Álfarnir á Húsavík fóðraðir með smákökum og bjór Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2020 20:45 Álfahúsið góða. Þeir sem heimsótt hafa Húsavík í sumar vegna Eurovision-myndar Will Ferrel hafa meðal annars tekið upp á því að fóðra „álfana“ sem léku hlutverk í myndinni með smákökum og bjór. Þetta segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hóteleigandi á Húsavík, sem ræddi sumarið og þau áhrif sem myndin hefur haft á Húsavík í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum inn í sumar sem að vissum ekkert hvernig yrði. En við fundum það strax eftir að myndin kom út að fólk fór að gera sér ferð til Húsavíkur sérstaklega út af myndinni,“ sagði Örlygur Hnefill. Líkt og kunnugt er leikur Húsavík stórt hlutverk í myndinni og hafa bæði Íslendingar og þeir erlendir ferðamenn sem komið hafa hingað til lands í sumar streymt í bæinn, fyrst Íslendingarnir, svo erlendu ferðamennirnir. Örlygur Hnefill Örlygsson og Leonardo Piccione, báðir miklir Eurovision aðdáendur og veitingamenn á Jaja Ding Dong HúsavíkAðsend „Svo seinni part sumars þegar var farið af sjást meira af erlendu ferðafólki urðum við svolítið vör við það. Við urðum svolítið vör við það að fólk sem var komið til Íslands, ætlaði kannski ekki á Húsavík en hafði séð myndina og lagði leið sína sérstaklega norður út af henni,“ sagði Örlygur Hnefill. Ferðamennirnir séu mikið í því að mynda þá staði sem sjást í myndinni og þar á meðal álfahús sem Örlygur Hnefill og félagar byggðu eftir fyrirmyndinni sem bregður fyrir í myndinni sjálfri. „Það er búið að vera gríðarlegur straumur að húsinu í sumar. Og fólk er að skilja eftir, leikföng hafa verið skilinn eftir, smákökur líka og í tvo skipti bjór,“ sagði Örlygur Hnefill sem tók eftir bjórnum eitt kvöldið. Hugsaði hann þá með sér að hann myndi sækja bjórinn daginn eftir, en þá var búið að drekka hann. „Hvort það voru álfarnir eða einhver annar það verður að koma í ljós seinna.“ Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Bakvið tjöldin við tökur á Eurovision-myndinni Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 10. ágúst 2020 13:30 Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. 28. júlí 2020 23:23 Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31 Netflix gefur út tíu klukkustunda útgáfu af Jaja Ding Dong Lagið Jaja Ding Dong hefur vakið heimsathygli frá því að það kom fyrst út í kvikmynd Will Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. 17. júlí 2020 15:29 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Þeir sem heimsótt hafa Húsavík í sumar vegna Eurovision-myndar Will Ferrel hafa meðal annars tekið upp á því að fóðra „álfana“ sem léku hlutverk í myndinni með smákökum og bjór. Þetta segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hóteleigandi á Húsavík, sem ræddi sumarið og þau áhrif sem myndin hefur haft á Húsavík í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum inn í sumar sem að vissum ekkert hvernig yrði. En við fundum það strax eftir að myndin kom út að fólk fór að gera sér ferð til Húsavíkur sérstaklega út af myndinni,“ sagði Örlygur Hnefill. Líkt og kunnugt er leikur Húsavík stórt hlutverk í myndinni og hafa bæði Íslendingar og þeir erlendir ferðamenn sem komið hafa hingað til lands í sumar streymt í bæinn, fyrst Íslendingarnir, svo erlendu ferðamennirnir. Örlygur Hnefill Örlygsson og Leonardo Piccione, báðir miklir Eurovision aðdáendur og veitingamenn á Jaja Ding Dong HúsavíkAðsend „Svo seinni part sumars þegar var farið af sjást meira af erlendu ferðafólki urðum við svolítið vör við það. Við urðum svolítið vör við það að fólk sem var komið til Íslands, ætlaði kannski ekki á Húsavík en hafði séð myndina og lagði leið sína sérstaklega norður út af henni,“ sagði Örlygur Hnefill. Ferðamennirnir séu mikið í því að mynda þá staði sem sjást í myndinni og þar á meðal álfahús sem Örlygur Hnefill og félagar byggðu eftir fyrirmyndinni sem bregður fyrir í myndinni sjálfri. „Það er búið að vera gríðarlegur straumur að húsinu í sumar. Og fólk er að skilja eftir, leikföng hafa verið skilinn eftir, smákökur líka og í tvo skipti bjór,“ sagði Örlygur Hnefill sem tók eftir bjórnum eitt kvöldið. Hugsaði hann þá með sér að hann myndi sækja bjórinn daginn eftir, en þá var búið að drekka hann. „Hvort það voru álfarnir eða einhver annar það verður að koma í ljós seinna.“ Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Bakvið tjöldin við tökur á Eurovision-myndinni Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 10. ágúst 2020 13:30 Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. 28. júlí 2020 23:23 Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31 Netflix gefur út tíu klukkustunda útgáfu af Jaja Ding Dong Lagið Jaja Ding Dong hefur vakið heimsathygli frá því að það kom fyrst út í kvikmynd Will Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. 17. júlí 2020 15:29 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Bakvið tjöldin við tökur á Eurovision-myndinni Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 10. ágúst 2020 13:30
Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. 28. júlí 2020 23:23
Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31
Netflix gefur út tíu klukkustunda útgáfu af Jaja Ding Dong Lagið Jaja Ding Dong hefur vakið heimsathygli frá því að það kom fyrst út í kvikmynd Will Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. 17. júlí 2020 15:29