Grínuðust með það að Sara Björk ætti að fara og taka við silfrinu líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 14:00 Sara Björk Gunnarsdóttir faðmar Pernille Harder um leið og Wolfsburg leikmenninrir ganga framhjá. Getty/Sergio Perez Sara Björk Gunnarsdóttir vann í raun bæði gull og silfur í Meistaradeildinni í ár því liðið sem hún endaði tímabilið vann liðið sem hún byrjaði tímabilið með í úrslitaleiknum. Sara Björk Gunnarsdóttir náði langþráðu takmarki sínu með því að vinna Meistaradeildinni með Lyon í gær og innsiglaði sjálf sigurinn með því að skora þriðja mark Lyon á 88. mínútu. Sara Björk Gunnarsdóttir fagnaði titlinum innilega eftir leikinn og það sást líka vel þegar fyrrum samherjar hennar í Wolfsburg föðmuðu hana eftir leikinn. Sara Björk var í fjögur ár hjá Wolfsburg og átti þar mjög góðar vinkonur eins og til dæmis hina dönsku Pernille Harder sem Sara hughreysti sérstaklega eftir leikinn. Sindri Sverrisson spurði Söru um gull og silfur pælinguna í viðtali fyrir Vísi. „Ég veit það ekki og er ekkert að pæla í því. Það var einhver að spyrja mig fyrir leikinn og svo voru stelpurnar í Lyon að djóka í mér í rútunni á leiðinni í leikinn; „Sara, það bara skiptir ekki máli hvernig fer, þú ert búin að vinna sama hvað.“ Ég reyndi bara að halda kúlinu í öllu stressinu. En ef að Wolfsburg hefði unnið leikinn þá hefði ég aldrei sagt að ég hefði unnið keppnina. Ég er núna að spila með Lyon og vinn eða tapa með liðinu. Þetta kemur í ljós. Ég er í ágætri stöðu hérna með gullið,“ sagði Sara. Það sem vakti líka athygli var það sem var í gangi þegar liðsfélagar Söru, voru ásamt henni, búnar að stilla sér upp í heiðursvörð fyrir dómarana og leikmenn silfurliðs Wolfsburg. Þar mátti greinilega lesa í grín liðsfélaga hennar að þær voru að segja Söru að fara með gömlu félögunum og taka við silfurverðlaununum. Sjónvarpsvélarnar voru í nærmynd þegar Lyon stelpurnar voru að fíflast með það að Sara Björk ætti að fara með og taka við silfrinu. Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sex leiki í Meistaradeildinni á tímabilinu 2019-20 og skoraði í þeim tvö mörk. Sara skoraði 1 mark í 3 leikjum með gullliði Lyon og skoraði 1 mark í 3 leikjum með silfurliði Wolfsburg. Hér fyrir neðan má sjá Lyon stelpurnar grínast í Söru Björk og hvetja hana til þess að fara og taka við silfrinu. Klippa: Grínuðust með það að Sara Björk sætti að sækja sér silfrið líka Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir vann í raun bæði gull og silfur í Meistaradeildinni í ár því liðið sem hún endaði tímabilið vann liðið sem hún byrjaði tímabilið með í úrslitaleiknum. Sara Björk Gunnarsdóttir náði langþráðu takmarki sínu með því að vinna Meistaradeildinni með Lyon í gær og innsiglaði sjálf sigurinn með því að skora þriðja mark Lyon á 88. mínútu. Sara Björk Gunnarsdóttir fagnaði titlinum innilega eftir leikinn og það sást líka vel þegar fyrrum samherjar hennar í Wolfsburg föðmuðu hana eftir leikinn. Sara Björk var í fjögur ár hjá Wolfsburg og átti þar mjög góðar vinkonur eins og til dæmis hina dönsku Pernille Harder sem Sara hughreysti sérstaklega eftir leikinn. Sindri Sverrisson spurði Söru um gull og silfur pælinguna í viðtali fyrir Vísi. „Ég veit það ekki og er ekkert að pæla í því. Það var einhver að spyrja mig fyrir leikinn og svo voru stelpurnar í Lyon að djóka í mér í rútunni á leiðinni í leikinn; „Sara, það bara skiptir ekki máli hvernig fer, þú ert búin að vinna sama hvað.“ Ég reyndi bara að halda kúlinu í öllu stressinu. En ef að Wolfsburg hefði unnið leikinn þá hefði ég aldrei sagt að ég hefði unnið keppnina. Ég er núna að spila með Lyon og vinn eða tapa með liðinu. Þetta kemur í ljós. Ég er í ágætri stöðu hérna með gullið,“ sagði Sara. Það sem vakti líka athygli var það sem var í gangi þegar liðsfélagar Söru, voru ásamt henni, búnar að stilla sér upp í heiðursvörð fyrir dómarana og leikmenn silfurliðs Wolfsburg. Þar mátti greinilega lesa í grín liðsfélaga hennar að þær voru að segja Söru að fara með gömlu félögunum og taka við silfurverðlaununum. Sjónvarpsvélarnar voru í nærmynd þegar Lyon stelpurnar voru að fíflast með það að Sara Björk ætti að fara með og taka við silfrinu. Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sex leiki í Meistaradeildinni á tímabilinu 2019-20 og skoraði í þeim tvö mörk. Sara skoraði 1 mark í 3 leikjum með gullliði Lyon og skoraði 1 mark í 3 leikjum með silfurliði Wolfsburg. Hér fyrir neðan má sjá Lyon stelpurnar grínast í Söru Björk og hvetja hana til þess að fara og taka við silfrinu. Klippa: Grínuðust með það að Sara Björk sætti að sækja sér silfrið líka
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira