Fordæma ummæli Kristjáns Þórs Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 20:46 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í gær spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór í gær. Ummælin hafa víða fallið í grýttan jarðveg. Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýndu ráðherrann til að mynda harðlega í yfirlýsingu í dag. Bændur ættu ekki að þurfa að vinna utan bús Stjórn NLbhÍ tekur í sama streng í yfirlýsingu sinni í kvöld. Þar segir að stjórnin fordæmi orð ráðherra og hann sagður hafa „talað niður til bændastéttarinnar í heild með þeim orðum að það sé bara lífstíll að vera bóndi.“ „Landbúnaður er ein af grunnstoðum þjóðarinnar og bændur eiga ekki að þurfa að vinna utan bús. Það er alveg eins og ef alþingismenn þyrftu að vinna með þingmannsstarfinu til að hafa í sig og á. Það þætti skrýtið! Við, sem stefnum að því að verða bændur framtíðarinnar, viljum geta haldið uppi fæðuöryggi þjóðarinnar og lifað á mannsæmandi kjörum við það,“ segir jafnframt í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gagnrýnir ráðherra einnig í aðsendri grein sem birtist á Vísi í kvöld. Hún segir að það hafi verið sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs í garð sauðfjárbænda er hún bar upp áðurnefnda spurningu á Alþingi í gær. „Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst,“ skrifar Þorgerður. Þá lýsti Ungt Framsóknarfólk yfir vantrausti á Kristján Þór í vikunni og í ályktun sambandsins segir að störf ráðherra á kjörtímabilinu hafi sýnt að ráðherra mismuni málaflokkum með þeim hætti að málefni landbúnaðar sitji á hakanum. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Kristjáni Þór vegna málsins í dag. Landbúnaður Alþingi Tengdar fréttir Bara lífsstíll? Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. 7. október 2020 19:30 Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í gær spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór í gær. Ummælin hafa víða fallið í grýttan jarðveg. Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýndu ráðherrann til að mynda harðlega í yfirlýsingu í dag. Bændur ættu ekki að þurfa að vinna utan bús Stjórn NLbhÍ tekur í sama streng í yfirlýsingu sinni í kvöld. Þar segir að stjórnin fordæmi orð ráðherra og hann sagður hafa „talað niður til bændastéttarinnar í heild með þeim orðum að það sé bara lífstíll að vera bóndi.“ „Landbúnaður er ein af grunnstoðum þjóðarinnar og bændur eiga ekki að þurfa að vinna utan bús. Það er alveg eins og ef alþingismenn þyrftu að vinna með þingmannsstarfinu til að hafa í sig og á. Það þætti skrýtið! Við, sem stefnum að því að verða bændur framtíðarinnar, viljum geta haldið uppi fæðuöryggi þjóðarinnar og lifað á mannsæmandi kjörum við það,“ segir jafnframt í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gagnrýnir ráðherra einnig í aðsendri grein sem birtist á Vísi í kvöld. Hún segir að það hafi verið sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs í garð sauðfjárbænda er hún bar upp áðurnefnda spurningu á Alþingi í gær. „Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst,“ skrifar Þorgerður. Þá lýsti Ungt Framsóknarfólk yfir vantrausti á Kristján Þór í vikunni og í ályktun sambandsins segir að störf ráðherra á kjörtímabilinu hafi sýnt að ráðherra mismuni málaflokkum með þeim hætti að málefni landbúnaðar sitji á hakanum. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Kristjáni Þór vegna málsins í dag.
Landbúnaður Alþingi Tengdar fréttir Bara lífsstíll? Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. 7. október 2020 19:30 Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Bara lífsstíll? Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. 7. október 2020 19:30
Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43