á því að vextir verði lækkaðir enn meira. „En við höfum líka önnur tæki. Við getum prentað peninga með því að kaupa ríkishlutabréf til að taka niður langtímavexti,“ segir Ásgeir. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka sagði í Kastljósi í síðustu viku að Seðlabankinn og stjórnvöld væru á rangri leið. Stór hluti þess fjármagns sem sett var í umferð til að styðja við hagkerfið hafi runnið inn á fasteignamarkaðinn í stað þess að fara til fólks og fyrirtækja sem hafa lent í mesta tekjuáfallinu. Ásgeir segir þetta ekki vera rétt. „Það var staðan í vor að við vildum hvetja bankana til að lána, við lækkuðum kvaðir á þá og ýttum út lausafé sem þeir áttu hjá okkur því við vildum að þeir myndu örva kerfið. Við töldum okkur þurfa að styðja við heimilin, lágir vextir, stöðugt gengi og hvetja áfram fasteignamarkaðinn og það heppnaðist. Við erum enn ekki byrjaðir að prenta peninga þar sem við erum að fara afhenta einhver verðmæti út úr seðlabankanum. Við erum að fara byrja á því núna,“ segir Ásgeir. Ríkissjóður muni fá þá peninga og tekur ákvörðun um það hvernig þeim verður deilt. „Mér sýnist á öllu eins og aðgerðirnar sem þau voru að tilkynna um helgina að þessir peningar séu að fara til þeirra sem þurfa á þeim að halda,“ segir Ásgeir. Aðalhagfræðingur Kviku banka sagði jafnframt í Kastljósi að um 300 milljarðar króna hefðu verið prentaðar í seðlum. Um helmingur þessa fjár hefði farið inn á húsnæðislánamarkaðinn. Ásgeir segir að þetta séu ekki peningar sem Seðlabankinn hafi prentað heldur lausafé sem bankarnir áttu í seðlabankanum. „Við lokuðum þessum reikningum þannig að bankarnir urðu að taka peninginn út og við hvöttum þá til að lána. Þannig þetta er bankakerfið að lána út. Það er óeðlilegt að bankarnir láni til fasteignakaupa. Þetta eru öruggustu lánin fyrir þá og á þessum tíma var fasteignamarkaðurinn eiginlega að deyja. Þannig við töldum að þetta væri liður í því að örva hagkerfið,“ segir Ásgeir. Á næstu árum vilji hann gjarnan sjá bankana nýta efnahagsreikninginn sinn í fyrirtækjalán. „En enn sem komið er tel ég ekki að þetta sé neitt vandamál,“ segir Ásgeir.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira