Tvær síðustu landsliðsferðir afdrifaríkar fyrir Kolbein Sigþórsson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 12:15 Kolbeinn Sigþórsson í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Jean Catuffe/ Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur lítið getað æft með sænska liðinu AIK á þessu undirbúningstímabili og þar er tveimur landsliðsferðum um að kenna. Rikard Norling, knattspyrnustjóri AIK, sagði frá stöðunni á Kolbeini í viðtali viðFotbollskanalen en það er ljóst að Kolbeinn er orðinn tæpur að koma sér í alvöru form fyrir næsta landsliðsverkefni sem eru umspilsleikir í mars. „Kolbeinn er ekki að æfa á fullu með liðinu og kemur því ekki til greina í bikarleikinn,“ sagði Rikard Norling um næsta verkefni liðsins. Kolbeinn hefur verið einstaklega óheppinn á sínum ferli og tvær síðustu landsliðsferðir hafa verið afdrifaríkar fyrir hann. Kolbeinn meiddist fyrst á ökkla í leik á móti Moldóvu í undankeppni EM 2020 en hann varð þá að fara af velli í fyrri hálfleik. Þegar Kolbeinn var að fara á stað á ný þá var hann aftur kallaður til móts við íslenska landsliðið sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem spilaðir voru tveir leikir. Kolbeinn spilaði síðustu sextán mínúturnar í seinni leiknum á móti El Salvador en veiktist úti og kom veikur aftur til Svíþjóðar. Af þeim sökum hefur Kolbeinn ekkert náð að spila með liði AIK á þessu undirbúningstímabili. „Nei, hann hefur ekkert spilað með liðinu og varla getað æft með okkur. Þetta hefur verið rykkjótt undirbúningstímabil fyrir hann,“ sagði Rikard Norling. Kolbeinn skoraði 3 mörk í 17 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabilið með AIK í fyrra sumar. Hann kom sér þá aftur á stað eftir að hafa misst úr tvö heil ár vegna meiðsla. Kolbeinn Sigþórsson er nú markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi ásamt Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa báðir skorað 26 mörk fyrir íslenska A-landsliðið. Kolbeinn eignast því einn metið með næsta marki. EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur lítið getað æft með sænska liðinu AIK á þessu undirbúningstímabili og þar er tveimur landsliðsferðum um að kenna. Rikard Norling, knattspyrnustjóri AIK, sagði frá stöðunni á Kolbeini í viðtali viðFotbollskanalen en það er ljóst að Kolbeinn er orðinn tæpur að koma sér í alvöru form fyrir næsta landsliðsverkefni sem eru umspilsleikir í mars. „Kolbeinn er ekki að æfa á fullu með liðinu og kemur því ekki til greina í bikarleikinn,“ sagði Rikard Norling um næsta verkefni liðsins. Kolbeinn hefur verið einstaklega óheppinn á sínum ferli og tvær síðustu landsliðsferðir hafa verið afdrifaríkar fyrir hann. Kolbeinn meiddist fyrst á ökkla í leik á móti Moldóvu í undankeppni EM 2020 en hann varð þá að fara af velli í fyrri hálfleik. Þegar Kolbeinn var að fara á stað á ný þá var hann aftur kallaður til móts við íslenska landsliðið sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem spilaðir voru tveir leikir. Kolbeinn spilaði síðustu sextán mínúturnar í seinni leiknum á móti El Salvador en veiktist úti og kom veikur aftur til Svíþjóðar. Af þeim sökum hefur Kolbeinn ekkert náð að spila með liði AIK á þessu undirbúningstímabili. „Nei, hann hefur ekkert spilað með liðinu og varla getað æft með okkur. Þetta hefur verið rykkjótt undirbúningstímabil fyrir hann,“ sagði Rikard Norling. Kolbeinn skoraði 3 mörk í 17 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabilið með AIK í fyrra sumar. Hann kom sér þá aftur á stað eftir að hafa misst úr tvö heil ár vegna meiðsla. Kolbeinn Sigþórsson er nú markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi ásamt Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa báðir skorað 26 mörk fyrir íslenska A-landsliðið. Kolbeinn eignast því einn metið með næsta marki.
EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira