Hjónabandið ekki komið svo langt að mikið sé rifist Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2020 16:46 Þorvaldur Sigurðsson og Halldór Örn Tryggvason ræddu við Henry Birgi Gunnarsson. stöð 2 sport „Við eigum eftir að fara upp brekkur og niður þær en stigin munu koma, ég skal lofa því,“ segir Þorvaldur Sigurðsson, annar tveggja þjálfara handboltaliðs Þórs á Akureyri. Eftir að samstarfi Þórs og KA um Akureyri Handboltafélag lauk hófu Þórsarar að spila á ný undir eigin merkjum á síðustu leiktíð, og komust beint upp í Olís-deildina. Þorvaldur og Halldór Örn Tryggvason stýra liðinu saman og hafa farið ágætlega af stað með nýliðana á stóra sviðinu, en Þór er með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina. Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, tók þjálfarana tali í Akureyrarheimsókn sinni á dögunum: „Samstarfið gengur mjög vel. Við höfum gert þetta áður og þá gekk það mjög vel. Valdi hefur kannski aðra sögu að segja,“ sagði Halldór léttur. Þorvaldur tók undir og sagði þá lítið hafa rifist: „Þetta hjónaband er nú ekki alveg komið svo langt. Það hlýtur nú örugglega að koma sá tími hjá okkur að við lendum eitthvað uppi á móti hvor öðrum, en ég held að við séum það miklir félagar að við leysum það bara í bróðerni.“ Þórsarar eru mættir í deild þeirra bestu að nýju undir eigin merkjum.stöð 2 sport Búast má við því að Þórsarar verði í fallbaráttu í vetur en Henry spurði þjálfarana út í það hver framtíðarsýnin væri hjá félaginu og hvað það hefði í för með sér ef liðið félli: „Það er rosalega erfitt að segja núna, en við höldum bara áfram að byggja upp. Við erum með flotta yngri flokka, fullt af ungum drengjum sem eru tilbúnir að berjast fyrir klúbbinn,“ sagði Halldór. Vel gangi með rekstur yngri flokka í samkeppni við KA og aðrar íþróttagreinar. „Þetta er okkar annað ár undir merkjum Þórs. Fyrir mér hefur þetta mikla þýðingu. Ég er borinn og barnfæddur hérna upp frá og það er bara voðalega krúttlegt „concept“ að vera kominn heim og aftur undir merki Þórs. Við erum að búa til okkar gildi og okkar farveg, og það tekur bara tíma. Við höldum bara áfram,“ sagði Þorvaldur. Excel-skjalið segir eitt félag en skemmtilegra að hafa tvö Aðspurður hvort söknuður væri að Akureyri Handboltafélagi svaraði Þorvaldur: „Auðvitað er alltaf söknuður að einhverju sem að var gott og skemmtilegt, og samstaða um á sínum tíma, en maður þarf að kunna að setja það ofan í skúffu þegar það er búið. Það var flott „concept“ á meðan það var.“ Halldór viðurkenndi að líklega væri skynsamlegra að eitt handboltafélag væri á Akureyri í stað tveggja: „Excel-skjalið segir eitt en upp á skemmtilegheitin er betra að hafa tvö. Það er mjög þungur róður að hafa tvö lið en við getum það núna og þá höldum við áfram.“ Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Þorvaldur og Halldór Olís-deild karla Þór Akureyri Seinni bylgjan Tengdar fréttir Kominn í Olís deildina eftir hryggbrot og meira en tíu ára fjarveru frá handbolta Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur vakið athygli í vörn Þórsara í Olís deild karla í handbolta en hann á allt aðra sögu en flestir leikmenn deildarinnar. 27. október 2020 14:00 Topp fimm hjá Jóhanni Gunnari: Traustir menn í Olís deildinni sem gætu séð um börnin hans ef hann félli frá Jóhann Gunnar Einarsson setti saman fróðlegan topp fimm lista undir dramatískum formerkjum í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. 27. október 2020 12:30 Martha: Gat ekki hætt án þess að fá að njóta þess að spila síðasta leikinn Martha Hermannsdóttir gengur vel að spila handbolta í Olís deildinni meðfram því að reka tannlæknastofu. Hún hefur verið á leiðinni að hætta í mörg ár en er samt enn að spila með liði KA/Þór. 27. október 2020 11:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Við eigum eftir að fara upp brekkur og niður þær en stigin munu koma, ég skal lofa því,“ segir Þorvaldur Sigurðsson, annar tveggja þjálfara handboltaliðs Þórs á Akureyri. Eftir að samstarfi Þórs og KA um Akureyri Handboltafélag lauk hófu Þórsarar að spila á ný undir eigin merkjum á síðustu leiktíð, og komust beint upp í Olís-deildina. Þorvaldur og Halldór Örn Tryggvason stýra liðinu saman og hafa farið ágætlega af stað með nýliðana á stóra sviðinu, en Þór er með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina. Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, tók þjálfarana tali í Akureyrarheimsókn sinni á dögunum: „Samstarfið gengur mjög vel. Við höfum gert þetta áður og þá gekk það mjög vel. Valdi hefur kannski aðra sögu að segja,“ sagði Halldór léttur. Þorvaldur tók undir og sagði þá lítið hafa rifist: „Þetta hjónaband er nú ekki alveg komið svo langt. Það hlýtur nú örugglega að koma sá tími hjá okkur að við lendum eitthvað uppi á móti hvor öðrum, en ég held að við séum það miklir félagar að við leysum það bara í bróðerni.“ Þórsarar eru mættir í deild þeirra bestu að nýju undir eigin merkjum.stöð 2 sport Búast má við því að Þórsarar verði í fallbaráttu í vetur en Henry spurði þjálfarana út í það hver framtíðarsýnin væri hjá félaginu og hvað það hefði í för með sér ef liðið félli: „Það er rosalega erfitt að segja núna, en við höldum bara áfram að byggja upp. Við erum með flotta yngri flokka, fullt af ungum drengjum sem eru tilbúnir að berjast fyrir klúbbinn,“ sagði Halldór. Vel gangi með rekstur yngri flokka í samkeppni við KA og aðrar íþróttagreinar. „Þetta er okkar annað ár undir merkjum Þórs. Fyrir mér hefur þetta mikla þýðingu. Ég er borinn og barnfæddur hérna upp frá og það er bara voðalega krúttlegt „concept“ að vera kominn heim og aftur undir merki Þórs. Við erum að búa til okkar gildi og okkar farveg, og það tekur bara tíma. Við höldum bara áfram,“ sagði Þorvaldur. Excel-skjalið segir eitt félag en skemmtilegra að hafa tvö Aðspurður hvort söknuður væri að Akureyri Handboltafélagi svaraði Þorvaldur: „Auðvitað er alltaf söknuður að einhverju sem að var gott og skemmtilegt, og samstaða um á sínum tíma, en maður þarf að kunna að setja það ofan í skúffu þegar það er búið. Það var flott „concept“ á meðan það var.“ Halldór viðurkenndi að líklega væri skynsamlegra að eitt handboltafélag væri á Akureyri í stað tveggja: „Excel-skjalið segir eitt en upp á skemmtilegheitin er betra að hafa tvö. Það er mjög þungur róður að hafa tvö lið en við getum það núna og þá höldum við áfram.“ Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Þorvaldur og Halldór
Olís-deild karla Þór Akureyri Seinni bylgjan Tengdar fréttir Kominn í Olís deildina eftir hryggbrot og meira en tíu ára fjarveru frá handbolta Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur vakið athygli í vörn Þórsara í Olís deild karla í handbolta en hann á allt aðra sögu en flestir leikmenn deildarinnar. 27. október 2020 14:00 Topp fimm hjá Jóhanni Gunnari: Traustir menn í Olís deildinni sem gætu séð um börnin hans ef hann félli frá Jóhann Gunnar Einarsson setti saman fróðlegan topp fimm lista undir dramatískum formerkjum í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. 27. október 2020 12:30 Martha: Gat ekki hætt án þess að fá að njóta þess að spila síðasta leikinn Martha Hermannsdóttir gengur vel að spila handbolta í Olís deildinni meðfram því að reka tannlæknastofu. Hún hefur verið á leiðinni að hætta í mörg ár en er samt enn að spila með liði KA/Þór. 27. október 2020 11:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Kominn í Olís deildina eftir hryggbrot og meira en tíu ára fjarveru frá handbolta Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur vakið athygli í vörn Þórsara í Olís deild karla í handbolta en hann á allt aðra sögu en flestir leikmenn deildarinnar. 27. október 2020 14:00
Topp fimm hjá Jóhanni Gunnari: Traustir menn í Olís deildinni sem gætu séð um börnin hans ef hann félli frá Jóhann Gunnar Einarsson setti saman fróðlegan topp fimm lista undir dramatískum formerkjum í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. 27. október 2020 12:30
Martha: Gat ekki hætt án þess að fá að njóta þess að spila síðasta leikinn Martha Hermannsdóttir gengur vel að spila handbolta í Olís deildinni meðfram því að reka tannlæknastofu. Hún hefur verið á leiðinni að hætta í mörg ár en er samt enn að spila með liði KA/Þór. 27. október 2020 11:00