Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2020 19:20 Fjármálaráðherra segir áform Íslendinga um aukin útflutning landbúnaðarafurða til Evrópusambandsins, eftir að gerður var tollasamningur við sambandið, ekki hafa gengið eftir. Engin ákvörðun hafi verið tekin um að segja samningnum upp. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í tollasamninga við Evrópusambandið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það gerði hann í ljósi viðbragða samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við misbresti á framkvæmd samningsins. En Sigurður Ingi Jóhhannsson formaður Framsóknarflokksins lýsti þeirri skoðun sinni í blaðagrein að réttast væri að segja upp samningi Íslands við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum í ljósi reynslunnar. Jón Steindór Valdimarsson vildi vita hvort ríkisstjórnin hefði rætt að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið.Vísir/Vilhelm „Hefur þetta komið til tals innan ríkisstjórnarinnar að segja upp þessum samningi. Jafnframt vil ég spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins hvort komi til greina að hálfu Sjálfstæðisflokksins að fara í þá vegferð að segja upp þessum tollasamningi,“ sagði Jón Steindór. Fjármálaráðherra sagði að fram hefðu komið almennar ábendingar um að útflutningstölur frá Evrópusambandinu til Íslands væru aðrar en tölur héðan um innflutng frá sambandinu. Þetta væri í skoðun. „Ég tel að það sé alveg ljóst að áform okkar um að nýta tollasamninginn við Evrópusambandið hafi ekki gengið eftir hvað varðar útflutning okkar Íslendinga. Breytingin sem hefur orðið Evrópusambands megin við það að Bretar stigu út úr Evrópusambandinu kallar líka á einhver viðbrögð. Á þessari stundu hefur engin ákvörðun verið tekin um að segja upp þessum samningi af okkar hálfu. Ég tel að það ætti miklu frekar að tala um að reyna að endursemja og reyna að bregðast við því sem breytt er frá því samningurinn var gerður. En í augnablikinu er eingöngu um að ræða óformlegt samráð við alla hagsmunaaðila,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fjármálaráðherra segir í skoðun hvers vegna tölur um útflutning frá Evrópusambandinu til Íslands ber ekki saman við tölur hér á landi við innflutning frá ríkjum sambandsins.Vísir/Vilhelm Landbúnaður Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fjármálaráðherra segir áform Íslendinga um aukin útflutning landbúnaðarafurða til Evrópusambandsins, eftir að gerður var tollasamningur við sambandið, ekki hafa gengið eftir. Engin ákvörðun hafi verið tekin um að segja samningnum upp. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í tollasamninga við Evrópusambandið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það gerði hann í ljósi viðbragða samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við misbresti á framkvæmd samningsins. En Sigurður Ingi Jóhhannsson formaður Framsóknarflokksins lýsti þeirri skoðun sinni í blaðagrein að réttast væri að segja upp samningi Íslands við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum í ljósi reynslunnar. Jón Steindór Valdimarsson vildi vita hvort ríkisstjórnin hefði rætt að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið.Vísir/Vilhelm „Hefur þetta komið til tals innan ríkisstjórnarinnar að segja upp þessum samningi. Jafnframt vil ég spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins hvort komi til greina að hálfu Sjálfstæðisflokksins að fara í þá vegferð að segja upp þessum tollasamningi,“ sagði Jón Steindór. Fjármálaráðherra sagði að fram hefðu komið almennar ábendingar um að útflutningstölur frá Evrópusambandinu til Íslands væru aðrar en tölur héðan um innflutng frá sambandinu. Þetta væri í skoðun. „Ég tel að það sé alveg ljóst að áform okkar um að nýta tollasamninginn við Evrópusambandið hafi ekki gengið eftir hvað varðar útflutning okkar Íslendinga. Breytingin sem hefur orðið Evrópusambands megin við það að Bretar stigu út úr Evrópusambandinu kallar líka á einhver viðbrögð. Á þessari stundu hefur engin ákvörðun verið tekin um að segja upp þessum samningi af okkar hálfu. Ég tel að það ætti miklu frekar að tala um að reyna að endursemja og reyna að bregðast við því sem breytt er frá því samningurinn var gerður. En í augnablikinu er eingöngu um að ræða óformlegt samráð við alla hagsmunaaðila,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fjármálaráðherra segir í skoðun hvers vegna tölur um útflutning frá Evrópusambandinu til Íslands ber ekki saman við tölur hér á landi við innflutning frá ríkjum sambandsins.Vísir/Vilhelm
Landbúnaður Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00