Forsætisráðherra sagður flytja falsfréttir til að fegra frammistöðu VG í málefnum flóttafólks Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2020 10:54 Sótt er að Katrínu úr öllum áttum og hún sökuð um að viðhafa blekkingar til að fegra stöðu Vinstri grænna í málefnum flóttafólks. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur mátt sæta mikilli gagnrýni vegna línurits sem hún birti á Facebooksíðu sinni. Línuritið birtir hún til að sýna það og sanna að það skipti flóttafólk verulegu máli að Vinstri græn séu í ríkisstjórn. Í athugasemdum við færsluna hefur þetta verið gagnrýnt harkalega, og sagt að þetta fái hreinlega ekki staðist. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata er þeirra á meðal og ber brigður á þennan málflutning. „Þú veist jafn vel og ég Katrín að fjöldi kjósenda kaus þig og þinn flokk vegna þess að þau trúðu að þú hefðir samkennd með fólki og myndir ekki skýla þér á bak við tölfræði þegar á reyndi fyrir börn af holdi og blóði. Þessi póstur þinn sannar því miður enn og aftur hið gagnstæða.“ Ýmsar ástæður en ekki vera Vg í ríkisstjórn Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands, ritaði grein á Vísi þar sem hann fer í saumana á tölfræðinni sem forsætisráðherra birtir. Hann segir fyrirliggjandi að Katrín teygi sig langt þegar hún vill eigna VG heiður af jákvæðari afgreiðslu Útlendingastofnunar. „Meginástæða breytinganna er að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu kemur síður til landsins og að fólk frá Venesúela virðist fá sjálfkrafa vernd. Meginástæða þess að fleira flóttafólk fær vernd er síðan annars vegar afgreiðsla á umsóknum frá Venesúela og hins vegar að fleiri sækja nú um,“ skrifar Gunnar Smári og bendir á aukinn þrýsting almennings á stjórnvöld um aukna mannúð. „Það er ekki hægt að merkja nein áhrif af veru VG í ríkisstjórn á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þannig er það.“ Friðþæging fyrir stuðingsfólk Nú í morgun birti Vísir svo grein eftir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson félaga í Samfylkingunni. Hann sakar forsætisráðherra um blekkingarleik. Pistill forsætisráðherra er settur „fram til að menga umræðuna og friðþægja stuðningsfólk Vinstri grænna í skugga umdeildrar brottvísunar fjögurra barna fjölskyldu til Egyptalands,“ skrifar Óskar Steinn og segir athugasemdir við færsluna sýna að blekkingin hefur tilætluð áhrif. „Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og stuðningsmaður VG, skrifar: „Fróðlegar upplýsingar. Þetta er aðalatriðið. Þátttaka VG í ríkisstjórn ræður úrslitum. Væri ekki ráð að horfa a staðreyndir?“ Álfheiður Ingadóttir, fyrrum ráðherra VG, tekur í sama streng: „Ósköp á fólk erfitt með að kyngja staðreyndum. Ég velti því fyrir mér í alvöru af hverju þessar mikilvægu upplýsingar og tölulegu staðreyndir eru hundsaðar hér á þræðinum. [...] Staðreynd er að við stjórnarskiptin urðu gríðarleg umskipti í málefnum flóttafólks - og það sést hér grænt á rauðu!“ Katrín sökuð um blekkingar Óskar Steinn segir, líkt og Gunnar Smári, að ytri aðstæður skýri hækkun sem teikna megi inn á línurit. Hann segir jafnframt að þó framsetning forsætisráðherra falli í kramið hjá stuðningsfólki flokksins „sem finnst erfitt að horfa upp á stálhnefastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för við ríkisstjórnarborðið“ þá sé um blekkingu að ræða. Í kjölfar faraldurs settu flest Evrópuríki á ferðatakmarkanir og sum lokuðu tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Því hlaut Útlendingastofnun að taka til meðferðar umsóknir fólks sem hafði áður sótt um eða hlotið vernd í öðrum ríkjum. „Þessi stórkostlega hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna er ekki afleiðing af stefnu Vinstri grænna, eins og forsætisráðherra heldur fram í færslu sinni, heldur skýrist hún af breyttri samsetningu á uppruna umsækjenda annars vegar og áhrifum COVID-faraldursins hins vegar.“ Óskar Steinn lýkur grein sinni á því að segja umhugsunarefni á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu „að forsætisráðherra skuli bera á borð svo villandi framsetningu gagna í þeim augljósa tilgangi að friðþægja baklandið og blekkja almenning.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur mátt sæta mikilli gagnrýni vegna línurits sem hún birti á Facebooksíðu sinni. Línuritið birtir hún til að sýna það og sanna að það skipti flóttafólk verulegu máli að Vinstri græn séu í ríkisstjórn. Í athugasemdum við færsluna hefur þetta verið gagnrýnt harkalega, og sagt að þetta fái hreinlega ekki staðist. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata er þeirra á meðal og ber brigður á þennan málflutning. „Þú veist jafn vel og ég Katrín að fjöldi kjósenda kaus þig og þinn flokk vegna þess að þau trúðu að þú hefðir samkennd með fólki og myndir ekki skýla þér á bak við tölfræði þegar á reyndi fyrir börn af holdi og blóði. Þessi póstur þinn sannar því miður enn og aftur hið gagnstæða.“ Ýmsar ástæður en ekki vera Vg í ríkisstjórn Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands, ritaði grein á Vísi þar sem hann fer í saumana á tölfræðinni sem forsætisráðherra birtir. Hann segir fyrirliggjandi að Katrín teygi sig langt þegar hún vill eigna VG heiður af jákvæðari afgreiðslu Útlendingastofnunar. „Meginástæða breytinganna er að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu kemur síður til landsins og að fólk frá Venesúela virðist fá sjálfkrafa vernd. Meginástæða þess að fleira flóttafólk fær vernd er síðan annars vegar afgreiðsla á umsóknum frá Venesúela og hins vegar að fleiri sækja nú um,“ skrifar Gunnar Smári og bendir á aukinn þrýsting almennings á stjórnvöld um aukna mannúð. „Það er ekki hægt að merkja nein áhrif af veru VG í ríkisstjórn á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þannig er það.“ Friðþæging fyrir stuðingsfólk Nú í morgun birti Vísir svo grein eftir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson félaga í Samfylkingunni. Hann sakar forsætisráðherra um blekkingarleik. Pistill forsætisráðherra er settur „fram til að menga umræðuna og friðþægja stuðningsfólk Vinstri grænna í skugga umdeildrar brottvísunar fjögurra barna fjölskyldu til Egyptalands,“ skrifar Óskar Steinn og segir athugasemdir við færsluna sýna að blekkingin hefur tilætluð áhrif. „Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og stuðningsmaður VG, skrifar: „Fróðlegar upplýsingar. Þetta er aðalatriðið. Þátttaka VG í ríkisstjórn ræður úrslitum. Væri ekki ráð að horfa a staðreyndir?“ Álfheiður Ingadóttir, fyrrum ráðherra VG, tekur í sama streng: „Ósköp á fólk erfitt með að kyngja staðreyndum. Ég velti því fyrir mér í alvöru af hverju þessar mikilvægu upplýsingar og tölulegu staðreyndir eru hundsaðar hér á þræðinum. [...] Staðreynd er að við stjórnarskiptin urðu gríðarleg umskipti í málefnum flóttafólks - og það sést hér grænt á rauðu!“ Katrín sökuð um blekkingar Óskar Steinn segir, líkt og Gunnar Smári, að ytri aðstæður skýri hækkun sem teikna megi inn á línurit. Hann segir jafnframt að þó framsetning forsætisráðherra falli í kramið hjá stuðningsfólki flokksins „sem finnst erfitt að horfa upp á stálhnefastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för við ríkisstjórnarborðið“ þá sé um blekkingu að ræða. Í kjölfar faraldurs settu flest Evrópuríki á ferðatakmarkanir og sum lokuðu tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Því hlaut Útlendingastofnun að taka til meðferðar umsóknir fólks sem hafði áður sótt um eða hlotið vernd í öðrum ríkjum. „Þessi stórkostlega hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna er ekki afleiðing af stefnu Vinstri grænna, eins og forsætisráðherra heldur fram í færslu sinni, heldur skýrist hún af breyttri samsetningu á uppruna umsækjenda annars vegar og áhrifum COVID-faraldursins hins vegar.“ Óskar Steinn lýkur grein sinni á því að segja umhugsunarefni á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu „að forsætisráðherra skuli bera á borð svo villandi framsetningu gagna í þeim augljósa tilgangi að friðþægja baklandið og blekkja almenning.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent