Ofurkýrin Staka með 14 þúsund lítra af mjólk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2020 20:00 Kýrin Staka, sem er einstakur gripur enda mjólkar hún og mjólkar eigendum sínum til mikillar ánægju. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrin Staka hefur verið eigendum sínum mikill happafengur því hún hefur mjólkað á síðustu tólf mánuðum tæplega 14 þúsund lítra af mjólk á meðan hin almenna kýr í landinu mjólkar að meðaltali um 6.500 lítra. Á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi er eitt glæsilegasta fjós landsins með um 210 kúm. Bændur búsins eru þeir Berglind Bjarnadóttir og Arnar Bjarni Eiríksson. Kýrnar hjá þeim mjólka almennt mjög vel en það er þó ein kýr, sem stendur upp úr, hún mjólkar og mjólkar og er afurðahæst allra kúa á Suðurlandi og næst hæst yfir landið með tæplega 14 þúsund lítra á síðustu 12 mánuðum. Kýrin heitir Staka, húfótt og mjög falleg. „Já, þetta er náttúrulega að mörgu leyti einstök kú. Hún er út af kyni, sem við erum búin að eiga svolítið lengi og við höfum leyft okkur að rækta út frá því. Kynbótastarf er háð pólitík en við erum ekki alltaf sammála pólitíkinni sem þar er rekin, þannig að það má segja að hluta til sé þetta afrakstur okkar eigin ræktunar,“ segir Arnar Bjarni. Arnar Bjarni og Berglind Bjarnadóttir, kúabændur í Gunnbjarnarholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er hún búin að vera að mjólka mikið? „Þetta er búið að vera met ár hjá henni núna, hún er svo sem ekki búin að ljúka mjaltaskeiði en hún fór núna í eitthvað liðlega 14 þúsund lítra og kemur til að fara á þessu mjaltaskeiði einhverjar 15 til 16 þúsund lítra.“ Staka er sex ára gömul og hefur átt þrjá kálfa og er gott dæmi um grip, sem allir kúabændur myndu vilja eiga í fjósinu sínu. „Þetta er bara eins með skepnur eins og mannfólkið, það fer engin á þennan stall nema vera skapríkur og hafa skoðanir á hlutnum, hún er mjög skoðanarík þessi blessaða kýr,“ segir Arnar Bjarni. Á sama tíma og Staka og bændurnir í Gunnbjarnarholti voru heimsóttir bar ein kýrin í fjósinu en árlega fæðast í Gunnbjarnarholti um 300 kálfar. Kálfurinn, sem var kvíga fékk strax nafnið Magnúsína í höfuðið á fréttamanninum, sem var að gera fréttina í Gunnbjarnarholti. Staka er mjög dugleg að fara í mjaltaþjónana í Gunnbjarnarholti en fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Kýrin Staka hefur verið eigendum sínum mikill happafengur því hún hefur mjólkað á síðustu tólf mánuðum tæplega 14 þúsund lítra af mjólk á meðan hin almenna kýr í landinu mjólkar að meðaltali um 6.500 lítra. Á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi er eitt glæsilegasta fjós landsins með um 210 kúm. Bændur búsins eru þeir Berglind Bjarnadóttir og Arnar Bjarni Eiríksson. Kýrnar hjá þeim mjólka almennt mjög vel en það er þó ein kýr, sem stendur upp úr, hún mjólkar og mjólkar og er afurðahæst allra kúa á Suðurlandi og næst hæst yfir landið með tæplega 14 þúsund lítra á síðustu 12 mánuðum. Kýrin heitir Staka, húfótt og mjög falleg. „Já, þetta er náttúrulega að mörgu leyti einstök kú. Hún er út af kyni, sem við erum búin að eiga svolítið lengi og við höfum leyft okkur að rækta út frá því. Kynbótastarf er háð pólitík en við erum ekki alltaf sammála pólitíkinni sem þar er rekin, þannig að það má segja að hluta til sé þetta afrakstur okkar eigin ræktunar,“ segir Arnar Bjarni. Arnar Bjarni og Berglind Bjarnadóttir, kúabændur í Gunnbjarnarholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er hún búin að vera að mjólka mikið? „Þetta er búið að vera met ár hjá henni núna, hún er svo sem ekki búin að ljúka mjaltaskeiði en hún fór núna í eitthvað liðlega 14 þúsund lítra og kemur til að fara á þessu mjaltaskeiði einhverjar 15 til 16 þúsund lítra.“ Staka er sex ára gömul og hefur átt þrjá kálfa og er gott dæmi um grip, sem allir kúabændur myndu vilja eiga í fjósinu sínu. „Þetta er bara eins með skepnur eins og mannfólkið, það fer engin á þennan stall nema vera skapríkur og hafa skoðanir á hlutnum, hún er mjög skoðanarík þessi blessaða kýr,“ segir Arnar Bjarni. Á sama tíma og Staka og bændurnir í Gunnbjarnarholti voru heimsóttir bar ein kýrin í fjósinu en árlega fæðast í Gunnbjarnarholti um 300 kálfar. Kálfurinn, sem var kvíga fékk strax nafnið Magnúsína í höfuðið á fréttamanninum, sem var að gera fréttina í Gunnbjarnarholti. Staka er mjög dugleg að fara í mjaltaþjónana í Gunnbjarnarholti en fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira