Viðskipti innlent

Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður lækkun stýrivaxta

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Seðlabankinn í vetrarham.
Seðlabankinn í vetrarham. Vísir/vilhelm
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur á fundi sem hefst klukkan 10. Beina útsendingu frá fundinum má nálgast hér að neðan.

Með lækkuninni eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, nú 2,25% og hafa aldrei verið lægri. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerir grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar á fundinum og svarar spurningum ásamt Rannveigu Sigurðardóttur aðstoðarseðlabankastjóra.

Sjá einnig: Stýrivextir lækkaðir um hálft prósentustig

Auk þess að lækka stýrivexti taldi peningastefnunefndin rétt að lækka meðaltalsbindiskyldu innlánsstofnana úr 1% niður í 0%. Föst bindiskylda verður þó áfram 1%.

Þessar aðgerðir eru sagðar til þess fallnar að auka svigrúm til að bregðast við breyttum aðstæðum í þjóðarbúskapnum, ekki síst vegna áhrifa kórónuveirunnar. Ríkisstjórnin kynnti að sama skapi sjö aðgerðir í gær sem hún hyggst ráðast í til að blása auknu lífi í atvinnulífið vegna væntra þrenginga.

Beint streymi af fundinum úr seðlabankanum má nálgast í spilaranum hér að neðan. Fundurinn hefst sem fyrr segir klukkan 10.


Tengdar fréttir

Viðbúið að kórónuveiran leiði til vaxtalækkunar

Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×