Hafið gleypti geitina Bjarni Bjarnason skrifar 8. október 2020 22:57 Tólftu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO lauk er HaFiÐ mætti GOAT. Var kortið Train valið sem heimavöllur af Hafinu og sýndu þeir mikla yfirburði þar. Lokastaðan var HaFiÐ 16 - 3 GOAT. Hafið hóf leikinn í vörn (Counter-terrorist) og voru fyrstu loturnar í leiknum jafnar. Fljótt varð varnarleikur Hafsins þó GOAT mönnum um of. Liðsmenn Hafsins voru duglegir að sækja sér upplýsingar með pressu á réttum tímum. Og oftar en ekki skilaði pressan þeim fellum sem að tóku bitið úr sóknarleik GOAT. Liðsmaður Hafsins allee (Alfreð Leó Svansson) hélt vörninni í lás með frábærum töktum á vappanum (AWP - sniper). Til marks um það tókst GOAT einungis að vinna þrjár lotur í leikhluta sem Hafið átti. Staðan í hálfleik var Hafið 12 - 3 GOAT. Ölduganginum í Hafinu linnti ekki í seinni hálfleik, en með b0ndi (Páll Sindri Einarsson) og allee (Alfreð Leó Svansson) í fararbroddi gátu GOAT menn enga björg sér veitt. Hafið sótti þær fimm lotur sem þeir þurftu til að klára leikinn og sigruðu á sannfærandi máta. Lokastaðan Hafið 16 - 3 GOAT. Vodafone-deildin Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport
Tólftu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO lauk er HaFiÐ mætti GOAT. Var kortið Train valið sem heimavöllur af Hafinu og sýndu þeir mikla yfirburði þar. Lokastaðan var HaFiÐ 16 - 3 GOAT. Hafið hóf leikinn í vörn (Counter-terrorist) og voru fyrstu loturnar í leiknum jafnar. Fljótt varð varnarleikur Hafsins þó GOAT mönnum um of. Liðsmenn Hafsins voru duglegir að sækja sér upplýsingar með pressu á réttum tímum. Og oftar en ekki skilaði pressan þeim fellum sem að tóku bitið úr sóknarleik GOAT. Liðsmaður Hafsins allee (Alfreð Leó Svansson) hélt vörninni í lás með frábærum töktum á vappanum (AWP - sniper). Til marks um það tókst GOAT einungis að vinna þrjár lotur í leikhluta sem Hafið átti. Staðan í hálfleik var Hafið 12 - 3 GOAT. Ölduganginum í Hafinu linnti ekki í seinni hálfleik, en með b0ndi (Páll Sindri Einarsson) og allee (Alfreð Leó Svansson) í fararbroddi gátu GOAT menn enga björg sér veitt. Hafið sótti þær fimm lotur sem þeir þurftu til að klára leikinn og sigruðu á sannfærandi máta. Lokastaðan Hafið 16 - 3 GOAT.
Vodafone-deildin Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport