Óvenju mörg sjálfsvíg það sem af er ári Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. ágúst 2020 18:40 Fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári er farin að nálgast árlegan fjölda síðustu ára. Meira en þrefalt fleiri hafa leitað til Píeta samtakana í ár og hefur sumarið verið mjög þungt. Ekki hafa verið gefnar út opinberar tölur um sjálfsvíg á árinu en heimildir fréttastofu herma að þau séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Síðastliðinn áratug hafa sjálfsvíg verið að meðaltali 39 á ári. Til Píeta samtakanna leitar fólk með sjálfsvígshuganir og aðstandendur þeirra, sem og aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. „Júlí var mjög þungur hjá okkur og það komu nokkur erfið mál inn. Það voru tæplega 300 viðtöl í húsi og yfir fjörutíu nýir einstaklingar sem leituðu sér aðstoðar hjá okkur þannig það er klárlega aukning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta Samtakanna. Í júlí voru tekin 289 viðtöl hjá samtökunum miðað við 134 í júlí í fyrra. Það sem af er ágúst hafa verið tekin 289 viðtöl miðað við 134 í ágúst í fyrra. „Þetta sumar hefur reynst mörgum erfitt en það er okkar ábyrgð að sýna fólki fram á það að það er til von, það er hjálp,“ segir Kristín. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Píeta samtakanna.Vísir/Egill Þungt hljóð í samfélaginu Það virðist sem fólk sé nú viljugra að leita sér hjálpar. Kristín telur að mikil neikvæð umræða geti haft áhrif á þróunina. „Samfélagið hefur verið rosalega þungt og það er vinsælt að tala um Covid. Það er sama hvað þú lest eða horfir á eða sérð þá er allt neikvætt og erfitt. En burt séð frá því þá upplifa allir erfiðleika og fólk er misjafnlega í stakk búið til að takast á við þá og stundum eru erfiðleikarnir það miklir að þú getur ekki komist yfir þá einn," segir Kristín. „Það eru fullt af úrræðum sem fólk getur snúið sér til vegna þess að sjálfvíg er aldrei lausnin. Aldrei.“ Þá hefur orðið nokkur auking á sjálfsvígssímtölum til Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Símtölin eru orðin 680 í ár og hefur fjölgað um 100 símtöl á milli ára eða nærri 20 prósent. 232 sjálfsvígssímtöl hafa komið inn í sumar, eða frá júní til 24. ágúst, sem er nokkur fjölgun frá sama tímabili í fyrra. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Geðheilbrigði Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári er farin að nálgast árlegan fjölda síðustu ára. Meira en þrefalt fleiri hafa leitað til Píeta samtakana í ár og hefur sumarið verið mjög þungt. Ekki hafa verið gefnar út opinberar tölur um sjálfsvíg á árinu en heimildir fréttastofu herma að þau séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Síðastliðinn áratug hafa sjálfsvíg verið að meðaltali 39 á ári. Til Píeta samtakanna leitar fólk með sjálfsvígshuganir og aðstandendur þeirra, sem og aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. „Júlí var mjög þungur hjá okkur og það komu nokkur erfið mál inn. Það voru tæplega 300 viðtöl í húsi og yfir fjörutíu nýir einstaklingar sem leituðu sér aðstoðar hjá okkur þannig það er klárlega aukning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta Samtakanna. Í júlí voru tekin 289 viðtöl hjá samtökunum miðað við 134 í júlí í fyrra. Það sem af er ágúst hafa verið tekin 289 viðtöl miðað við 134 í ágúst í fyrra. „Þetta sumar hefur reynst mörgum erfitt en það er okkar ábyrgð að sýna fólki fram á það að það er til von, það er hjálp,“ segir Kristín. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Píeta samtakanna.Vísir/Egill Þungt hljóð í samfélaginu Það virðist sem fólk sé nú viljugra að leita sér hjálpar. Kristín telur að mikil neikvæð umræða geti haft áhrif á þróunina. „Samfélagið hefur verið rosalega þungt og það er vinsælt að tala um Covid. Það er sama hvað þú lest eða horfir á eða sérð þá er allt neikvætt og erfitt. En burt séð frá því þá upplifa allir erfiðleika og fólk er misjafnlega í stakk búið til að takast á við þá og stundum eru erfiðleikarnir það miklir að þú getur ekki komist yfir þá einn," segir Kristín. „Það eru fullt af úrræðum sem fólk getur snúið sér til vegna þess að sjálfvíg er aldrei lausnin. Aldrei.“ Þá hefur orðið nokkur auking á sjálfsvígssímtölum til Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Símtölin eru orðin 680 í ár og hefur fjölgað um 100 símtöl á milli ára eða nærri 20 prósent. 232 sjálfsvígssímtöl hafa komið inn í sumar, eða frá júní til 24. ágúst, sem er nokkur fjölgun frá sama tímabili í fyrra. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Geðheilbrigði Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira