Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Ef spilarinn hér að ofan virkar ekki má nálgast fréttatímann í beinni útsendingu með því að smella hér.

Hátt í sjötíu prósent færri farþegar komu til landsins um Keflavíkurflugvöll í gær en væntanlegir voru fyrir viku. Lögregla hafði afskipti af nokkrum farþegum sem komu með Norrænu í morgun vegna brota á reglum um sóttkví.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Óttast er um langtíma afleiðingar álags á börn og ungmenni vegna sóttvarnaaðgerða. Einnig að viss hópur verði fyrir tengslarofi. Þetta kom fram á vinnufundi heilbrigðisráðherra þar sem rætt var hvernig við getum lifað með veirunni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Við verðum einnig í beinni frá Sundhöll Reykjavíkur. Langar raðir hafa myndast við sundlaugar undanfarið og hefur lögregla verið kölluð til vegna meintra brota á tveggja metra reglunni.

Þá verður rætt við bandarískan farsóttafræðing sem segir Ísland í kjörstöðu til að verja sig fyrir kórónuveirunni með skimunum og sóttkví á landamærunum. Yfirvöld hafi tök á að veita Íslendingum afar verðmæta gjöf, sem sé daglegt líf án veirunnar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður fjallað um jökulhlaup í Langjökli og landsfund demókrata þar sem forseti Bandaríkjanna hefur hlotið harða gagnrýni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×