GOAT felldi Exile Bjarni Bjarnason skrifar 6. október 2020 21:49 Lið GOAT mætti Exile í elleftu umferð Vodafonedeildarinnar í kvöld. Var þetta hörku skemmtileg viðureign sem heimavallarliðið GOAT sigraði að lokum. Strax frá upphafi leiks bitust liðin á um loturnar. Lið Exile tók fyrstu lotu með öflugri sókn(Terrorist) en GOAT svaraði strax með þéttri vörn(Counter-terrorist) í næstu lotu. Vel skipulagður sóknarleikur Exile manna skilaði þeim þorranum af lotunum í fyrri hálfleik. En á varnar hluta kortsins bar nýliði GOAT hann Criis (Kristján Daði Pálsson) af. Staðan í hálfleik GOAT 7 - 8 Exile. Liðsmenn GOAT juku pressuna með sóknarleik sínum strax í upphafi seinni hálfleiks. Fljótt voru leikmenn GOAT þeir Eiki47 (Eiríkur Jóhannsson) og Vikki (Viktor Gabríel Magdic) orðnir vel heitir og fátt var um svör hjá Exile þegar GOAT sótti á vörnina. Exile svöruðu þó að lokum þegar GOAT voru komnir fimmtán lotur og sigurinn virtist vera í höfn. Náðu þeir að þétta vörnina og tengja saman 3 lotur. Áður en GOAT fundu glufu og nældu sér í sigur lotuna. Lokastaðan GOAT 16 - 12 Exile Vodafone-deildin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport
Lið GOAT mætti Exile í elleftu umferð Vodafonedeildarinnar í kvöld. Var þetta hörku skemmtileg viðureign sem heimavallarliðið GOAT sigraði að lokum. Strax frá upphafi leiks bitust liðin á um loturnar. Lið Exile tók fyrstu lotu með öflugri sókn(Terrorist) en GOAT svaraði strax með þéttri vörn(Counter-terrorist) í næstu lotu. Vel skipulagður sóknarleikur Exile manna skilaði þeim þorranum af lotunum í fyrri hálfleik. En á varnar hluta kortsins bar nýliði GOAT hann Criis (Kristján Daði Pálsson) af. Staðan í hálfleik GOAT 7 - 8 Exile. Liðsmenn GOAT juku pressuna með sóknarleik sínum strax í upphafi seinni hálfleiks. Fljótt voru leikmenn GOAT þeir Eiki47 (Eiríkur Jóhannsson) og Vikki (Viktor Gabríel Magdic) orðnir vel heitir og fátt var um svör hjá Exile þegar GOAT sótti á vörnina. Exile svöruðu þó að lokum þegar GOAT voru komnir fimmtán lotur og sigurinn virtist vera í höfn. Náðu þeir að þétta vörnina og tengja saman 3 lotur. Áður en GOAT fundu glufu og nældu sér í sigur lotuna. Lokastaðan GOAT 16 - 12 Exile
Vodafone-deildin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport