31% atvinnuleysi í Mýrdalshreppi og 21% í Skaftárhreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2020 07:30 Vinnumálastofnun reiknar með 31% atvinnuleysi í Mýrdalshreppi í apríl. Í Vík í Mýrdal byggist allt meira og minna á ferðaþjónustu, sem er hrunin í dag vegna Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson. Í kjöfar Covid-19 þá er atvinnuleysi á Suðurlandi komið upp í 7,5% og reiknað er með að það fari upp í 12,9% í apríl. Í febrúar síðastliðinn var atvinnuleysi á svæðinu 3,6%. Alls hafa 1654 umsóknir borist um minnkað starfshlutfall frá 679 fyrirtækjum á svæðinu. Hlutfallið á milli kynjanna er tiltölulega jafnt eða 54 % karla og 46 % konur. „Ég myndi segja að fyrirtæki á Suðurlandi væru að bregðast rétt við og mjög gleðilegt að lang flest fyrirtæki eru að halda í ráðningarsambandið og nýta sér „minnkað starfshlutfall“ í stað þess að slíta ráðningarsambandinu við sitt starfsfólk,“ segir Svava Júlía Jónsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurlandi. „Ástandið mæðir mest á minni sveitarfélögunum sem eiga nánast allt sitt undir ferðaþjónustu. Má þá nefna að í Mýrdalshreppi er áætlað að 31% atvinnuleysi verði í apríl og 20.6 % í Skaftárhreppi. Það segir sig sjálft að atvinnulífið er lamað miðað við það sem var á þessum stöðum og er það áhyggjuefni,“ segir Svava Júlía. 47% starfanna í atvinnuleysinu á Suðurlandi koma úr ferðaþjónustu, 19% úr frumvinnslu og iðnaði 13% úr verslun 13 % úr opinberri þjónustu og 7% úr ýmissi þjónustu.Mikið álag „Það er mikið álag hjá allri stofnuninni í heild. Mikil samstaða ríkir innan stofnunarinnar og býr hún yfir miklum mannauði, allir leggjast á eitt til að allt gangi sem best fyrir sig. Við erum með 3,6% stöðugildi á starfstöðinni á Suðurlandi og er svæðið okkar frá Lómagnúpi í austri til Hellisheiðarvirkjunar í vestri ásamt Vestmannaeyjum. Svæðið er stórt og verkefnin einnig, starfsmennirnir á Suðurlandi eins og hjá stofnunni allri eiga mikið hrós fyrir að leggja sig alla fram og komast yfir það mikla álag sem nú ríkir. En eins og forstjórinn okkar sagði um daginn þá sjáum við vonandi í „land“ fljótlega og við trúum því og vonum að samfélagið okkar nái sér sem fyrst,“ segir Svava Júlía. Hún leggur áherslu á að að ef fyrirtæki ætla að segja starfsfólki sínu upp og láta það sækja um 100% atvinnuleysisbætur þá ber að virða uppsagnarfrestinn og greiða hann áður en starfsmaðurinn getur skráð sig í atvinnuleit. Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Vinnumarkaður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Í kjöfar Covid-19 þá er atvinnuleysi á Suðurlandi komið upp í 7,5% og reiknað er með að það fari upp í 12,9% í apríl. Í febrúar síðastliðinn var atvinnuleysi á svæðinu 3,6%. Alls hafa 1654 umsóknir borist um minnkað starfshlutfall frá 679 fyrirtækjum á svæðinu. Hlutfallið á milli kynjanna er tiltölulega jafnt eða 54 % karla og 46 % konur. „Ég myndi segja að fyrirtæki á Suðurlandi væru að bregðast rétt við og mjög gleðilegt að lang flest fyrirtæki eru að halda í ráðningarsambandið og nýta sér „minnkað starfshlutfall“ í stað þess að slíta ráðningarsambandinu við sitt starfsfólk,“ segir Svava Júlía Jónsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurlandi. „Ástandið mæðir mest á minni sveitarfélögunum sem eiga nánast allt sitt undir ferðaþjónustu. Má þá nefna að í Mýrdalshreppi er áætlað að 31% atvinnuleysi verði í apríl og 20.6 % í Skaftárhreppi. Það segir sig sjálft að atvinnulífið er lamað miðað við það sem var á þessum stöðum og er það áhyggjuefni,“ segir Svava Júlía. 47% starfanna í atvinnuleysinu á Suðurlandi koma úr ferðaþjónustu, 19% úr frumvinnslu og iðnaði 13% úr verslun 13 % úr opinberri þjónustu og 7% úr ýmissi þjónustu.Mikið álag „Það er mikið álag hjá allri stofnuninni í heild. Mikil samstaða ríkir innan stofnunarinnar og býr hún yfir miklum mannauði, allir leggjast á eitt til að allt gangi sem best fyrir sig. Við erum með 3,6% stöðugildi á starfstöðinni á Suðurlandi og er svæðið okkar frá Lómagnúpi í austri til Hellisheiðarvirkjunar í vestri ásamt Vestmannaeyjum. Svæðið er stórt og verkefnin einnig, starfsmennirnir á Suðurlandi eins og hjá stofnunni allri eiga mikið hrós fyrir að leggja sig alla fram og komast yfir það mikla álag sem nú ríkir. En eins og forstjórinn okkar sagði um daginn þá sjáum við vonandi í „land“ fljótlega og við trúum því og vonum að samfélagið okkar nái sér sem fyrst,“ segir Svava Júlía. Hún leggur áherslu á að að ef fyrirtæki ætla að segja starfsfólki sínu upp og láta það sækja um 100% atvinnuleysisbætur þá ber að virða uppsagnarfrestinn og greiða hann áður en starfsmaðurinn getur skráð sig í atvinnuleit.
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Vinnumarkaður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira