VITA bregður á leik og gefur ferð fyrir tvo til Kanarí VITA kynning 11. mars 2020 11:45 VITA lumar á uppskriftinni að hinu fullkomna fríi á sólríkum og spennandi slóðum. Með VITA og Icelandair kemst þú meðal annars til Alicante, Almería, Kanarí, Tenerife og Salou. Hægt er að nota vildarpunkta Icelandair upp í ferðirnar. VITA bregður nú á leik og gefur flug fyrir tvo til Kanarí og vikudvöl á Parque Cristobal hótelinu. Lestu um áfangastaði VITA og svaraðu spurningunum neðst í greininni.KanaríÍ Kanarí-eyjaklasanum úti fyrir Norðvestur Afríku ríkir eilíft vor. Milt loftslag og einmuna veðurblíða er þar árið um kring en hitinn er að jafnaði 20 til 25 gráður á daginn. Kanaríeyjar eru sjö talsins og Gran Canaria sú þriðja stærsta. Eyjarnar eru gósenland fyrir göngugarpa og þar finnur hjólreiðafólk einnig sína paradís. Fyrir utan göngu- og hjólaferðir um náttúruna er hægt að fara í skipulagðar hesta, jeppa- og úlfaldaferðir, spila golf, demba sér í vatnsrennibrautagarð eða bara demba sér í hlýjan sjóinn. Flesta daga vikunnar má finna spennandi útimarkaði á eyjunni og fjölmargar verslanir eru á Ensku ströndinni, í Mas Palomas og í höfuðborginni, Las Palmas.Parque Cristobal hótelið er sjarmerandi smáhýsagarður tilvalinn fyrir fjölskyldur, pör og vinahópa. Smáhýsin eru ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum og einnig er hægt að panta krakkasvítur eða fjölskylduíbúðir. Hótelið hefur einnig að geyma notalega heilsulind og veitingastað sem býður upp á fjölbreytt úrval rétta. Öll þjónusta er í næsta nágrenni, verslanir og veitingahús og í garðinum eru tvö sundlaugarsvæði með leiktækjum fyrir börn.Alicante, Calpe og BenidormAlicante er Íslendingum að góðu kunn staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins á Spáni. Mikil veðursæld og fjölbreytt afþreying laðar fólk að árið um kring. Stutt er til Benidorm, Albir og Calpe sem allt eru miklir ferðamannastaðir og aðeins um eins og hálfs tíma akstur til Valencia. Annars er nóg um að vera í Alicante, menning, matur og vín og fjörugt skemmtanalíf, fjölbreyttir skemmtigarðar, söfn og sögulegar minjar að skoða. Strandlengjan er yfir sjö kílómetra löng og yndislegt að slaka á í sólinni á ströndinni. Á Benidorm finna allir eitthvað við sitt hæfi, sundlaugagarða, veitingastaði og glæsilega strandlengjuna. Hótel Rosamar er staðsett í hjarta Benidorm, með skemmtilegum sundlaugargarði, heilsulind og leiksvæði fyrir börnin svo fátt eitt sé nefnt. Benidorm er einn vinsælasti sumaráfangastaðurinn á Costa Blanca. Calpe er afar fallegur bær við Miðjarðarhafsströndina þar sem finna má fornminjar allt frá tímum Rómverja. Stutt er í marga ævintýralega skemmtigarða í nágrenninu. Suitopia hótelið í Calpe er nýtískulegt hótel á frábærum stað við ströndina og verslanir, veitingastaðir og iðandi mannlífið allt um kring. AlmeríaBorgin Almería er staðsett í suðausturhluta Spánar og er fræg um allan Spán fyrir glæsilega strandlengjuna sem teygir sig yfir 217 kílómetra við Miðjarðarhafið, frá Pulpí til Adra. Hitamælirinn fellur aldrei niður fyrir nítján gráður árið um kring í Almería. Fyrir þá sem sækja í iðandi menningarlíf, djass, rokk, leiksýningar, klassíska tónlist og flamengó dans finna þar allt við sitt hæfi. Gamlar kirkjur og falleg torg með pálmatrjám einkenna miðborgina en það sem laðar hvað flesta gesti til borgarinnar er Máravirkið Alcazaba. Byggingin hófst árið 955 og lauk á 11. öld. Hægt er að gleyma sér í göngu um æva fornar götur virkisins og einnig um völundarhúsið Al-medina, gömlu borgina sem liggur við virkisveggina.Zoraida Beach Resort eru tvö afar fjölskylduvæn hótel. Þar er allt til alls fyrir fullkomið frí með fjölskyldunni.TenerifeSólarparadísin Tenerife er Íslendingum vel kunn enda einstök veðursæld þar allt árið um kring, hlýr sjór og gylltar strendur. Tenerife býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir unga sem aldna og margt hægt að gera fyrir utan að liggja og sleikja sólina. Playa de las Américas eða Ameríska ströndin er annáluð fyrir fjörugt skemmtanalíf og á Costa Adeje geta kröfuharðir matgæðingar fundið hágæða veitingastaði og þar er að finna lúxushótel, -íbúðir og -smáhýsi fyrir þá sem vilja næði. Spennandi skoðunarferðir eru í boði á Tenerife, meðal annars til La Gomera þar sem fólk talaði ekki saman með orðum í gamla daga heldur á blístur-máli sem kallast Silbo. Hægt er að fara í kafbátaferðir frá höfninni í San Miguel eða kíkja í dýragarð og vatnsrennibrautagarð og þeir sem vilja kíkja í búðir finna allar helstu verslanirnar í höfuðstaðnum Santa Cruz á norðausturhluta eyjunnar. Sérstaklega vel fer um fjölskyldufólk á Family Garden Compostela íbúðahóteli sem stendur á besta stað á Amerísku ströndinni. Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar, önnur ætluð börnum. Nóg af sólbekkjum og sólhlífum. Parque Cristobal smáhýsasamstæðan er staðsett um 200 metra frá Amerísku ströndinni og er nýlega upp gerð. Þar er æðisleg aðstaða fyrir fjölskyldufólk og hópa sem ferðast saman. Í samstæðunni eru 150 smáhýsi af tveimur stærðum, öll með verönd og sólbekkjum. Einnig er hægt að bóka svokölluð "Emblem" smáhýsi en þar eru baðsloppar, inniskór og lúxus baðvörur, Nespresso vél þar sem fyllt er á kaffihylki, minibar og háhraða nettenging. SalouSalou á Spáni er vinsæll áfangastaður rétt fyrir utan Barcelona en um 120 kílómetra akstur er frá flugvellinum í Barcelona til Salou. Þar eru gylltar strendur, vatna- og skemmtigarðar, spennandi veitingastaðir og skemmtilegt næturlíf svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Tívolíið PortAventura í Salou er til dæmis einn stærsti skemmtigarður Spánar og þar getur öll fjölskyldan átt frábæran dag. Fjölbreytta afþreyingu er að finna í Salou, vatnasport, leiksýningar og spennandi verslanir. Hægt er að gleyma sér við að skoða sögulegar minjar en saga Salou teygir sig aftur til 13. aldar. Allt umhverfi bæjarins er afar fagurt.Viltu vinna ferð fyrir tvo til Kanarí?Taktu þátt í leiknum hér fyrir neðan og þú gætir unnið draumaferð fyrir tvo til Kanarí. Dregið verður út í beinni á Bylgjunni.Þessi kynning er unnin í samstarfi við VITAHleður… Ferðalög Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Sjá meira
VITA lumar á uppskriftinni að hinu fullkomna fríi á sólríkum og spennandi slóðum. Með VITA og Icelandair kemst þú meðal annars til Alicante, Almería, Kanarí, Tenerife og Salou. Hægt er að nota vildarpunkta Icelandair upp í ferðirnar. VITA bregður nú á leik og gefur flug fyrir tvo til Kanarí og vikudvöl á Parque Cristobal hótelinu. Lestu um áfangastaði VITA og svaraðu spurningunum neðst í greininni.KanaríÍ Kanarí-eyjaklasanum úti fyrir Norðvestur Afríku ríkir eilíft vor. Milt loftslag og einmuna veðurblíða er þar árið um kring en hitinn er að jafnaði 20 til 25 gráður á daginn. Kanaríeyjar eru sjö talsins og Gran Canaria sú þriðja stærsta. Eyjarnar eru gósenland fyrir göngugarpa og þar finnur hjólreiðafólk einnig sína paradís. Fyrir utan göngu- og hjólaferðir um náttúruna er hægt að fara í skipulagðar hesta, jeppa- og úlfaldaferðir, spila golf, demba sér í vatnsrennibrautagarð eða bara demba sér í hlýjan sjóinn. Flesta daga vikunnar má finna spennandi útimarkaði á eyjunni og fjölmargar verslanir eru á Ensku ströndinni, í Mas Palomas og í höfuðborginni, Las Palmas.Parque Cristobal hótelið er sjarmerandi smáhýsagarður tilvalinn fyrir fjölskyldur, pör og vinahópa. Smáhýsin eru ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum og einnig er hægt að panta krakkasvítur eða fjölskylduíbúðir. Hótelið hefur einnig að geyma notalega heilsulind og veitingastað sem býður upp á fjölbreytt úrval rétta. Öll þjónusta er í næsta nágrenni, verslanir og veitingahús og í garðinum eru tvö sundlaugarsvæði með leiktækjum fyrir börn.Alicante, Calpe og BenidormAlicante er Íslendingum að góðu kunn staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins á Spáni. Mikil veðursæld og fjölbreytt afþreying laðar fólk að árið um kring. Stutt er til Benidorm, Albir og Calpe sem allt eru miklir ferðamannastaðir og aðeins um eins og hálfs tíma akstur til Valencia. Annars er nóg um að vera í Alicante, menning, matur og vín og fjörugt skemmtanalíf, fjölbreyttir skemmtigarðar, söfn og sögulegar minjar að skoða. Strandlengjan er yfir sjö kílómetra löng og yndislegt að slaka á í sólinni á ströndinni. Á Benidorm finna allir eitthvað við sitt hæfi, sundlaugagarða, veitingastaði og glæsilega strandlengjuna. Hótel Rosamar er staðsett í hjarta Benidorm, með skemmtilegum sundlaugargarði, heilsulind og leiksvæði fyrir börnin svo fátt eitt sé nefnt. Benidorm er einn vinsælasti sumaráfangastaðurinn á Costa Blanca. Calpe er afar fallegur bær við Miðjarðarhafsströndina þar sem finna má fornminjar allt frá tímum Rómverja. Stutt er í marga ævintýralega skemmtigarða í nágrenninu. Suitopia hótelið í Calpe er nýtískulegt hótel á frábærum stað við ströndina og verslanir, veitingastaðir og iðandi mannlífið allt um kring. AlmeríaBorgin Almería er staðsett í suðausturhluta Spánar og er fræg um allan Spán fyrir glæsilega strandlengjuna sem teygir sig yfir 217 kílómetra við Miðjarðarhafið, frá Pulpí til Adra. Hitamælirinn fellur aldrei niður fyrir nítján gráður árið um kring í Almería. Fyrir þá sem sækja í iðandi menningarlíf, djass, rokk, leiksýningar, klassíska tónlist og flamengó dans finna þar allt við sitt hæfi. Gamlar kirkjur og falleg torg með pálmatrjám einkenna miðborgina en það sem laðar hvað flesta gesti til borgarinnar er Máravirkið Alcazaba. Byggingin hófst árið 955 og lauk á 11. öld. Hægt er að gleyma sér í göngu um æva fornar götur virkisins og einnig um völundarhúsið Al-medina, gömlu borgina sem liggur við virkisveggina.Zoraida Beach Resort eru tvö afar fjölskylduvæn hótel. Þar er allt til alls fyrir fullkomið frí með fjölskyldunni.TenerifeSólarparadísin Tenerife er Íslendingum vel kunn enda einstök veðursæld þar allt árið um kring, hlýr sjór og gylltar strendur. Tenerife býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir unga sem aldna og margt hægt að gera fyrir utan að liggja og sleikja sólina. Playa de las Américas eða Ameríska ströndin er annáluð fyrir fjörugt skemmtanalíf og á Costa Adeje geta kröfuharðir matgæðingar fundið hágæða veitingastaði og þar er að finna lúxushótel, -íbúðir og -smáhýsi fyrir þá sem vilja næði. Spennandi skoðunarferðir eru í boði á Tenerife, meðal annars til La Gomera þar sem fólk talaði ekki saman með orðum í gamla daga heldur á blístur-máli sem kallast Silbo. Hægt er að fara í kafbátaferðir frá höfninni í San Miguel eða kíkja í dýragarð og vatnsrennibrautagarð og þeir sem vilja kíkja í búðir finna allar helstu verslanirnar í höfuðstaðnum Santa Cruz á norðausturhluta eyjunnar. Sérstaklega vel fer um fjölskyldufólk á Family Garden Compostela íbúðahóteli sem stendur á besta stað á Amerísku ströndinni. Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar, önnur ætluð börnum. Nóg af sólbekkjum og sólhlífum. Parque Cristobal smáhýsasamstæðan er staðsett um 200 metra frá Amerísku ströndinni og er nýlega upp gerð. Þar er æðisleg aðstaða fyrir fjölskyldufólk og hópa sem ferðast saman. Í samstæðunni eru 150 smáhýsi af tveimur stærðum, öll með verönd og sólbekkjum. Einnig er hægt að bóka svokölluð "Emblem" smáhýsi en þar eru baðsloppar, inniskór og lúxus baðvörur, Nespresso vél þar sem fyllt er á kaffihylki, minibar og háhraða nettenging. SalouSalou á Spáni er vinsæll áfangastaður rétt fyrir utan Barcelona en um 120 kílómetra akstur er frá flugvellinum í Barcelona til Salou. Þar eru gylltar strendur, vatna- og skemmtigarðar, spennandi veitingastaðir og skemmtilegt næturlíf svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Tívolíið PortAventura í Salou er til dæmis einn stærsti skemmtigarður Spánar og þar getur öll fjölskyldan átt frábæran dag. Fjölbreytta afþreyingu er að finna í Salou, vatnasport, leiksýningar og spennandi verslanir. Hægt er að gleyma sér við að skoða sögulegar minjar en saga Salou teygir sig aftur til 13. aldar. Allt umhverfi bæjarins er afar fagurt.Viltu vinna ferð fyrir tvo til Kanarí?Taktu þátt í leiknum hér fyrir neðan og þú gætir unnið draumaferð fyrir tvo til Kanarí. Dregið verður út í beinni á Bylgjunni.Þessi kynning er unnin í samstarfi við VITAHleður…
Ferðalög Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Sjá meira