Spilar á miðjunni með fyrirmyndinni sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2020 12:31 Alexandra Jóhannsdóttir í leiknum gegn Lettlandi í síðasta mánuði. Hún skoraði eitt marka Íslands í 9-0 sigri. vísir/vilhelm Alexandra Jóhannsdóttir hefur stimplað sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á undanförnum mánuðum. Hún byrjaði báða leikina í síðustu landsleikjahrinu, gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM, og lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjunum. Alexandra skoraði eitt mark í 9-0 sigrinum á Lettum og lék svo vel í 1-1 jafnteflinu við Svía, bronslið síðasta heimsmeistaramóts. Alexandra var gestur Pepsi Max marka kvenna í fyrradag ásamt landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni. Þegar Helena Ólafsdóttir spurði Alexöndru hver fyrirmynd hennar væri stóð ekki á svari hjá henni. „Sara Björk [Gunnarsdóttir] sem spilar með mér á miðjunni,“ sagði Alexandra. Líkt og Sara kemur Alexandra úr Haukum og líkt og Sara fór hún þaðan til Breiðabliks. Alexandra er á sínu þriðja tímabili hjá Blikum en óvíst er hvort hún verður þar áfram. Hún vildi þó lítið gefa upp þegar Helena spurði hvort hann væri farin að hugsa sér til hreyfings. „Ég held að það komi bara í ljós. Það er verið að vinna í einhverju en það kemur bara í ljós,“ sagði Alexandra sem var svo spurð hver draumadeildin væri. „Það er margt sem heillar. Það eru nokkur tilboð í gangi en ekkert ákveðið og þetta er enn smá óljóst,“ sagði Alexandra. Hafnfirðingurinn tvítugi hefur leikið sjö A-landsleiki og skorað tvö mörk, bæði gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021. Alexandra og stöllur hennar í Breiðabliki eru með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar kvenna og eiga auk þess leik til góða á liðið í 2. sæti, Val. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Alexandra um fyrirmyndina EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Dreymir um Meistaradeildina og ákveður eftir tímabilið hvort hún verður áfram Elísabet Gunnarsdóttir ætlar að koma Kristianstad í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. 14. október 2020 14:25 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Sjá meira
Alexandra Jóhannsdóttir hefur stimplað sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á undanförnum mánuðum. Hún byrjaði báða leikina í síðustu landsleikjahrinu, gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM, og lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjunum. Alexandra skoraði eitt mark í 9-0 sigrinum á Lettum og lék svo vel í 1-1 jafnteflinu við Svía, bronslið síðasta heimsmeistaramóts. Alexandra var gestur Pepsi Max marka kvenna í fyrradag ásamt landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni. Þegar Helena Ólafsdóttir spurði Alexöndru hver fyrirmynd hennar væri stóð ekki á svari hjá henni. „Sara Björk [Gunnarsdóttir] sem spilar með mér á miðjunni,“ sagði Alexandra. Líkt og Sara kemur Alexandra úr Haukum og líkt og Sara fór hún þaðan til Breiðabliks. Alexandra er á sínu þriðja tímabili hjá Blikum en óvíst er hvort hún verður þar áfram. Hún vildi þó lítið gefa upp þegar Helena spurði hvort hann væri farin að hugsa sér til hreyfings. „Ég held að það komi bara í ljós. Það er verið að vinna í einhverju en það kemur bara í ljós,“ sagði Alexandra sem var svo spurð hver draumadeildin væri. „Það er margt sem heillar. Það eru nokkur tilboð í gangi en ekkert ákveðið og þetta er enn smá óljóst,“ sagði Alexandra. Hafnfirðingurinn tvítugi hefur leikið sjö A-landsleiki og skorað tvö mörk, bæði gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021. Alexandra og stöllur hennar í Breiðabliki eru með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar kvenna og eiga auk þess leik til góða á liðið í 2. sæti, Val. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Alexandra um fyrirmyndina
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Dreymir um Meistaradeildina og ákveður eftir tímabilið hvort hún verður áfram Elísabet Gunnarsdóttir ætlar að koma Kristianstad í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. 14. október 2020 14:25 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Sjá meira
Dreymir um Meistaradeildina og ákveður eftir tímabilið hvort hún verður áfram Elísabet Gunnarsdóttir ætlar að koma Kristianstad í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. 14. október 2020 14:25