Róbert Trausti látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2020 13:13 Róbert Trausti Árnason. Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiherra, fréttastjóri og forsetaritari er látinn. Róbert lést á líknardeild Landspítalans þann 23. október síðastliðinn, 69 ára að aldri. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Róbert Trausti fæddist í Reykjavík þann 24. apríl 1951, sonur Önnu Áslaugar Guðmundsdóttur og Árna Guðmundssonar. Hann lauk stúdentsprófi frá M.R. árið 1973 og BA-prófi frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 1979. Hann lauk MA-prófi í stjórnmálafræði frá Queen´s University í Kingston, Kanada, árið 1981. Róbert Trausti starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Atlantshafsbandalaginu í Brussel í Belgíu á árunum 1981 til 1986. Hann hóf síðan störf í utanríkisráðuneytinu og var skipaður sendiherra árið 1990. Árið 1996 var Róbert Trausti skipaður sendiherra Íslands í Danmörku og gegndi því starfi til ársins 1999 þegar hann tók við embætti forsetaritara. Róbert Trausti lét af því starfi í mars árið 2000 þegar hann varð forstjóri Keflavíkurverktaka. Róbert var um skeið þulur hjá Ríkisútvarpinu og síðar meir fréttastjóri á Hringbraut. Þá vann hann í níu ár hjá Samtökum atvinnulífsins sem verkefnastjóri Evrópumála. Róbert Trausti var sæmdur stórkrossi Dannebrogsorðunnar árið 1996. Eftirlifandi eiginkona Róberts Trausta er Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur. Útför Róberts Trausta verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 9. nóvember kl. 13. Aðeins nánustu aðstandendur verða viðstaddir en streymt verður frá athöfninni. Andlát Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiherra, fréttastjóri og forsetaritari er látinn. Róbert lést á líknardeild Landspítalans þann 23. október síðastliðinn, 69 ára að aldri. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Róbert Trausti fæddist í Reykjavík þann 24. apríl 1951, sonur Önnu Áslaugar Guðmundsdóttur og Árna Guðmundssonar. Hann lauk stúdentsprófi frá M.R. árið 1973 og BA-prófi frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 1979. Hann lauk MA-prófi í stjórnmálafræði frá Queen´s University í Kingston, Kanada, árið 1981. Róbert Trausti starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Atlantshafsbandalaginu í Brussel í Belgíu á árunum 1981 til 1986. Hann hóf síðan störf í utanríkisráðuneytinu og var skipaður sendiherra árið 1990. Árið 1996 var Róbert Trausti skipaður sendiherra Íslands í Danmörku og gegndi því starfi til ársins 1999 þegar hann tók við embætti forsetaritara. Róbert Trausti lét af því starfi í mars árið 2000 þegar hann varð forstjóri Keflavíkurverktaka. Róbert var um skeið þulur hjá Ríkisútvarpinu og síðar meir fréttastjóri á Hringbraut. Þá vann hann í níu ár hjá Samtökum atvinnulífsins sem verkefnastjóri Evrópumála. Róbert Trausti var sæmdur stórkrossi Dannebrogsorðunnar árið 1996. Eftirlifandi eiginkona Róberts Trausta er Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur. Útför Róberts Trausta verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 9. nóvember kl. 13. Aðeins nánustu aðstandendur verða viðstaddir en streymt verður frá athöfninni.
Andlát Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira