Hitnar undir Zidane og Raúl bíður átekta á kantinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2020 09:00 Zinedine Zidane hefur um nóg að hugsa þessa dagana. getty/Diego Souto Aðeins þremur mánuðum eftir að hafa gert Real Madrid að Spánarmeisturum er talað um að starf Zinedines Zidane, knattspyrnustjóra liðsins, sé í hættu. Real Madrid, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, sækir Barcelona heim klukkan 14:00 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. El Clásico er alltaf risastór viðburður en það hefur oftast verið bjartara yfir risunum sem etja þar kappi en nú. Liðin töpuðu bæði í spænsku úrvalsdeildinni fyrir viku, Barcelona 1-0 fyrir Getafe og Real Madrid með sömu markatölu fyrir nýliðum Cádiz. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem bæði Barcelona og Real Madrid tapa á sama degi án þess að skora. Börsungar rifu sig upp í Meistaradeildinni í miðri viku og rúlluðu yfir Ferencváros frá Ungverjalandi, 5-1. Vont varð hins vegar verra fyrir Real Madrid sem tapaði fyrir Shakhtar Donetsk á heimavelli, 2-3. Madrídingar voru 0-3 undir í hálfleik gegn úkraínsku meisturunum sem voru án tíu leikmanna vegna kórónuveirunnar. Bæði spænska íþróttablaðið AS og L'Équipe í Frakklandi segja að starf Zidanes sé í hættu eftir ófarir síðustu tveggja leikja. Mauricio Pochettino og Raúl hafa verið nefndir sem mögulegir eftirmenn Zidanes. Raúl er þjálfari Castilla, varaliðs Real Madrid, og er goðsögn hjá félaginu. Hann er leikjahæstur í sögu Real Madrid og sá næstmarkahæsti. Ef Raúl verður ráðinn má segja að Florentino Pérez, forseti Real Madrid, fari svipaða leið og þegar hann réði Zidane á sínum tíma. Þeir eru báðir miklar Real Madrid-hetjur og þjálfuðu varalið félagsins. Raddirnar um að Raúl eigi að taka við Real Madrid verða sífellt háværari.getty/Jonathan Moscrop Það væri mjög hart ef Zidane yrði látinn taka pokann sinn enda gerði að hann Real Madrid að Spánarmeisturum á síðasta tímabili á síðasta tímabili og hefur alls unnið ellefu titla sem stjóri liðsins, þar af Meistaradeildina í þrígang. En þrátt fyrir frábæran árangur á stuttum stjóraferli virðast alltaf vera efasemdir um hversu góður stjóri Zidane er í raun og veru. Real Madrid varð Spánarmeistari á síðasta tímabili á eins lítinn Real Madrid-hátt og mögulegt er. Liðið spilaði frábæran varnarleik og tólf af 26 sigurleikjum þess voru með einu marki. Alls 21 leikmaður skoraði fyrir Real Madrid á síðasta tímabili en fyrir utan Karim Benzema (21 mark) og Sergio Ramos (11 mörk) skoraði enginn meira en fjögur mörk. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, með Spánarmeistarabikarinn.getty/Ricardo Nogueira Eden Hazard, stóru kaup Real Madrid sumarið 2019, gerði ekkert á sínu fyrsta tímabili á Santiago Bernabéu og hefur ekki spilað neitt í vetur vegna meiðsla. Norðmaðurinn Martin Ødegaard, sem sneri aftur til Real Madrid í sumar eftir vel heppnaða lánsdvöl hjá Real Sociedad, er sömuleiðis meiddur. Brassarnir ungu Rodrygo og Vinícius Júnior eiga enn nokkuð í land, Luka Jovic hefur ekki náð neinu flugi hjá Real Madrid og leikmenn á borð við Marco Asensio og Isco virðast hafa staðnað. Real Madrid er því gríðarlega háð Benzema í sóknarleiknum. Zidane er enn að leita að réttu blöndunni, gerir margar breytingar milli í leikja og í leiknum gegn Cádíz gerði hann fjórfalda skiptingu í hálfleik. Úr leik seinni leik Real Madrid og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Madrídingar unnu leikinn, 2-0, með mörkum Vinícius Júnior og Marianos Díaz.getty/Burak Akbulut Þótt allt sé í steik utan vallar hjá Börsungum eru þeir í betri málum innan vallar en erkifjendurnir frá höfuðborginni. Ronald Koeman hefur aðeins hrist upp í leikmannahópnum, liðið er enn með Lionel Messi og engin takmörk virðast fyrir því hversu langt ungstirnið Ansu Fati getur náð. Madrídingar geta þó huggað sig við það að þeir hafa aldrei tapað á Nývangi undir stjórn Zidanes. Í fimm leikjum í Barcelona hefur Real Madrid unnið tvo og gert þrjú jafntefli. En sá franski hefur aldrei þurft jafn mikið á góðum úrslitum á Nývangi að halda og í dag. Spænski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Aðeins þremur mánuðum eftir að hafa gert Real Madrid að Spánarmeisturum er talað um að starf Zinedines Zidane, knattspyrnustjóra liðsins, sé í hættu. Real Madrid, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, sækir Barcelona heim klukkan 14:00 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. El Clásico er alltaf risastór viðburður en það hefur oftast verið bjartara yfir risunum sem etja þar kappi en nú. Liðin töpuðu bæði í spænsku úrvalsdeildinni fyrir viku, Barcelona 1-0 fyrir Getafe og Real Madrid með sömu markatölu fyrir nýliðum Cádiz. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem bæði Barcelona og Real Madrid tapa á sama degi án þess að skora. Börsungar rifu sig upp í Meistaradeildinni í miðri viku og rúlluðu yfir Ferencváros frá Ungverjalandi, 5-1. Vont varð hins vegar verra fyrir Real Madrid sem tapaði fyrir Shakhtar Donetsk á heimavelli, 2-3. Madrídingar voru 0-3 undir í hálfleik gegn úkraínsku meisturunum sem voru án tíu leikmanna vegna kórónuveirunnar. Bæði spænska íþróttablaðið AS og L'Équipe í Frakklandi segja að starf Zidanes sé í hættu eftir ófarir síðustu tveggja leikja. Mauricio Pochettino og Raúl hafa verið nefndir sem mögulegir eftirmenn Zidanes. Raúl er þjálfari Castilla, varaliðs Real Madrid, og er goðsögn hjá félaginu. Hann er leikjahæstur í sögu Real Madrid og sá næstmarkahæsti. Ef Raúl verður ráðinn má segja að Florentino Pérez, forseti Real Madrid, fari svipaða leið og þegar hann réði Zidane á sínum tíma. Þeir eru báðir miklar Real Madrid-hetjur og þjálfuðu varalið félagsins. Raddirnar um að Raúl eigi að taka við Real Madrid verða sífellt háværari.getty/Jonathan Moscrop Það væri mjög hart ef Zidane yrði látinn taka pokann sinn enda gerði að hann Real Madrid að Spánarmeisturum á síðasta tímabili á síðasta tímabili og hefur alls unnið ellefu titla sem stjóri liðsins, þar af Meistaradeildina í þrígang. En þrátt fyrir frábæran árangur á stuttum stjóraferli virðast alltaf vera efasemdir um hversu góður stjóri Zidane er í raun og veru. Real Madrid varð Spánarmeistari á síðasta tímabili á eins lítinn Real Madrid-hátt og mögulegt er. Liðið spilaði frábæran varnarleik og tólf af 26 sigurleikjum þess voru með einu marki. Alls 21 leikmaður skoraði fyrir Real Madrid á síðasta tímabili en fyrir utan Karim Benzema (21 mark) og Sergio Ramos (11 mörk) skoraði enginn meira en fjögur mörk. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, með Spánarmeistarabikarinn.getty/Ricardo Nogueira Eden Hazard, stóru kaup Real Madrid sumarið 2019, gerði ekkert á sínu fyrsta tímabili á Santiago Bernabéu og hefur ekki spilað neitt í vetur vegna meiðsla. Norðmaðurinn Martin Ødegaard, sem sneri aftur til Real Madrid í sumar eftir vel heppnaða lánsdvöl hjá Real Sociedad, er sömuleiðis meiddur. Brassarnir ungu Rodrygo og Vinícius Júnior eiga enn nokkuð í land, Luka Jovic hefur ekki náð neinu flugi hjá Real Madrid og leikmenn á borð við Marco Asensio og Isco virðast hafa staðnað. Real Madrid er því gríðarlega háð Benzema í sóknarleiknum. Zidane er enn að leita að réttu blöndunni, gerir margar breytingar milli í leikja og í leiknum gegn Cádíz gerði hann fjórfalda skiptingu í hálfleik. Úr leik seinni leik Real Madrid og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Madrídingar unnu leikinn, 2-0, með mörkum Vinícius Júnior og Marianos Díaz.getty/Burak Akbulut Þótt allt sé í steik utan vallar hjá Börsungum eru þeir í betri málum innan vallar en erkifjendurnir frá höfuðborginni. Ronald Koeman hefur aðeins hrist upp í leikmannahópnum, liðið er enn með Lionel Messi og engin takmörk virðast fyrir því hversu langt ungstirnið Ansu Fati getur náð. Madrídingar geta þó huggað sig við það að þeir hafa aldrei tapað á Nývangi undir stjórn Zidanes. Í fimm leikjum í Barcelona hefur Real Madrid unnið tvo og gert þrjú jafntefli. En sá franski hefur aldrei þurft jafn mikið á góðum úrslitum á Nývangi að halda og í dag.
Spænski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira