Laxveiðin svipuð og í meðalári og mun betri en í fyrra Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. október 2020 12:34 Metveiði í Eystri-Rangá dregur veiðitölur ársins duglega upp. Vísir/KL Aukning varð í laxveiði hér á landi miðað við í fyrra og var heildarfjöldi stangveiddra laxa um 42.800 fiskar, sem er um fjörutíu og sex prósenta aukning frá fyrra ári. Þetta kemur fram í nýjum bráðabirgðatölum frá Hafrannsóknarstofnun sem birtar voru í morgun. Þar segir að aukning hafi verið í veiði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi eystra og mest varð aukningin á Suðurlandi. Laxveiðitímabilinu er nú lokið í flestum ám landsins. Enn er þó veitt í ám þar sem uppistaðan í veiðinni er lax úr sleppingum gönguseiða, en þar stendur veiðin fram til 20. október. Ef marka má bráðabirgðatölurnar er veiðin í ár nærri meðalveiðinni frá árinu 1974 og batnaði veiðin um þrettán þúsund og fimmhundruð laxa miðað við árið í fyrra. Metveiði í Eystri-Rangá Í tölum um heildarlaxveiði eru taldir villtir laxar, laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði. Umtalsverð aukning varð í laxveiði í ám sem byggja veiði á sleppingum gönguseiða og var veiðin í þeim ám alls um 14.200 laxar og munar þar mest um að metveiði var í Eystri-Rangá þar sem um 8.600 laxar hafa veiðst en veiði í hafbeitaránum er ekki lokið. Þegar litið er til veiða á villtum laxi eingöngu (ekki úr seiðasleppingum), að teknu tilliti til endurveiddra laxa, er heildarstangveiði villtra laxa árið 2020 um 23.500 laxar, sem er sjötta minnsta stangveiði villtra laxa frá því farið var að skrá veiði í rafrænan gagnagrunn. Stangveiði Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Aukning varð í laxveiði hér á landi miðað við í fyrra og var heildarfjöldi stangveiddra laxa um 42.800 fiskar, sem er um fjörutíu og sex prósenta aukning frá fyrra ári. Þetta kemur fram í nýjum bráðabirgðatölum frá Hafrannsóknarstofnun sem birtar voru í morgun. Þar segir að aukning hafi verið í veiði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi eystra og mest varð aukningin á Suðurlandi. Laxveiðitímabilinu er nú lokið í flestum ám landsins. Enn er þó veitt í ám þar sem uppistaðan í veiðinni er lax úr sleppingum gönguseiða, en þar stendur veiðin fram til 20. október. Ef marka má bráðabirgðatölurnar er veiðin í ár nærri meðalveiðinni frá árinu 1974 og batnaði veiðin um þrettán þúsund og fimmhundruð laxa miðað við árið í fyrra. Metveiði í Eystri-Rangá Í tölum um heildarlaxveiði eru taldir villtir laxar, laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði. Umtalsverð aukning varð í laxveiði í ám sem byggja veiði á sleppingum gönguseiða og var veiðin í þeim ám alls um 14.200 laxar og munar þar mest um að metveiði var í Eystri-Rangá þar sem um 8.600 laxar hafa veiðst en veiði í hafbeitaránum er ekki lokið. Þegar litið er til veiða á villtum laxi eingöngu (ekki úr seiðasleppingum), að teknu tilliti til endurveiddra laxa, er heildarstangveiði villtra laxa árið 2020 um 23.500 laxar, sem er sjötta minnsta stangveiði villtra laxa frá því farið var að skrá veiði í rafrænan gagnagrunn.
Stangveiði Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira