Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 17:40 Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. Þá þótti ekki ástæða til að sekta ferðamennina. Þetta kemur fram í svari almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Ferðamennirnir komu hingað til lands um miðjan ágúst. Þeir greindust síðar með afbrigði veirunnar sem hefur verið ráðandi í nýsmituðum innanlands undanfarna daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að svo virðist sem ferðamennirnir hafi farið í einangrun en ekki fylgt öllum sóttvarnareglum. Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar upplýsingastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu að ferðamennirnir tveir hafi verið í húsnæði á eigin vegum á meðan stuttri dvöl þeirra hér á landi stóð. Þegar fólkið hafi greinst með veiruna hafi málið verið unnið í samvinnu við það. Ferðamennirnir hafi hins vegar, vegna vankunnáttu, ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta. Málið hafi verið „leyst með þeim“ þar til þeir fóru úr landi. Fólkið hafi jafnframt ekki brotið einangrun og jafnframt hafi ekki þótt ástæða til að beita sektum vegna þeirra afskipta sem lögregla hafði af því. „Beiting leiðbeininga og tilmæla hefur reynst vel í afskiptum af þeim sem ekki fylgja öllum reglum. Sektum er ekki beitt nema rík þörf sé á,“ segir jafnframt í svari Jóhanns. Þeir sem brjóta sóttvarnareglur geta átt yfir höfði sér 50-250 þúsund króna sekt. Ef reglur um einangrun eru brotnar þá er hægt að sekta viðkomandi um 150-500 þúsund krónur eftir alvarleika brotsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. Þá þótti ekki ástæða til að sekta ferðamennina. Þetta kemur fram í svari almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Ferðamennirnir komu hingað til lands um miðjan ágúst. Þeir greindust síðar með afbrigði veirunnar sem hefur verið ráðandi í nýsmituðum innanlands undanfarna daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að svo virðist sem ferðamennirnir hafi farið í einangrun en ekki fylgt öllum sóttvarnareglum. Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar upplýsingastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu að ferðamennirnir tveir hafi verið í húsnæði á eigin vegum á meðan stuttri dvöl þeirra hér á landi stóð. Þegar fólkið hafi greinst með veiruna hafi málið verið unnið í samvinnu við það. Ferðamennirnir hafi hins vegar, vegna vankunnáttu, ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta. Málið hafi verið „leyst með þeim“ þar til þeir fóru úr landi. Fólkið hafi jafnframt ekki brotið einangrun og jafnframt hafi ekki þótt ástæða til að beita sektum vegna þeirra afskipta sem lögregla hafði af því. „Beiting leiðbeininga og tilmæla hefur reynst vel í afskiptum af þeim sem ekki fylgja öllum reglum. Sektum er ekki beitt nema rík þörf sé á,“ segir jafnframt í svari Jóhanns. Þeir sem brjóta sóttvarnareglur geta átt yfir höfði sér 50-250 þúsund króna sekt. Ef reglur um einangrun eru brotnar þá er hægt að sekta viðkomandi um 150-500 þúsund krónur eftir alvarleika brotsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira