„Áttum að heyra stefnuræðu en í staðin fengum við varnarræðu ríkisstjórnarinnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 20:40 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gagnrýnin á ríkisstjórnina í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gagnrýnin á ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði Katrínu Jakobsdóttur hafa í sinni ræðu réttlætt það að ríkisstjórnin hafi tekið lítil skref í stað stórra skrefa í viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Hún segir „varnarræðuna“ hvorki hafa veitt þjóðinni leiðsögn né von um hvernig við færum út úr erfiðleikunum sem faraldrinum fylgdu. Hvernig taka ætti utan um fólkið, félagslega, efnahagslega og andlega. Hvernig halda ætti lífinu í litlu og meðalstóru fyrirtækjunum og verja störfin. „Ræðan sendi ekki skilaboð til Suðurnesjanna þar sem atvinnuleysi er nú um 20 prósent, til unga fólksins sem á erfiðara en áður að fá vinnu, til listamanna sem fótum hefur verið kippt undan eða einyrkja,“ sagði Þorgerður. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Segir tillögu um auðlindaákvæði auka líkur á að sameign þjóðar verði séreign fárra Hún sagði allt samræmi vanta á milli sóttvarnaráðstafana og efnahagsráðstafana. Verði stóru skrefin ekki tekin strax sé ríkisstjórnin að „bjóða þjóðinni upp á langvarandi kreppu.“ „Þótt ríkisstjórnin telji það lögmál að vera alltaf einu skrefi á eftir veirunni þá þarf það ekki að vera svo,“ sagði Þorgerður. „Veikleikar stjórnarinnar, sem reist var á þeirri einu hugsun að halda hlutum óbreyttum, verða augljósir þegar óvæntar aðstæður og áskoranir koma upp.“ Þá fjallaði Þorgerður, líkt og fleiri, um stjórnarskrána og sagði hún stjórnarflokkana og Miðflokkinn hafa lofað útgerðinni að koma ákvæði án tímabindingar veiðiréttar í gegn. „Tillagan sem nú liggur fyrir er merkingarlaus. Breytir engu. Hún tryggir ekki þjóðareignina. Ef eitthvað er eykur hún líkur á að sameign þjóðar verði séreign fárra. Við því verður að spyrna,“ sagði Þorgerður. Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07 Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gagnrýnin á ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði Katrínu Jakobsdóttur hafa í sinni ræðu réttlætt það að ríkisstjórnin hafi tekið lítil skref í stað stórra skrefa í viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Hún segir „varnarræðuna“ hvorki hafa veitt þjóðinni leiðsögn né von um hvernig við færum út úr erfiðleikunum sem faraldrinum fylgdu. Hvernig taka ætti utan um fólkið, félagslega, efnahagslega og andlega. Hvernig halda ætti lífinu í litlu og meðalstóru fyrirtækjunum og verja störfin. „Ræðan sendi ekki skilaboð til Suðurnesjanna þar sem atvinnuleysi er nú um 20 prósent, til unga fólksins sem á erfiðara en áður að fá vinnu, til listamanna sem fótum hefur verið kippt undan eða einyrkja,“ sagði Þorgerður. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Segir tillögu um auðlindaákvæði auka líkur á að sameign þjóðar verði séreign fárra Hún sagði allt samræmi vanta á milli sóttvarnaráðstafana og efnahagsráðstafana. Verði stóru skrefin ekki tekin strax sé ríkisstjórnin að „bjóða þjóðinni upp á langvarandi kreppu.“ „Þótt ríkisstjórnin telji það lögmál að vera alltaf einu skrefi á eftir veirunni þá þarf það ekki að vera svo,“ sagði Þorgerður. „Veikleikar stjórnarinnar, sem reist var á þeirri einu hugsun að halda hlutum óbreyttum, verða augljósir þegar óvæntar aðstæður og áskoranir koma upp.“ Þá fjallaði Þorgerður, líkt og fleiri, um stjórnarskrána og sagði hún stjórnarflokkana og Miðflokkinn hafa lofað útgerðinni að koma ákvæði án tímabindingar veiðiréttar í gegn. „Tillagan sem nú liggur fyrir er merkingarlaus. Breytir engu. Hún tryggir ekki þjóðareignina. Ef eitthvað er eykur hún líkur á að sameign þjóðar verði séreign fárra. Við því verður að spyrna,“ sagði Þorgerður.
Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07 Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07
Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26
Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51