Dusty slátraði geitinni Bjarni Bjarnason skrifar 29. september 2020 22:58 Lokaleikurinn í níundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og GOAT mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Dust2. Leikmenn Dusty mættu heldur betur öflugir til leiks. Strax frá fyrstu lotu létu þeir leikmenn GOAT finna til tevatnins. Hverja lotuna á fætur annari stráfelldi lið Dusty leikmenn GOAT. Þrátt fyrir að vera ofurliði bornir sýndu leikmenn GOAT mikinn dugnað er þeir stóðu sína pligt. Skilaði það GOAT tveimur lotum í einhliða fyrri hálfleik þar sem að leikmenn Dusty þeir th0rsteinnf (Þorsteinn Friðfinnsson) og EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) fóru hamförum. Staðan í hálfleik Dusty 13 - 2 GOAT. Strax í upphafi seinni hálfleiks sýndu leikmenn GOAT hvað þeir geta gert fái þeir tækifæri. Með flottri spilamennsku tóku þeir fyrstu lotuna og tvær til viðbótar. Lið Dusty var þó fljótt að svara og tók aftur stjórnina á leiknum. Nú með leikinn í tangarhaldi sigldu þeir honum heim. Loka staðan Dusty 16 - 5 GOAT Staðan við lok 9.umferðar Var þetta síðasti leikurinn í 9.umferð og eru þá 5 umferðir eftir. Lið Dusty er á topnum taplausir en stórveldi KR fylgir fast á hæla þeirra á meðan HaFiÐ gerir sig líklega til að hrista upp í hlutunum. Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport
Lokaleikurinn í níundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og GOAT mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Dust2. Leikmenn Dusty mættu heldur betur öflugir til leiks. Strax frá fyrstu lotu létu þeir leikmenn GOAT finna til tevatnins. Hverja lotuna á fætur annari stráfelldi lið Dusty leikmenn GOAT. Þrátt fyrir að vera ofurliði bornir sýndu leikmenn GOAT mikinn dugnað er þeir stóðu sína pligt. Skilaði það GOAT tveimur lotum í einhliða fyrri hálfleik þar sem að leikmenn Dusty þeir th0rsteinnf (Þorsteinn Friðfinnsson) og EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) fóru hamförum. Staðan í hálfleik Dusty 13 - 2 GOAT. Strax í upphafi seinni hálfleiks sýndu leikmenn GOAT hvað þeir geta gert fái þeir tækifæri. Með flottri spilamennsku tóku þeir fyrstu lotuna og tvær til viðbótar. Lið Dusty var þó fljótt að svara og tók aftur stjórnina á leiknum. Nú með leikinn í tangarhaldi sigldu þeir honum heim. Loka staðan Dusty 16 - 5 GOAT Staðan við lok 9.umferðar Var þetta síðasti leikurinn í 9.umferð og eru þá 5 umferðir eftir. Lið Dusty er á topnum taplausir en stórveldi KR fylgir fast á hæla þeirra á meðan HaFiÐ gerir sig líklega til að hrista upp í hlutunum.
Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport