Enginn vafi á því að veira geti legið í leyni og farið svo allt í einu á flug Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 13:46 Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samsett/Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir það vel þekkt innan faraldsfræða að veira liggi í dvala í ákveðinn tíma áður en hún tekur að greinast í fólki í einhverjum mæli. Enginn efi sé um þetta í hans huga. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins setti í morgun spurningamerki við að kórónuveiran geti „legið í leyni í heilan mánuð“, þegar því sé haldið fram á sama tíma að hún sé bráðsmitandi. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi kórónuveirufaraldurinn og aðgerðir við honum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún hefur verið gagnrýnin á aðgerðir stjórnvalda og setti í morgun spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. „Menn hafa verið að halda því fram að smitið sem við erum að eiga við í dag megi rekja til einhverra tveggja franskra ferðamanna sem komu áður en að landinu var lokað. En þá hef ég verið að spyrja út í það eftir að þessir frönsku ferðamenn komu til landsins, þá virðist ekki hafa orðið vart við þá veiru sem þeir voru með í heilan mánuð. Ég hef fengið þau svör að veiran geti legið í láginni, bara í leyni, í heilan mánuð. Mér finnst það nú ekki ríma við til dæmis það sem Kári [Stefánsson] hefur verið að benda á að þetta sé rosalega bráðsmitandi veira,“ sagði Sigríður. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi raunar ekki hlustað á viðtalið við Sigríði í morgun og viti því ekki hvað hún sagði nákvæmlega. Það sé þó vel þekkt úr fræðunum að veirur liggi í dvala áður en þær byrji að berast í fólk í miklum mæli. „Það er bara þannig að við vitum hvað við finnum á landamærunum og hér innanlands, við getum rakið smitin mjög vel með þessum raðgreiningum,“ segir Þórólfur. „Og við vitum það líka að smitsjúkdómar, og það þarf ekkert að efast um það hjá þeim sem fylgjast vel með smitsjúkdómum og faraldsfræði þeirra, að inflúensan hagar sér til dæmis þannig að hún greinist kannski í óverulegum mæli lengi og allt í einu fer hún á flug. Þannig eru smitsjúkdómar. Ég þekki það bara vel úr fræðunum. Í mínum huga er enginn efi um það, þó að það sé einhver efi um það í huga Sigríðar Andersen. En ég veit það ekki, ég hlustaði ekki á viðtalið við hana.“ Hafa stöðvað 350 stofna veirunnar Tilkynnt var að loknum ríkisstjórnarfundi eftir hádegi að fyrirkomulag á landamærum yrði óbreytt frá því sem nú er til 1. febrúar næstkomandi, þ.e. að þeir sem koma hingað til lands geti valið milli tvöfaldrar skimunar og tveggja vikna sóttkvíar. Þegar var búið að ákveða að gera skimunina gjaldfrjálsa að tillögu sóttvarnalæknis, til að hvetja fólk enn frekar til að velja þann kostinn fremur en sóttkvína. Sigríður ítrekaði þá skoðun sína í Bítinu í morgun að tvöföld skimun á landamærum væri helst til hörð aðgerð. Þannig setti hún spurningamerki við að tvöföld skimun hefði verið tekin upp á landamærum í ágúst. „[…] þegar við sem höfum rýnt í þessi gögn öll sjáum að þá til dæmis var útbreiðsla smitsins á leiðinni niður þegar gripið var til svona harkalegra aðgerða,“ sagði Sigríður. Tölfræði á covid.is sýnir að nýgengi innanlandssmita var á leiðinni niður dagana fyrir 19. ágúst. Nýgengi smita á landamærunum var hins vegar á uppleið. Þórólfur ítrekar að tvöföld skimun lágmarki áhættu á því að veiran komist inn í landið en ekkert fyrirkomulag komi þó algjörlega í veg fyrir það. Skimunin hafi sannað gildi sitt. „En á sama tíma og það eru þessir tveir til þrír stofnar af veirunni sem halda uppi þessari bylgju sem við erum að eiga við núna og sérstaklega einn stofn, á sama tíma erum við búin að stöðva 350 stofna á landamærunum. Þannig að ég held að allir sjái það að ef við hefðum fengið þessa 350 stofna inn í landið þá gætu þeir aldeilis hafa valdið stórri bylgju hér innanlands þegar þessir þrír stofnar hafa valdið þessari miklu bylgju.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Efast um að þriðju bylgjuna megi rekja til frönsku ferðamannanna Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. 20. nóvember 2020 10:39 Út úr kófinu Afleiðingar kórónuveirunnar og þeirra almennu samfélagslegu lokana og hindrana sem beitt hefur verið til að hægja á útbreiðslu hennar taka til allra sviða samfélagsins. Stjórnvöld hafa að einhverju leyti reynt að bregðast við þessum afleiðingum, en þó virðist vera ákveðin rörsýn á að reyna ítrekað að „stöðva veiruna“ í stað heildrænnar sýnar. 20. nóvember 2020 07:30 Eins og hópurinn sjái hlutina ekki í „raunhæfu ljósi“ Sóttvarnalæknir og landlæknir segjast algjörlega ósammála þeim viðhorfum sem aðstandendur vefsíðunnar Kófið.is lýstu í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðunni í gær. 19. nóvember 2020 14:01 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir það vel þekkt innan faraldsfræða að veira liggi í dvala í ákveðinn tíma áður en hún tekur að greinast í fólki í einhverjum mæli. Enginn efi sé um þetta í hans huga. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins setti í morgun spurningamerki við að kórónuveiran geti „legið í leyni í heilan mánuð“, þegar því sé haldið fram á sama tíma að hún sé bráðsmitandi. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi kórónuveirufaraldurinn og aðgerðir við honum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún hefur verið gagnrýnin á aðgerðir stjórnvalda og setti í morgun spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. „Menn hafa verið að halda því fram að smitið sem við erum að eiga við í dag megi rekja til einhverra tveggja franskra ferðamanna sem komu áður en að landinu var lokað. En þá hef ég verið að spyrja út í það eftir að þessir frönsku ferðamenn komu til landsins, þá virðist ekki hafa orðið vart við þá veiru sem þeir voru með í heilan mánuð. Ég hef fengið þau svör að veiran geti legið í láginni, bara í leyni, í heilan mánuð. Mér finnst það nú ekki ríma við til dæmis það sem Kári [Stefánsson] hefur verið að benda á að þetta sé rosalega bráðsmitandi veira,“ sagði Sigríður. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi raunar ekki hlustað á viðtalið við Sigríði í morgun og viti því ekki hvað hún sagði nákvæmlega. Það sé þó vel þekkt úr fræðunum að veirur liggi í dvala áður en þær byrji að berast í fólk í miklum mæli. „Það er bara þannig að við vitum hvað við finnum á landamærunum og hér innanlands, við getum rakið smitin mjög vel með þessum raðgreiningum,“ segir Þórólfur. „Og við vitum það líka að smitsjúkdómar, og það þarf ekkert að efast um það hjá þeim sem fylgjast vel með smitsjúkdómum og faraldsfræði þeirra, að inflúensan hagar sér til dæmis þannig að hún greinist kannski í óverulegum mæli lengi og allt í einu fer hún á flug. Þannig eru smitsjúkdómar. Ég þekki það bara vel úr fræðunum. Í mínum huga er enginn efi um það, þó að það sé einhver efi um það í huga Sigríðar Andersen. En ég veit það ekki, ég hlustaði ekki á viðtalið við hana.“ Hafa stöðvað 350 stofna veirunnar Tilkynnt var að loknum ríkisstjórnarfundi eftir hádegi að fyrirkomulag á landamærum yrði óbreytt frá því sem nú er til 1. febrúar næstkomandi, þ.e. að þeir sem koma hingað til lands geti valið milli tvöfaldrar skimunar og tveggja vikna sóttkvíar. Þegar var búið að ákveða að gera skimunina gjaldfrjálsa að tillögu sóttvarnalæknis, til að hvetja fólk enn frekar til að velja þann kostinn fremur en sóttkvína. Sigríður ítrekaði þá skoðun sína í Bítinu í morgun að tvöföld skimun á landamærum væri helst til hörð aðgerð. Þannig setti hún spurningamerki við að tvöföld skimun hefði verið tekin upp á landamærum í ágúst. „[…] þegar við sem höfum rýnt í þessi gögn öll sjáum að þá til dæmis var útbreiðsla smitsins á leiðinni niður þegar gripið var til svona harkalegra aðgerða,“ sagði Sigríður. Tölfræði á covid.is sýnir að nýgengi innanlandssmita var á leiðinni niður dagana fyrir 19. ágúst. Nýgengi smita á landamærunum var hins vegar á uppleið. Þórólfur ítrekar að tvöföld skimun lágmarki áhættu á því að veiran komist inn í landið en ekkert fyrirkomulag komi þó algjörlega í veg fyrir það. Skimunin hafi sannað gildi sitt. „En á sama tíma og það eru þessir tveir til þrír stofnar af veirunni sem halda uppi þessari bylgju sem við erum að eiga við núna og sérstaklega einn stofn, á sama tíma erum við búin að stöðva 350 stofna á landamærunum. Þannig að ég held að allir sjái það að ef við hefðum fengið þessa 350 stofna inn í landið þá gætu þeir aldeilis hafa valdið stórri bylgju hér innanlands þegar þessir þrír stofnar hafa valdið þessari miklu bylgju.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Efast um að þriðju bylgjuna megi rekja til frönsku ferðamannanna Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. 20. nóvember 2020 10:39 Út úr kófinu Afleiðingar kórónuveirunnar og þeirra almennu samfélagslegu lokana og hindrana sem beitt hefur verið til að hægja á útbreiðslu hennar taka til allra sviða samfélagsins. Stjórnvöld hafa að einhverju leyti reynt að bregðast við þessum afleiðingum, en þó virðist vera ákveðin rörsýn á að reyna ítrekað að „stöðva veiruna“ í stað heildrænnar sýnar. 20. nóvember 2020 07:30 Eins og hópurinn sjái hlutina ekki í „raunhæfu ljósi“ Sóttvarnalæknir og landlæknir segjast algjörlega ósammála þeim viðhorfum sem aðstandendur vefsíðunnar Kófið.is lýstu í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðunni í gær. 19. nóvember 2020 14:01 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira
Efast um að þriðju bylgjuna megi rekja til frönsku ferðamannanna Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. 20. nóvember 2020 10:39
Út úr kófinu Afleiðingar kórónuveirunnar og þeirra almennu samfélagslegu lokana og hindrana sem beitt hefur verið til að hægja á útbreiðslu hennar taka til allra sviða samfélagsins. Stjórnvöld hafa að einhverju leyti reynt að bregðast við þessum afleiðingum, en þó virðist vera ákveðin rörsýn á að reyna ítrekað að „stöðva veiruna“ í stað heildrænnar sýnar. 20. nóvember 2020 07:30
Eins og hópurinn sjái hlutina ekki í „raunhæfu ljósi“ Sóttvarnalæknir og landlæknir segjast algjörlega ósammála þeim viðhorfum sem aðstandendur vefsíðunnar Kófið.is lýstu í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðunni í gær. 19. nóvember 2020 14:01