Vilja starfshóp um aukin atvinnuréttindi erlendra aðila Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2020 21:24 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Auk hennar eru olbeinn Óttarsson Proppé, Ari Trausti Guðmundsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir flutningsmenn tillögunnar. Vísir/Vilhelm Sex þingmenn VG lögðu í dag fram þingsályktunartillögu um að skipaður yrði starfshópur sem gera ætti tillögur um það hvernig auka megi atvinnuréttindi ríkisborgara ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA og Færeyja. Í greinargerð ályktunarinnar segir að erfitt sé fyrir það fólk sem um ræðir að fá atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi og vísbendingar séu um að fólk sem hingað leiti í þeim tilgangi reyni aðrar leiðir. Þar á meðal að sækja um alþjóðlega vernd. Í greinargerðinni segir að fólksflutningar hafi aukist mjög síðustu ár og þá vegna styrjalda, borgarastríða, skertra mannréttinda og loftslagsvár. „Nauðsynlegt er að boðið sé upp á ólíkar leiðir fyrir fólk í ólíkum aðstæðum til að setjast að hér á landi, hvort sem það er til skemmri eða lengri tíma. Telja verður að það verði ekki eingöngu þeim til bóta sem óska þess fyrst og fremst að koma hingað til að starfa heldur mun sú þekking og reynsla sem það fólk býr yfir auðga menningu okkar, efnahag og samfélag. Í ljósi þessara sjónarmiða telja flutningsmenn mikilvægt að hafin verði vinna við að kanna breytingar á atvinnuréttindum útlendinga til frambúðar,“ segir í greinargerðinni. Einnig segir að mikilvægt sé að skoða hvort breyta eigi því fyrirkomulagi að tímabundið atvinnuleyfi fólks sé bundið við tiltekinn atvinnurekanda. Það leiði oft til aukins aðstöðumunar milli atvinnurekenda og starfsmanna. Starfshópurinn yrði skipaður af félags- og barnamálaráðherra og í honum ættu sæti fulltrúar Alþýðusambands Íslands, BSRB, BHM, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka íslenskra sveitarfélagaforsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Formaður hópsins yrði skipaður af ráðherra. Þá ætti hópurinn að skila tillögum sínum fyrir 1. júní á næsta ári og ráðherra ætti að kynna þær fyrir þingmönnum á haustþingi. Flutningsmenn tillögunnar eru þau Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir. Alþingi Efnahagsmál Innflytjendamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sex þingmenn VG lögðu í dag fram þingsályktunartillögu um að skipaður yrði starfshópur sem gera ætti tillögur um það hvernig auka megi atvinnuréttindi ríkisborgara ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA og Færeyja. Í greinargerð ályktunarinnar segir að erfitt sé fyrir það fólk sem um ræðir að fá atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi og vísbendingar séu um að fólk sem hingað leiti í þeim tilgangi reyni aðrar leiðir. Þar á meðal að sækja um alþjóðlega vernd. Í greinargerðinni segir að fólksflutningar hafi aukist mjög síðustu ár og þá vegna styrjalda, borgarastríða, skertra mannréttinda og loftslagsvár. „Nauðsynlegt er að boðið sé upp á ólíkar leiðir fyrir fólk í ólíkum aðstæðum til að setjast að hér á landi, hvort sem það er til skemmri eða lengri tíma. Telja verður að það verði ekki eingöngu þeim til bóta sem óska þess fyrst og fremst að koma hingað til að starfa heldur mun sú þekking og reynsla sem það fólk býr yfir auðga menningu okkar, efnahag og samfélag. Í ljósi þessara sjónarmiða telja flutningsmenn mikilvægt að hafin verði vinna við að kanna breytingar á atvinnuréttindum útlendinga til frambúðar,“ segir í greinargerðinni. Einnig segir að mikilvægt sé að skoða hvort breyta eigi því fyrirkomulagi að tímabundið atvinnuleyfi fólks sé bundið við tiltekinn atvinnurekanda. Það leiði oft til aukins aðstöðumunar milli atvinnurekenda og starfsmanna. Starfshópurinn yrði skipaður af félags- og barnamálaráðherra og í honum ættu sæti fulltrúar Alþýðusambands Íslands, BSRB, BHM, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka íslenskra sveitarfélagaforsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Formaður hópsins yrði skipaður af ráðherra. Þá ætti hópurinn að skila tillögum sínum fyrir 1. júní á næsta ári og ráðherra ætti að kynna þær fyrir þingmönnum á haustþingi. Flutningsmenn tillögunnar eru þau Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir.
Alþingi Efnahagsmál Innflytjendamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira