GOAT tók á Þór á heimavelli Bjarni Bjarnason skrifar 22. september 2020 21:10 Í kvöld fór fram sjöunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Í fyrsta leik kvöldsins mættust úrvalsliðin GOAT og Þór. Voru leikmenn GOAT á heimavelli í viðureigninni og völdu þeir kortið Nuke. Lengi vel var vörnin (Counter Terrorist) talin sterkari hliðin í kortinu Nuke. Þrátt fyrir það hófu leikmenn GOAT leikinn kröftulega er þeir spiluð sókn (Terrorist). Með öflugri sókn tóku þeir fyrstu lotuna án þess að missa leikmann. Næsta lota féll þeim einnig í vil. Við tók þéttur varnarleikur hjá Þór og tóku þeir yfirhöndina í leiknum. Leikmenn GOAT áttu ekki svör við samstilltu liði Þórs sem var að lesa leikinn gífurlega vel. Var ReaN (Andri Þór Bjarnasson) þar fremstur í flokki Þórsara og hélt sínum mönnum við efnið. Það var ekki nema þegar GOAT settu hornin fyrir sig sem að þeir tóku lotur af Þórsurunum. Þá voru það hraðar sóknir sem að var veiki bletturinn á vörninni. Lauk fyrri hálfleik Þór 9 - 6 GOAT. Þór byrjaði seinni hálfleik af krafti og kom sér í stöðuna 11 - 6. Þá var það DOM (Daníel Örn Melstað) sem steig aldeilis upp fyrir sína menn. Hann opnaði tvær lotur í röð með því að fella tvo af leikmönnum Þórs , kom sínum mönnum í yfirtölu sem svo kláruðu lotuna. Við þetta fundu leikmenn GOAT taktinn og hófst einstaklega þéttur varnarleikur að þeirra hálfu. Þór reyndi að leika eftir hraðar sóknir GOAT úr fyrri hálfleik en þeir síðar nefndu lokuðu gífurlega vel á þær. Vikki (Viktor Gabríel Magdic) var sjóðandi heitur í hörkuspennandi leik sem að GOAT unnu að lokum. Lokastaðan var GOAT 16 - 14 Þór. Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Í kvöld fór fram sjöunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Í fyrsta leik kvöldsins mættust úrvalsliðin GOAT og Þór. Voru leikmenn GOAT á heimavelli í viðureigninni og völdu þeir kortið Nuke. Lengi vel var vörnin (Counter Terrorist) talin sterkari hliðin í kortinu Nuke. Þrátt fyrir það hófu leikmenn GOAT leikinn kröftulega er þeir spiluð sókn (Terrorist). Með öflugri sókn tóku þeir fyrstu lotuna án þess að missa leikmann. Næsta lota féll þeim einnig í vil. Við tók þéttur varnarleikur hjá Þór og tóku þeir yfirhöndina í leiknum. Leikmenn GOAT áttu ekki svör við samstilltu liði Þórs sem var að lesa leikinn gífurlega vel. Var ReaN (Andri Þór Bjarnasson) þar fremstur í flokki Þórsara og hélt sínum mönnum við efnið. Það var ekki nema þegar GOAT settu hornin fyrir sig sem að þeir tóku lotur af Þórsurunum. Þá voru það hraðar sóknir sem að var veiki bletturinn á vörninni. Lauk fyrri hálfleik Þór 9 - 6 GOAT. Þór byrjaði seinni hálfleik af krafti og kom sér í stöðuna 11 - 6. Þá var það DOM (Daníel Örn Melstað) sem steig aldeilis upp fyrir sína menn. Hann opnaði tvær lotur í röð með því að fella tvo af leikmönnum Þórs , kom sínum mönnum í yfirtölu sem svo kláruðu lotuna. Við þetta fundu leikmenn GOAT taktinn og hófst einstaklega þéttur varnarleikur að þeirra hálfu. Þór reyndi að leika eftir hraðar sóknir GOAT úr fyrri hálfleik en þeir síðar nefndu lokuðu gífurlega vel á þær. Vikki (Viktor Gabríel Magdic) var sjóðandi heitur í hörkuspennandi leik sem að GOAT unnu að lokum. Lokastaðan var GOAT 16 - 14 Þór.
Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira