Ungmenni vilja svansvottaðar byggingar í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. ágúst 2020 17:20 Egill Örnuson Hermannsson, sem á sæti í ungmennaráði Sveitarfélagsins Árborgar og fer fyrir málinu um svansvottunina. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ungmennaráð Árborgar hefur lagt það til við bæjarstjórn Árborgar að allar byggingar, sem byggðar eru á vegum sveitarfélagsins séu svansvottaðar en svansvottun er opinbert norrænt umhverfismerki. Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að vísað erindi ungmennaráðs til fræðslunefndar, eigna- og veitunefndar og umhverfisnefndar til skoðunar. Ungmennaráð vill að allar byggingar, sem byggðar eru á vegum Árborgar séu Svansvottaðar og segir að góð byrjun væri nýr grunnskóli sem er verið að byggja á Selfossi. „Þeir sem sækja um vottunina þurfa að sýna fram á að varan sé umhverfisvæn allt frá framleiðslu og þar til henni er fargað. Þetta er vottun sem norræna ráðherranefndin kom á fót 1989 og Umhverfisstofnun sér um þetta hér á Íslandi,“ segir Egill Örnuson Hermannsson, sem á sæti í ungmennaráði Árborgar. En hvað kemur til að ungmennaráð Árborgar er að spá í þessi mál? „Við brennum mikið fyrir umhverfismálum og ungt fólk nú til dagsins. Innblásturinn fyrir þetta var að ráðið komast að því að nýr skóli í Kópavogi, nýr Kársnesskóli átti að vera byggður af hefðbundnum hætti, þar að segja steinsteypu og svo kom sú hugmynd upp á borðið hjá þeim að húsið yrði frekar byggt úr timbureiningum og skólinn yrði þá allur svansvottaður. Þá ætluðum við nú ekki að vera númer tvö í Árborg, við ætluðum bara að vera best og þá að byggja okkar eigin skóla Svansvottaðan,“ segir Egill. Um 10 þúsund manns búa í Sveitarfélaginu Árborg í dag en hér er loftmynd af Selfossi, sem er alltaf að þenjast meira og meira út. Ungmennaráð leggur til að allar byggingar sveitarfélagsins í framtíðinni verði svansvottaðar.Mats Wibe Lund Egill segir að nýr miðbær, sem er verið að byggja á Selfossi af einkaaðilum sé svansvottaður og því ætti Árborg að fara létt með það að svansvotta sínar byggingar, sem verða byggðar í framtíðinni. En hvernig hefur bæjarstjórn Árborgar tekið bókun ungmennaráðsins? „Þau tóku ágætlega í það á síðsta fundi bæjarstjórnar, þau samþykktu samhljóða að setja málið í nefndir og ætla svo að skoða hvað þetta þýðir fyrir sveitarfélagið,“ segir Egill. Árborg Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Ungmennaráð Árborgar hefur lagt það til við bæjarstjórn Árborgar að allar byggingar, sem byggðar eru á vegum sveitarfélagsins séu svansvottaðar en svansvottun er opinbert norrænt umhverfismerki. Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að vísað erindi ungmennaráðs til fræðslunefndar, eigna- og veitunefndar og umhverfisnefndar til skoðunar. Ungmennaráð vill að allar byggingar, sem byggðar eru á vegum Árborgar séu Svansvottaðar og segir að góð byrjun væri nýr grunnskóli sem er verið að byggja á Selfossi. „Þeir sem sækja um vottunina þurfa að sýna fram á að varan sé umhverfisvæn allt frá framleiðslu og þar til henni er fargað. Þetta er vottun sem norræna ráðherranefndin kom á fót 1989 og Umhverfisstofnun sér um þetta hér á Íslandi,“ segir Egill Örnuson Hermannsson, sem á sæti í ungmennaráði Árborgar. En hvað kemur til að ungmennaráð Árborgar er að spá í þessi mál? „Við brennum mikið fyrir umhverfismálum og ungt fólk nú til dagsins. Innblásturinn fyrir þetta var að ráðið komast að því að nýr skóli í Kópavogi, nýr Kársnesskóli átti að vera byggður af hefðbundnum hætti, þar að segja steinsteypu og svo kom sú hugmynd upp á borðið hjá þeim að húsið yrði frekar byggt úr timbureiningum og skólinn yrði þá allur svansvottaður. Þá ætluðum við nú ekki að vera númer tvö í Árborg, við ætluðum bara að vera best og þá að byggja okkar eigin skóla Svansvottaðan,“ segir Egill. Um 10 þúsund manns búa í Sveitarfélaginu Árborg í dag en hér er loftmynd af Selfossi, sem er alltaf að þenjast meira og meira út. Ungmennaráð leggur til að allar byggingar sveitarfélagsins í framtíðinni verði svansvottaðar.Mats Wibe Lund Egill segir að nýr miðbær, sem er verið að byggja á Selfossi af einkaaðilum sé svansvottaður og því ætti Árborg að fara létt með það að svansvotta sínar byggingar, sem verða byggðar í framtíðinni. En hvernig hefur bæjarstjórn Árborgar tekið bókun ungmennaráðsins? „Þau tóku ágætlega í það á síðsta fundi bæjarstjórnar, þau samþykktu samhljóða að setja málið í nefndir og ætla svo að skoða hvað þetta þýðir fyrir sveitarfélagið,“ segir Egill.
Árborg Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira