Væri óheppilegt að opna aftur „aðaluppsprettu faraldursins“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2020 12:24 Líkamsræktarstöðvum var gert að loka í byrjun október. Kórónuveirusmit hafa verið rakin til margra slíkra stöðva, að sögn sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. Þá kveðst hann munu ræða betur við heilbrigðisráðuneytið um misræmi í reglugerð ráðuneytisins og tilmæla hans varðandi líkamsræktarstöðvar og íþróttaiðkun. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ný reglugerð um aðgerðir og takmarkanir vegna kórónuveirunnar tekur gildi á landinu á morgun, 19. október. Fram kemur í reglugerðinni sem birt var á vef heilbrigðisráðuneytisins í gær að heimilt sé með skilyrðum að stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu „ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil,“ segir á vef stjórnarráðsins. Sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sem hann skilaði til ráðherra í síðustu viku að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar verði lokaðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá verði æfingar og keppni í íþróttum „inni sem úti hjá börnum og fullorðnum sem krefst snertingar“ ekki heimilar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.Lögreglan Smit rakin til margra líkamsræktarstöðva Þórólfi var bent á á upplýsingafundinum í morgun að mörgum þætti misvísandi upplýsingar um íþróttastarf koma fram í reglugerð annars vegar og tilmælum hans hins vegar. Þannig bæri til dæmis á því að forsvarsmenn líkamsræktarstöðva, sem og iðkendur, skilji ekki muninn á reglugerðinni og tilmælum hans. Spurður að því hvort þetta gæti ekki flokkast sem upplýsingaóreiða, einkum í ljósi þess að aðgerðirnar tækju gildi á morgun, sagði Þórólfur að hægt væri að taka undir það. Hann benti þó á að tillögur hans væru eitt en reglugerð ráðuneytisins annað. „Ég hef sagt það áður að mér finnst ekkert óeðlilegt þótt reglugerð ráðuneytisins sé einhvern veginn öðruvísi og taki tillit til annarra þátta en kom nákvæmlega fram í tillögum mínum. En það verður þá að vera ljóst og skýrt,“ sagði Þórólfur. Hann teldi þó alls ekki ráðlegt að opna líkamsræktarstöðvar. „Það er alveg ljóst í mínum huga að við erum með aðaluppsprettu faraldursins sem er núna frá líkamsræktarstöðvum, ekki bara einni heldur fleirum. Og þetta er sú starfsemi sem ég held að væri ekki mjög heppilegt að fari aftur í gang núna með þá vitneskju. Það er það sem við þurfum að ræða betur við ráðuneytið,“ sagði Þórólfur. Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. Þá kveðst hann munu ræða betur við heilbrigðisráðuneytið um misræmi í reglugerð ráðuneytisins og tilmæla hans varðandi líkamsræktarstöðvar og íþróttaiðkun. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ný reglugerð um aðgerðir og takmarkanir vegna kórónuveirunnar tekur gildi á landinu á morgun, 19. október. Fram kemur í reglugerðinni sem birt var á vef heilbrigðisráðuneytisins í gær að heimilt sé með skilyrðum að stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu „ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil,“ segir á vef stjórnarráðsins. Sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sem hann skilaði til ráðherra í síðustu viku að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar verði lokaðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá verði æfingar og keppni í íþróttum „inni sem úti hjá börnum og fullorðnum sem krefst snertingar“ ekki heimilar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.Lögreglan Smit rakin til margra líkamsræktarstöðva Þórólfi var bent á á upplýsingafundinum í morgun að mörgum þætti misvísandi upplýsingar um íþróttastarf koma fram í reglugerð annars vegar og tilmælum hans hins vegar. Þannig bæri til dæmis á því að forsvarsmenn líkamsræktarstöðva, sem og iðkendur, skilji ekki muninn á reglugerðinni og tilmælum hans. Spurður að því hvort þetta gæti ekki flokkast sem upplýsingaóreiða, einkum í ljósi þess að aðgerðirnar tækju gildi á morgun, sagði Þórólfur að hægt væri að taka undir það. Hann benti þó á að tillögur hans væru eitt en reglugerð ráðuneytisins annað. „Ég hef sagt það áður að mér finnst ekkert óeðlilegt þótt reglugerð ráðuneytisins sé einhvern veginn öðruvísi og taki tillit til annarra þátta en kom nákvæmlega fram í tillögum mínum. En það verður þá að vera ljóst og skýrt,“ sagði Þórólfur. Hann teldi þó alls ekki ráðlegt að opna líkamsræktarstöðvar. „Það er alveg ljóst í mínum huga að við erum með aðaluppsprettu faraldursins sem er núna frá líkamsræktarstöðvum, ekki bara einni heldur fleirum. Og þetta er sú starfsemi sem ég held að væri ekki mjög heppilegt að fari aftur í gang núna með þá vitneskju. Það er það sem við þurfum að ræða betur við ráðuneytið,“ sagði Þórólfur.
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira