Forsætisráðherra segir "algjörlega ótímabært“ að ræða lagasetningu á verkföll Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 12:00 Mótmælendur á vegum Eflingar stilltu sér upp í Silfurbergi Hörpu á meðan forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020 Vísir/Elín Mótmælendur Eflingar létu vel í sér heyra þegar jafnréttisþing 2020 var sett í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti þingið en hún segir algjörlega ótímabært að ræða það hvort komi til greina að setja lög á verkföll. Sjá einnig: Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Katrín sagði í opnunarávarpi sínu að mikið hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni á Íslandi á Íslandi á kjörtímabilinu. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin. Þetta hefur farið að ganga mun hraðar núna á síðustu misserum og við eigum enn tíma eftir til að ljúka innleiðingu þannig að við erum orðin töluvert bjartsýn á að það muni takast,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020.Vísir/Sigurjón Þá nefnir hún lög um þungunarrof og um kynrænt sjálfræði einnig sem dæmi. Enn blasi þó við stór verkefni sem þurfi að takast á við í jafnréttisbaráttunni. „Það er annars vegar endurskoðun jafnréttislaganna og síðan stór viðfangsefni sem er verið að skýra frá í skýrslu minni um jafnréttismál sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi,“ segir Katrín. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór fremst í flokki mótmælenda sem létu í sér heyra eftir að forsætisráðherra hafði lokið máli sínu. „Hvað viljum við? -leiðréttingu, Hvenær? -Strax,“ heyrðust mótmælendur meðal annars kallast á. Forsætisráðherra kveðst binda vonir við að farsæl lausn náist í deilunni og ítrekar það sem hún hefur áður sagt um að hún telji rétt að lífskjarasamningarnir verði hafðir að leiðarljósi, enda miði þeir að því að hækka lægstu launin. Spurð hvort til greina komi að beita lagasetningu til að stöðva verkföll svarar Katrín: „Það tel ég algjörlega ótímabæra umræðu og ég sé það ekki fyrir mér á þessu stigi.“ Klippa: Mótmælendur hrópa slagorð á jafnréttisþingi Jafnréttismál Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Mótmælendur Eflingar létu vel í sér heyra þegar jafnréttisþing 2020 var sett í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti þingið en hún segir algjörlega ótímabært að ræða það hvort komi til greina að setja lög á verkföll. Sjá einnig: Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Katrín sagði í opnunarávarpi sínu að mikið hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni á Íslandi á Íslandi á kjörtímabilinu. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin. Þetta hefur farið að ganga mun hraðar núna á síðustu misserum og við eigum enn tíma eftir til að ljúka innleiðingu þannig að við erum orðin töluvert bjartsýn á að það muni takast,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020.Vísir/Sigurjón Þá nefnir hún lög um þungunarrof og um kynrænt sjálfræði einnig sem dæmi. Enn blasi þó við stór verkefni sem þurfi að takast á við í jafnréttisbaráttunni. „Það er annars vegar endurskoðun jafnréttislaganna og síðan stór viðfangsefni sem er verið að skýra frá í skýrslu minni um jafnréttismál sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi,“ segir Katrín. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór fremst í flokki mótmælenda sem létu í sér heyra eftir að forsætisráðherra hafði lokið máli sínu. „Hvað viljum við? -leiðréttingu, Hvenær? -Strax,“ heyrðust mótmælendur meðal annars kallast á. Forsætisráðherra kveðst binda vonir við að farsæl lausn náist í deilunni og ítrekar það sem hún hefur áður sagt um að hún telji rétt að lífskjarasamningarnir verði hafðir að leiðarljósi, enda miði þeir að því að hækka lægstu launin. Spurð hvort til greina komi að beita lagasetningu til að stöðva verkföll svarar Katrín: „Það tel ég algjörlega ótímabæra umræðu og ég sé það ekki fyrir mér á þessu stigi.“ Klippa: Mótmælendur hrópa slagorð á jafnréttisþingi
Jafnréttismál Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira