Taktleysi að bjóða ekki fulltrúum ferðaþjónustunnar á samráðsfund Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 14:06 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki boðið fulltrúum atvinnugreinarinnar á samráðsfund stjórnvalda vegna áframhaldandi aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins sem fór fram í morgun. „Mér hefði kannski þótt eðlilegt miðað við hvernig til fundarins er boðað, markmiðið og uppleggið, að fulltrúar rekstraraðila í atvinnugreininni sem hefur orðið harðast úti, að leitast væri eftir að fá þeirra rödd inn í þessar pælingar varðandi framhaldið, hvernig við ætlum að lifa með þessu og hver áhrifin eru,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir augljóst af fundarboðinu að á fundinum hafi áhrifum á samfélagið, þar með talið atvinnulífið verið velt upp. Það skjóti skökku við að fulltrúum atvinnugreinarinnar sem hafi þurft að þola stærsta höggið af hálfu faraldursins hafi ekki verið boðið á fundinn. Taktleysi af stjórnvöldum að fá ekki bein sjónarmið atvinnugreinarinnar „Auðvitað eru þarna fulltrúar úr atvinnulífinu eins og frá Samtökum atvinnulífsins er fulltrúi og ferðamálastjóri er þarna sem hefur náttúrulega þekkingu á atvinnugreininni en Samtök ferðaþjónustunnar eru náttúrulega fulltrúar þessarar atvinnugreinar sem hafa á henni besta þekkingu,“ segir Jóhannes Þór. „Það hefur ítrekað komið fram á ýmsum vettvangi, bæði á opinberum og óopinberum undanfarna mánuði að það er ekki vanþörf á því að fá betri og skýrari þekkingu þeirra sem best þekkja til inn í það þegar stjórnkerfið er að velta því fyrir sér hvaða ákvarðanir eru skynsamlegastar.“ Hann segir að þó ekki sé hægt að gera ráð fyrir að hagsmunasamtök séu höfð „á kantinum“ við ákvarðanatöku stjórnvalda hafi það verið taktleysi að leitast ekki eftir að fá bein sjónarmið atvinnugreinarinnar inn á fundinn. „Mér þótti þetta töluvert taktleysi af stjórnvöldum sem eru nýbúin að loka atvinnugreininni að hafa ekki áhuga á að fá bein sjónarmið hennar og frá fulltrúum hennar inn í þessar vangaveltur í vinnustofunum á þessum viðburði.“ „Fyrirtæki eru að loka fyrr og segja upp fleira fólki“ Hann segir stöðu ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi grafalvarlega. Atvinnugreinin hafi í raun lokað eftir að nýjar reglur á landamærum tóku gildi. „Það sést bara á því að í gær áttu 3000 farþegar að koma til landsins en tvö þúsund þeirra hættu við, fóru ekki upp í flugvélina. Það í rauninni staðfestir það sem ég er búinn að vera að segja frá því á föstudaginn að þessi tilhögun sóttvarnaaðgerða á landamærunum, hún í raun kemur í veg fyrir það að ferðamenn hafi áhuga á því að ferðast til Íslands,“ segir Jóhannes Þór. Fyrirtæki sem hafi séð fram á að halda uppi starfsemi fram á haustið og jafnvel þar til í vetur geti ekki gert það með núverandi fyrirkomulagi. Mörg fyrirtæki þurfi nú að segja upp lykilstarfsmönnum vegna þess að nú sjái fólk ekki fram á að nokkur þjónusta verði í boði frá og með deginum í gær. Mörg hótel úti á landsbyggðinni muni þurfa að loka mun fyrr en áætlað var. „Þau verða sum hver lokuð strax eftir næstu helgi og önnur frá 1. september, önnur 1. október.“ „Þetta er að hafa þau áhrif að fyrirtæki eru að loka fyrr, segja upp fleira fólki heldur en annars hefði orðið. Þetta þýðir einfaldlega það að það eru meiri líkur á því að fyrirtæki lendi í enn meiri fjárhagskröggum, verði gjaldþrota. Við höfum þar með veikari atvinnugrein að vori þegar við vonumst til að komast í gang aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. 19. ágúst 2020 13:45 Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29 Ósanngjarnt er að ferðaþjónustan taki ein á sig höggið Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. 17. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki boðið fulltrúum atvinnugreinarinnar á samráðsfund stjórnvalda vegna áframhaldandi aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins sem fór fram í morgun. „Mér hefði kannski þótt eðlilegt miðað við hvernig til fundarins er boðað, markmiðið og uppleggið, að fulltrúar rekstraraðila í atvinnugreininni sem hefur orðið harðast úti, að leitast væri eftir að fá þeirra rödd inn í þessar pælingar varðandi framhaldið, hvernig við ætlum að lifa með þessu og hver áhrifin eru,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir augljóst af fundarboðinu að á fundinum hafi áhrifum á samfélagið, þar með talið atvinnulífið verið velt upp. Það skjóti skökku við að fulltrúum atvinnugreinarinnar sem hafi þurft að þola stærsta höggið af hálfu faraldursins hafi ekki verið boðið á fundinn. Taktleysi af stjórnvöldum að fá ekki bein sjónarmið atvinnugreinarinnar „Auðvitað eru þarna fulltrúar úr atvinnulífinu eins og frá Samtökum atvinnulífsins er fulltrúi og ferðamálastjóri er þarna sem hefur náttúrulega þekkingu á atvinnugreininni en Samtök ferðaþjónustunnar eru náttúrulega fulltrúar þessarar atvinnugreinar sem hafa á henni besta þekkingu,“ segir Jóhannes Þór. „Það hefur ítrekað komið fram á ýmsum vettvangi, bæði á opinberum og óopinberum undanfarna mánuði að það er ekki vanþörf á því að fá betri og skýrari þekkingu þeirra sem best þekkja til inn í það þegar stjórnkerfið er að velta því fyrir sér hvaða ákvarðanir eru skynsamlegastar.“ Hann segir að þó ekki sé hægt að gera ráð fyrir að hagsmunasamtök séu höfð „á kantinum“ við ákvarðanatöku stjórnvalda hafi það verið taktleysi að leitast ekki eftir að fá bein sjónarmið atvinnugreinarinnar inn á fundinn. „Mér þótti þetta töluvert taktleysi af stjórnvöldum sem eru nýbúin að loka atvinnugreininni að hafa ekki áhuga á að fá bein sjónarmið hennar og frá fulltrúum hennar inn í þessar vangaveltur í vinnustofunum á þessum viðburði.“ „Fyrirtæki eru að loka fyrr og segja upp fleira fólki“ Hann segir stöðu ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi grafalvarlega. Atvinnugreinin hafi í raun lokað eftir að nýjar reglur á landamærum tóku gildi. „Það sést bara á því að í gær áttu 3000 farþegar að koma til landsins en tvö þúsund þeirra hættu við, fóru ekki upp í flugvélina. Það í rauninni staðfestir það sem ég er búinn að vera að segja frá því á föstudaginn að þessi tilhögun sóttvarnaaðgerða á landamærunum, hún í raun kemur í veg fyrir það að ferðamenn hafi áhuga á því að ferðast til Íslands,“ segir Jóhannes Þór. Fyrirtæki sem hafi séð fram á að halda uppi starfsemi fram á haustið og jafnvel þar til í vetur geti ekki gert það með núverandi fyrirkomulagi. Mörg fyrirtæki þurfi nú að segja upp lykilstarfsmönnum vegna þess að nú sjái fólk ekki fram á að nokkur þjónusta verði í boði frá og með deginum í gær. Mörg hótel úti á landsbyggðinni muni þurfa að loka mun fyrr en áætlað var. „Þau verða sum hver lokuð strax eftir næstu helgi og önnur frá 1. september, önnur 1. október.“ „Þetta er að hafa þau áhrif að fyrirtæki eru að loka fyrr, segja upp fleira fólki heldur en annars hefði orðið. Þetta þýðir einfaldlega það að það eru meiri líkur á því að fyrirtæki lendi í enn meiri fjárhagskröggum, verði gjaldþrota. Við höfum þar með veikari atvinnugrein að vori þegar við vonumst til að komast í gang aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. 19. ágúst 2020 13:45 Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29 Ósanngjarnt er að ferðaþjónustan taki ein á sig höggið Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. 17. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. 19. ágúst 2020 13:45
Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29
Ósanngjarnt er að ferðaþjónustan taki ein á sig höggið Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. 17. ágúst 2020 12:00