Kórónuveira og kreppa stoppa ekki garðyrkjubændur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2020 21:16 Þrjár garðyrkjustöðvar í Reykholti eru að stækka gróðurhúsin sín um níu þúsund fermetra samtals. Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðyrkjubændur í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð láta ekki kórónuveiru og kreppu stöðva sig því nú eru þrjár garðyrkjustöðvar á staðnum að stækka við sig um níu þúsund fermetra. Þá er líka verið að byggja fjörutíu herbergja hótel í Reykholti. Garðyrkjustöðvarnar sem eru að stækka við sig eru Friðheimar sem er í tómataræktun, Gufuhlíð sem ræktar gúrkur og Espiflöt, sem ræktar blóm. Nú þegar lítið sem ekkert er að gera í ferðaþjónustunni á Friðheimum eru starfsmennirnir að byggja ný gróðurhús. „Þetta er stórt ár í sögu þorpsins, þessa litla þorps með rétt um 300 íbúa er verið að byggja upp gróðurhús á þremur stöðum, stækka garðyrkjustöðvarnar samtals um níu þúsund fermetra, þannig að það er mikil uppbygging. Fyrir utan þetta er verið að steypa sökkla fyrir 40 herbergja hóteli hér í þorpinu. Þannig að það er mjög sérstakt að þetta skuli allt detta inn á sama árið og mikið líf og mikið gaman í plássinu,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum. Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Knútur segir ástæða til að spíta í í garðyrkjunni því garðyrkjubændur finni það að íslenskir neytendur kunni vel að meta þeirra framleiðslu á tímum Covid-19. „Við erum að fylla upp í pínlegt gap, sem hefur verið á markaðnum í íslenskum tómötum síðustu árin. Þannig að við eigum að getað komið með svolítið góða innspýtingu þar inn, sem er bara mjög ánægjulegt því neytendur hafa kallað eftir meira af íslenskum tómötum.“ Þeir starfsmenn, sem hafi unnið við að þjóna ferðamönnum í Friðheimum eru núna komnir í að byggja nýju gróðurhúsin. „Já, það er skemmtilegt, kokkurinn okkar og sú sem sér um hestana hjá okkur eru í því að tengja ljósin saman í nýju gróðurhúsunum og þannig eru allir einhvern veginn tilbúin til að leggja hönd á plóg og síðan getur fólkið vonandi farið snemma á næsta ára til sinna starfa þar sem það var ráðið inn og komið þá sterk inn til baka,“ segir Knútur Rafn. Þeir sem störfuðu við ferðaþjónustu í Friðheimum áður en Covid-19 skall á starfa nú við byggingu nýju gróðurhúsanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
Garðyrkjubændur í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð láta ekki kórónuveiru og kreppu stöðva sig því nú eru þrjár garðyrkjustöðvar á staðnum að stækka við sig um níu þúsund fermetra. Þá er líka verið að byggja fjörutíu herbergja hótel í Reykholti. Garðyrkjustöðvarnar sem eru að stækka við sig eru Friðheimar sem er í tómataræktun, Gufuhlíð sem ræktar gúrkur og Espiflöt, sem ræktar blóm. Nú þegar lítið sem ekkert er að gera í ferðaþjónustunni á Friðheimum eru starfsmennirnir að byggja ný gróðurhús. „Þetta er stórt ár í sögu þorpsins, þessa litla þorps með rétt um 300 íbúa er verið að byggja upp gróðurhús á þremur stöðum, stækka garðyrkjustöðvarnar samtals um níu þúsund fermetra, þannig að það er mikil uppbygging. Fyrir utan þetta er verið að steypa sökkla fyrir 40 herbergja hóteli hér í þorpinu. Þannig að það er mjög sérstakt að þetta skuli allt detta inn á sama árið og mikið líf og mikið gaman í plássinu,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum. Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Knútur segir ástæða til að spíta í í garðyrkjunni því garðyrkjubændur finni það að íslenskir neytendur kunni vel að meta þeirra framleiðslu á tímum Covid-19. „Við erum að fylla upp í pínlegt gap, sem hefur verið á markaðnum í íslenskum tómötum síðustu árin. Þannig að við eigum að getað komið með svolítið góða innspýtingu þar inn, sem er bara mjög ánægjulegt því neytendur hafa kallað eftir meira af íslenskum tómötum.“ Þeir starfsmenn, sem hafi unnið við að þjóna ferðamönnum í Friðheimum eru núna komnir í að byggja nýju gróðurhúsin. „Já, það er skemmtilegt, kokkurinn okkar og sú sem sér um hestana hjá okkur eru í því að tengja ljósin saman í nýju gróðurhúsunum og þannig eru allir einhvern veginn tilbúin til að leggja hönd á plóg og síðan getur fólkið vonandi farið snemma á næsta ára til sinna starfa þar sem það var ráðið inn og komið þá sterk inn til baka,“ segir Knútur Rafn. Þeir sem störfuðu við ferðaþjónustu í Friðheimum áður en Covid-19 skall á starfa nú við byggingu nýju gróðurhúsanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent