Segir að hann muni ávallt elska Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2020 21:30 Messi segir að hann muni ávallt elska knattspyrnufélagið Barcelona. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Eftir að hafa haldið knattspyrnuheiminum í gíslingu undanfarnar vikur opinberaði Lionel Messi loks í dag að hann yrði áfram hjá spænska stórveldinu Barcelona. Allavega út núverandi samning sinn en hann rennur út sumarið 2021. Messi greindi frá þessu í viðtali fyrr í dag. Þar segir hann til að mynda að hann hafi fyrir löngu verið búinn að ákveða að fara frá félaginu og hann væri búinn að fá nóg af stjórnarháttum Josep Maria Bartomeu, forseta félagsins. Þrátt fyrir að vilja – enn sem stendur allavega – yfirgefa félagið og hafa reynt það með öllum tiltækum ráðum fyrir utan að fara fyrir dómara þá segir Messi að ást sín á Barcelona muni aldrei dvína. Hinn 33 ára gamli Argentínumaður mun því virða samning sinn út þetta tímabil og gefa sig allan í verkefnið. „Ég vil alltaf vinna. Ég er með mikið keppnisskap og hata að tapa. Ég vill það besta fyrir félagið, fyrir búningsklefann og fyrir sjálfan mig,“ segir Messi í viðtali við Goal.com. Það er allavega ljóst að Messi hefur fengið sínu framgengt undanfarin ár en hann er launahæsti knattspyrnumaður í heimi. Cristiano Ronaldo þénar þó meira á ári en hann fær12 milljónum dollara minna í laun frá Juventus en Messi fær frá Barcelona. The love story continues pic.twitter.com/LAoMsIwAUs— Goal (@goal) September 4, 2020 Messi er ósáttur með umræðuna sem myndaðist í kringum mögulega brottför hans frá Barcelona. „Það særði mig þegar ég heyrði fólk, og blaðamenn, efast um hollustu mína gagnvart Barcelona. Sagðir voru hlutir sem ég tel mig ekki eiga skilið en það hjálpar mér líka að sjá hvernig fólk er í raun og veru. Knattspyrnuheimurinn getur verið mjög erfiður og það er mikið af lygurum. Þetta hefur hjálpað mér að sjá hverjir eru lygarar og hverjir ekki. Það særði mig þegar fólk efaðist um ást mína á félaginu.“ WORLD EXCLUSIVE We spoke to Lionel Messi about why he felt forced to leave Barcelona, how it devastated his family and what his future looks like now — Goal (@goal) September 4, 2020 „Sama hversu mikið ég vill fara, ást mín á Barcelona mun aldrei breytast,“ sagði Messi að lokum. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi verður áfram hjá Barcelona Lionel Messi vill ekki enda ferill sinn hjá Barcelona inn í réttarsal og hefur ákveðið að klára síðasta tímabilið í samningi sínum. 4. september 2020 16:20 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga í Messunni í gær Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Sjá meira
Eftir að hafa haldið knattspyrnuheiminum í gíslingu undanfarnar vikur opinberaði Lionel Messi loks í dag að hann yrði áfram hjá spænska stórveldinu Barcelona. Allavega út núverandi samning sinn en hann rennur út sumarið 2021. Messi greindi frá þessu í viðtali fyrr í dag. Þar segir hann til að mynda að hann hafi fyrir löngu verið búinn að ákveða að fara frá félaginu og hann væri búinn að fá nóg af stjórnarháttum Josep Maria Bartomeu, forseta félagsins. Þrátt fyrir að vilja – enn sem stendur allavega – yfirgefa félagið og hafa reynt það með öllum tiltækum ráðum fyrir utan að fara fyrir dómara þá segir Messi að ást sín á Barcelona muni aldrei dvína. Hinn 33 ára gamli Argentínumaður mun því virða samning sinn út þetta tímabil og gefa sig allan í verkefnið. „Ég vil alltaf vinna. Ég er með mikið keppnisskap og hata að tapa. Ég vill það besta fyrir félagið, fyrir búningsklefann og fyrir sjálfan mig,“ segir Messi í viðtali við Goal.com. Það er allavega ljóst að Messi hefur fengið sínu framgengt undanfarin ár en hann er launahæsti knattspyrnumaður í heimi. Cristiano Ronaldo þénar þó meira á ári en hann fær12 milljónum dollara minna í laun frá Juventus en Messi fær frá Barcelona. The love story continues pic.twitter.com/LAoMsIwAUs— Goal (@goal) September 4, 2020 Messi er ósáttur með umræðuna sem myndaðist í kringum mögulega brottför hans frá Barcelona. „Það særði mig þegar ég heyrði fólk, og blaðamenn, efast um hollustu mína gagnvart Barcelona. Sagðir voru hlutir sem ég tel mig ekki eiga skilið en það hjálpar mér líka að sjá hvernig fólk er í raun og veru. Knattspyrnuheimurinn getur verið mjög erfiður og það er mikið af lygurum. Þetta hefur hjálpað mér að sjá hverjir eru lygarar og hverjir ekki. Það særði mig þegar fólk efaðist um ást mína á félaginu.“ WORLD EXCLUSIVE We spoke to Lionel Messi about why he felt forced to leave Barcelona, how it devastated his family and what his future looks like now — Goal (@goal) September 4, 2020 „Sama hversu mikið ég vill fara, ást mín á Barcelona mun aldrei breytast,“ sagði Messi að lokum.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi verður áfram hjá Barcelona Lionel Messi vill ekki enda ferill sinn hjá Barcelona inn í réttarsal og hefur ákveðið að klára síðasta tímabilið í samningi sínum. 4. september 2020 16:20 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga í Messunni í gær Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Sjá meira
Messi verður áfram hjá Barcelona Lionel Messi vill ekki enda ferill sinn hjá Barcelona inn í réttarsal og hefur ákveðið að klára síðasta tímabilið í samningi sínum. 4. september 2020 16:20