Núverandi ráðstafanir „vonlausar fyrir ferðaþjónustuna“ Sylvía Hall skrifar 11. september 2020 20:04 Bjarnheiður Hallsdóttir. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að slökkt hafi verið á alþjóðlegri ferðaþjónustu hér á landi þann 19. ágúst þegar hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi. Frá þeim degi þurftu allir ferðamenn í tvöfalda skimun og sóttkví við komuna til landsins, en gripið var til þeirra ráða eftir að innanlandssmitum fór að fjölga á ný. Hún segir núverandi ráðstafanir „vonlausar fyrir ferðaþjónustuna“ og því nauðsynlegt að leita annarra leiða til þess að samræma bæði sóttvarnaleg og hagræn sjónarmið. Það sé brýnt að gera ferðamönnum kleift að koma hingað til lands með minna íþyngjandi hætti. Til skoðunar er að heimila einfalda ferðamennsku með sóttvarnaráðstöfunum en forsætis- og heilbrigðisráðherra eru sammála um að hófstilltar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum hafi borið árangur. Þegar fyrra fyrirkomulag var í gildi þurftu ferðamenn eingöngu að fara í eina skimun á landamærunum og voru þeir sem komu frá „öruggum svæðum“ undanþegnir skimun. Bjarnheiður segir það fyrirkomulag hafa verið minna íþyngjandi en kannski ekki raunhæft eins og staðan er núna. „Sú útfærsla er kannski ekki raunhæf í dag – enda erum við ekkert að biðja um að það verði slegið neitt af sóttvarnaráðstöfunum heldur að þessi tvö sjónarmið verði samþætt svo það verði hægt að keyra ferðaþjónustuna aftur í gang,“ sagði Bjarnheiður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir ákveðna hópa vera tilbúna til þess að ferðast þrátt fyrir að faraldurinn sé í vexti í mörgum nágrannalöndum. „Það hefur sýnt sig og sýndi sig á síðastliðnum vikum að eftirspurnin jókst stöðugt. Fólk virðist vera tilbúið að ferðast, allavega ákveðnir hópar. Það yrði náttúrulega aldrei eins og það væri í venjulegu ári en myndi vissulega muna um það eins og staðan er núna.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lagði til óbreytt fyrirkomulag á landamærum til 6. október Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á veiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. 11. september 2020 11:50 Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. 11. september 2020 12:54 Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum. 11. september 2020 16:54 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að slökkt hafi verið á alþjóðlegri ferðaþjónustu hér á landi þann 19. ágúst þegar hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi. Frá þeim degi þurftu allir ferðamenn í tvöfalda skimun og sóttkví við komuna til landsins, en gripið var til þeirra ráða eftir að innanlandssmitum fór að fjölga á ný. Hún segir núverandi ráðstafanir „vonlausar fyrir ferðaþjónustuna“ og því nauðsynlegt að leita annarra leiða til þess að samræma bæði sóttvarnaleg og hagræn sjónarmið. Það sé brýnt að gera ferðamönnum kleift að koma hingað til lands með minna íþyngjandi hætti. Til skoðunar er að heimila einfalda ferðamennsku með sóttvarnaráðstöfunum en forsætis- og heilbrigðisráðherra eru sammála um að hófstilltar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum hafi borið árangur. Þegar fyrra fyrirkomulag var í gildi þurftu ferðamenn eingöngu að fara í eina skimun á landamærunum og voru þeir sem komu frá „öruggum svæðum“ undanþegnir skimun. Bjarnheiður segir það fyrirkomulag hafa verið minna íþyngjandi en kannski ekki raunhæft eins og staðan er núna. „Sú útfærsla er kannski ekki raunhæf í dag – enda erum við ekkert að biðja um að það verði slegið neitt af sóttvarnaráðstöfunum heldur að þessi tvö sjónarmið verði samþætt svo það verði hægt að keyra ferðaþjónustuna aftur í gang,“ sagði Bjarnheiður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir ákveðna hópa vera tilbúna til þess að ferðast þrátt fyrir að faraldurinn sé í vexti í mörgum nágrannalöndum. „Það hefur sýnt sig og sýndi sig á síðastliðnum vikum að eftirspurnin jókst stöðugt. Fólk virðist vera tilbúið að ferðast, allavega ákveðnir hópar. Það yrði náttúrulega aldrei eins og það væri í venjulegu ári en myndi vissulega muna um það eins og staðan er núna.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lagði til óbreytt fyrirkomulag á landamærum til 6. október Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á veiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. 11. september 2020 11:50 Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. 11. september 2020 12:54 Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum. 11. september 2020 16:54 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Lagði til óbreytt fyrirkomulag á landamærum til 6. október Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á veiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. 11. september 2020 11:50
Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. 11. september 2020 12:54
Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum. 11. september 2020 16:54