Blikakonur með sextán mörk eftir hornspyrnur í deildinni í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 15:30 Sveindís Jane Jónsdóttir og félagar í Blikaliðinu eru stórhættulegar í föstum leikatriðum. Vísir/Elín Björg Breiðabliksliðið hefur örugglega verið hættulegasta fótboltalið landsins þegar kemur að nýta sér hornspyrnur og föst leikatriði. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir býst við því að það gæti hjálpað liðinu mikið í úrslitaleiknum á móti Val á morgun. Breiðablik sækir Val heim á Hlíðarenda á morgun í óopinberum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi Max deild kvenna. Þetta eru tvö langefstu liðin og það er nokkuð ljóst að sigur í þessum leik færir sigurliðinu algjörlega lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistarabikarinn. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 á Origo vellinum á Hlíðarenda og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Margrét Lára Viðarsdóttir segir að föst leikatriði gætu ráðið úrslitum í leiknum og þar standa Blikar Valsliðinu mun framar. „Það sem að mér finnst Blikaliðið hafa fram yfir Valsliðið er þessi gríðarlegi styrkur í föstum leikatriðum. Ég þekki þjálfara Breiðabliks ágætlega og sérstaklega aðstoðarþjálfarann, og hann leggur mikið upp úr föstum leikatriðum. Þetta er drillað alveg nokkrum sinnum í viku. Mér finnst þær gera þetta ofboðslega vel, og þetta er eitthvað sem að maður saknar oft hjá Valsliðinu,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum. Margrét Lára vill sjá Valsliðið skora fleiri mörk úr föstum leikatriðum. „Það kannski breytist þegar Mist er komin. En þetta eru oft mörk sem að skila sér inn í svona stóra leiki, þegar varnarleikurinn er þéttur og lið gefa fá færi á sér. Ég held að þetta sé stundum munurinn á þessum liðum, hvað Blikar eru sterkir í föstum leikatriðum,“ sagði Margrét Lára. Tölfræðin sýnir þetta líka svart á hvítu. Breiðabliksliðið hefur alls skorað 21 mark úr föstu leikatriðum ef við teljum ekki með vítin. Það eru ellefu fleiri mörk en Valsliðið hefur skorað úr uppsettum atriðum. Af þessu 21 marki úr föstum leikatriðum hafa Blikakonur skorað sextán mörk eftir hornspyrnur, ellefu frá hægri og fimm frá vinstri. Valsliðið er með níu mörk eftir hornspyrnur. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Sveindís Jane og Agla María efstar í bæði mörkum og stoðsendingum Valskonur þurfa að hafa sérstaklegar góðar gætur á tveimur leikmönnum Breiðabliks leiknum í stórleiknum á morgun. 2. október 2020 12:30 Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 2. október 2020 11:30 Elín Metta ekki búin að skora í 555 mínútur á móti Blikum Mesti markaskorari Valsliðsins hefur ekki skorað á móti Blikum í meira en þrjú ár og á morgun er úrslitaleikur Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. 2. október 2020 14:00 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Breiðabliksliðið hefur örugglega verið hættulegasta fótboltalið landsins þegar kemur að nýta sér hornspyrnur og föst leikatriði. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir býst við því að það gæti hjálpað liðinu mikið í úrslitaleiknum á móti Val á morgun. Breiðablik sækir Val heim á Hlíðarenda á morgun í óopinberum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi Max deild kvenna. Þetta eru tvö langefstu liðin og það er nokkuð ljóst að sigur í þessum leik færir sigurliðinu algjörlega lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistarabikarinn. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 á Origo vellinum á Hlíðarenda og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Margrét Lára Viðarsdóttir segir að föst leikatriði gætu ráðið úrslitum í leiknum og þar standa Blikar Valsliðinu mun framar. „Það sem að mér finnst Blikaliðið hafa fram yfir Valsliðið er þessi gríðarlegi styrkur í föstum leikatriðum. Ég þekki þjálfara Breiðabliks ágætlega og sérstaklega aðstoðarþjálfarann, og hann leggur mikið upp úr föstum leikatriðum. Þetta er drillað alveg nokkrum sinnum í viku. Mér finnst þær gera þetta ofboðslega vel, og þetta er eitthvað sem að maður saknar oft hjá Valsliðinu,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum. Margrét Lára vill sjá Valsliðið skora fleiri mörk úr föstum leikatriðum. „Það kannski breytist þegar Mist er komin. En þetta eru oft mörk sem að skila sér inn í svona stóra leiki, þegar varnarleikurinn er þéttur og lið gefa fá færi á sér. Ég held að þetta sé stundum munurinn á þessum liðum, hvað Blikar eru sterkir í föstum leikatriðum,“ sagði Margrét Lára. Tölfræðin sýnir þetta líka svart á hvítu. Breiðabliksliðið hefur alls skorað 21 mark úr föstu leikatriðum ef við teljum ekki með vítin. Það eru ellefu fleiri mörk en Valsliðið hefur skorað úr uppsettum atriðum. Af þessu 21 marki úr föstum leikatriðum hafa Blikakonur skorað sextán mörk eftir hornspyrnur, ellefu frá hægri og fimm frá vinstri. Valsliðið er með níu mörk eftir hornspyrnur.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Sveindís Jane og Agla María efstar í bæði mörkum og stoðsendingum Valskonur þurfa að hafa sérstaklegar góðar gætur á tveimur leikmönnum Breiðabliks leiknum í stórleiknum á morgun. 2. október 2020 12:30 Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 2. október 2020 11:30 Elín Metta ekki búin að skora í 555 mínútur á móti Blikum Mesti markaskorari Valsliðsins hefur ekki skorað á móti Blikum í meira en þrjú ár og á morgun er úrslitaleikur Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. 2. október 2020 14:00 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Sveindís Jane og Agla María efstar í bæði mörkum og stoðsendingum Valskonur þurfa að hafa sérstaklegar góðar gætur á tveimur leikmönnum Breiðabliks leiknum í stórleiknum á morgun. 2. október 2020 12:30
Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 2. október 2020 11:30
Elín Metta ekki búin að skora í 555 mínútur á móti Blikum Mesti markaskorari Valsliðsins hefur ekki skorað á móti Blikum í meira en þrjú ár og á morgun er úrslitaleikur Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. 2. október 2020 14:00