Seðlabankinn telur kreppu ferðaþjónustunnar standa langt fram á næsta ár Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2020 20:36 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Ekki er gert ráð fyrir að ferðaþjónusta taki við sér fyrr en á seinni hluta næsta árs samkvæmt nýrri spá peningastefnunefndar Seðlabankans. Atvinnuleysi verður meira og verðbólga hærri til lengri tíma. Seðlabankinn lækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í morgun og eru þeir orðnir lægri en lægstu sögulegu vextir hingað til eða 0,75 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að lækkunin verði til að örva fjárfestingu. Hver er megin tilgangurinn með lækkun vaxta núna? „Við viljum örva hagkerfið. Við erum komin með gríðarlega mikinn samdrátt í efnahagslífið og mikið atvinnuleysi og við viljum bregðast við því," segir Ásgeir. Þannig hafði útflutningur á öðrum ársfjórðungi dregist saman um 40 prósent og er Ísland þar á toppnum með Portúgal og Spáni á meðan meðtals samdráttur í OECD ríkjum var í kring um 20 prósent. Enn hefur sigið á ógæfuhliðina því eftir smá viðspyrnu í voru hefur staðan aftur versnað í yfirstandandi útbreiðslu kórónuveirunnar. Seðlabankastjóri segir peningastefnuna með lækkun vaxta að undanförnu og öðrum aðgerðum hafa skilað sér vel inn á fasteignamarkaðinn síðustu mánuðina. „Það sem þarf núna er í rauninni meiri fyrirtækjalán og nýjar fjárfestingar. Við erum að vona það að vitneskja um bóluefni, að það sé á leiðinni, muni verða til þess að það skapist aðeins meiri vissa um framtíðina og við sjáum fyrirtæki byrja að fjárfesta. Við séum þá að sjá ný störf," segir seðlabankastjóri. Yfirstandandi bylja kórónuveirunnar hefur seinkað efnahagsbatanum að mati peningastefnunefndar sem spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár. Á punktalínunni á meðfylgjandi mynd sést hvernig bankinn spáði því í ágúst að landsframleiðsla færi að aukast hratt á næsta ári. En ný spá reiknar með að hagvexti seinki fram á lok næsta árs og verði ekki kominn á skrið fyrr en 2023. Þá fari verðbólga yfir fjögur prósent á næsta ári og verði ekki undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans fyrr en snemma árs 2022. Atvinnuleysi haldist mikið næstu misseri. „Við erum að gera ráð fyrir því núna að við séum ekki alveg að ná næsta sumri í ferðaþjónustu. Þetta gangi ekki nægjanlega hratt fyrir sig. Við erum ekki að sjá ferðaþjónustuna taka við sér fyrr en á seinni hluta næsta árs. Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur," segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir að ferðaþjónusta taki við sér fyrr en á seinni hluta næsta árs samkvæmt nýrri spá peningastefnunefndar Seðlabankans. Atvinnuleysi verður meira og verðbólga hærri til lengri tíma. Seðlabankinn lækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í morgun og eru þeir orðnir lægri en lægstu sögulegu vextir hingað til eða 0,75 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að lækkunin verði til að örva fjárfestingu. Hver er megin tilgangurinn með lækkun vaxta núna? „Við viljum örva hagkerfið. Við erum komin með gríðarlega mikinn samdrátt í efnahagslífið og mikið atvinnuleysi og við viljum bregðast við því," segir Ásgeir. Þannig hafði útflutningur á öðrum ársfjórðungi dregist saman um 40 prósent og er Ísland þar á toppnum með Portúgal og Spáni á meðan meðtals samdráttur í OECD ríkjum var í kring um 20 prósent. Enn hefur sigið á ógæfuhliðina því eftir smá viðspyrnu í voru hefur staðan aftur versnað í yfirstandandi útbreiðslu kórónuveirunnar. Seðlabankastjóri segir peningastefnuna með lækkun vaxta að undanförnu og öðrum aðgerðum hafa skilað sér vel inn á fasteignamarkaðinn síðustu mánuðina. „Það sem þarf núna er í rauninni meiri fyrirtækjalán og nýjar fjárfestingar. Við erum að vona það að vitneskja um bóluefni, að það sé á leiðinni, muni verða til þess að það skapist aðeins meiri vissa um framtíðina og við sjáum fyrirtæki byrja að fjárfesta. Við séum þá að sjá ný störf," segir seðlabankastjóri. Yfirstandandi bylja kórónuveirunnar hefur seinkað efnahagsbatanum að mati peningastefnunefndar sem spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár. Á punktalínunni á meðfylgjandi mynd sést hvernig bankinn spáði því í ágúst að landsframleiðsla færi að aukast hratt á næsta ári. En ný spá reiknar með að hagvexti seinki fram á lok næsta árs og verði ekki kominn á skrið fyrr en 2023. Þá fari verðbólga yfir fjögur prósent á næsta ári og verði ekki undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans fyrr en snemma árs 2022. Atvinnuleysi haldist mikið næstu misseri. „Við erum að gera ráð fyrir því núna að við séum ekki alveg að ná næsta sumri í ferðaþjónustu. Þetta gangi ekki nægjanlega hratt fyrir sig. Við erum ekki að sjá ferðaþjónustuna taka við sér fyrr en á seinni hluta næsta árs. Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur," segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira