Matthew Wolff leiðir fyrir lokadaginn á US Open Ísak Hallmundarson skrifar 20. september 2020 10:01 Matthew Wolff er í forystu fyrir lokahringinn sem hefst í dag. getty/Gregory Shamus Bandaríkjamaðurinn Matthew Wolff er í forystu fyrir fjórða og síðasta hringinn á risamótinu US Open í golfi. Wolff lék hringinn í gær á fimm höggum undir pari. Hann var á pari eftir fyrstu tvo hringina og er því samtals á fimm höggum undir að þremur hringjum liðnum. Bryson DeChambeau er í öðru sæti á þremur höggum undir pari en hann lék á 70 höggum, pari vallarins, í gær. Í þriðja sæti er Suður-Afríku maðurinn Louis Oosthuizen á einu höggi undir pari. Norður-Írinn Rory McIlroy, einn vinsælasti golfari heims sem hefur oft verið efstur á heimslistanum, er í 7. sæti á einu höggi yfir pari, og má því segja að hann eigi enn veika von á að landa þessum risatitli á lokadeginum í dag. Dustin Johnson sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir er í 21. sæti á fimm höggum yfir pari. Lokahringurinn á mótinu hefst kl. 17:00 í dag og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Golf Opna bandaríska Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Matthew Wolff er í forystu fyrir fjórða og síðasta hringinn á risamótinu US Open í golfi. Wolff lék hringinn í gær á fimm höggum undir pari. Hann var á pari eftir fyrstu tvo hringina og er því samtals á fimm höggum undir að þremur hringjum liðnum. Bryson DeChambeau er í öðru sæti á þremur höggum undir pari en hann lék á 70 höggum, pari vallarins, í gær. Í þriðja sæti er Suður-Afríku maðurinn Louis Oosthuizen á einu höggi undir pari. Norður-Írinn Rory McIlroy, einn vinsælasti golfari heims sem hefur oft verið efstur á heimslistanum, er í 7. sæti á einu höggi yfir pari, og má því segja að hann eigi enn veika von á að landa þessum risatitli á lokadeginum í dag. Dustin Johnson sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir er í 21. sæti á fimm höggum yfir pari. Lokahringurinn á mótinu hefst kl. 17:00 í dag og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira