Fjármálaráðherra sakar þingmann á ósamstæðum sokkum um skítkast Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2020 13:30 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra sakaði þingmann Pírata um að koma ítrekað upp í ræðustól Alþingis á sokkaleistunum með pólitískt skítkast. Þingmaðurinn vildi fá skýringar á mismunandi vöxtum vegna leiðréttinga á greiðslum almannatrygginga. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að mistök hefðu verið gerð við setningu laga um almannatryggingar árið 2016 þegar Bjarni Benediktsson hefði þá einnig verið fjármálaráðherra. Þessi mistök hafi kostað skattgreiðendur 4,8 milljarða og leiðréttingin hundruð milljóna. „Miðað við þetta klúður upp á um 6,1 milljarð og að viðbættum mistökum við búsetuskerðingar, landsréttarmálið og ýmislegt fleira er fyrri spurning mín til ráðherra: Af hverju fara sjálfstæðismenn svona illa með almannafé,“ sagði Björn Leví. Bjarni sagði að honum væri algerlega fyrirmunað að skilja hvernig þingmaðurinn vildi heimafæra frumvarp upp á fjármálaráðherra sem hann hefði ekki lagt fram en hafi verið samþykkt samhljóða á Alþingi. „Og segir síðan; hér er dæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn fer illa með almannafé. Ég verð bara að segja virðulegur forseti mér er algerlega orðið misboðið. Þessi háttvirti þingmaður sem kemur hingað á sokkaleistunum upp í ræðupúlt, í sitt hvorum sokknum ítrekað, með pólitískt skítkast í raun og veru, ekkert annað. Hefur ekkert annað fram að færa hér í þingsal,“ sagði Bjarni. Það væri ekki hægt að taka fyrirspurn sem þessa alvarlega. Hins vegar kunni að koma upp álitamál við leiðréttingu bóta, til að mynda um prósentu vaxta, upphafsdag vaxta og svo framvegis. Ríkið reyndi að gæta sanngirni í málinu. „Það er talað hér um ýtrustu sanngirni. Hérna er aðili sem fær greidda 10 prósenta vexti á meðan 31.999 aðrir aðilar fá ekki 10 prósent heldur 5,5 prósent. Hvar er sanngirnin í því,“ spurði Björn Leví. „Ég hef sagt hér í þessum stól af þessu sama tilefni að þegar fólk á kröfu á ríkið þá mun hún innheimtast. Það getur ekki staðið á fjárheimildum til að greiða lögmætar kröfur á hendur ríkinu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Fjármálaráðherra sakaði þingmann Pírata um að koma ítrekað upp í ræðustól Alþingis á sokkaleistunum með pólitískt skítkast. Þingmaðurinn vildi fá skýringar á mismunandi vöxtum vegna leiðréttinga á greiðslum almannatrygginga. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að mistök hefðu verið gerð við setningu laga um almannatryggingar árið 2016 þegar Bjarni Benediktsson hefði þá einnig verið fjármálaráðherra. Þessi mistök hafi kostað skattgreiðendur 4,8 milljarða og leiðréttingin hundruð milljóna. „Miðað við þetta klúður upp á um 6,1 milljarð og að viðbættum mistökum við búsetuskerðingar, landsréttarmálið og ýmislegt fleira er fyrri spurning mín til ráðherra: Af hverju fara sjálfstæðismenn svona illa með almannafé,“ sagði Björn Leví. Bjarni sagði að honum væri algerlega fyrirmunað að skilja hvernig þingmaðurinn vildi heimafæra frumvarp upp á fjármálaráðherra sem hann hefði ekki lagt fram en hafi verið samþykkt samhljóða á Alþingi. „Og segir síðan; hér er dæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn fer illa með almannafé. Ég verð bara að segja virðulegur forseti mér er algerlega orðið misboðið. Þessi háttvirti þingmaður sem kemur hingað á sokkaleistunum upp í ræðupúlt, í sitt hvorum sokknum ítrekað, með pólitískt skítkast í raun og veru, ekkert annað. Hefur ekkert annað fram að færa hér í þingsal,“ sagði Bjarni. Það væri ekki hægt að taka fyrirspurn sem þessa alvarlega. Hins vegar kunni að koma upp álitamál við leiðréttingu bóta, til að mynda um prósentu vaxta, upphafsdag vaxta og svo framvegis. Ríkið reyndi að gæta sanngirni í málinu. „Það er talað hér um ýtrustu sanngirni. Hérna er aðili sem fær greidda 10 prósenta vexti á meðan 31.999 aðrir aðilar fá ekki 10 prósent heldur 5,5 prósent. Hvar er sanngirnin í því,“ spurði Björn Leví. „Ég hef sagt hér í þessum stól af þessu sama tilefni að þegar fólk á kröfu á ríkið þá mun hún innheimtast. Það getur ekki staðið á fjárheimildum til að greiða lögmætar kröfur á hendur ríkinu,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira