Leist ekkert á blikuna þegar Wei Li leiddi hana að bílnum Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2020 22:30 Wei Li freistaði þess að fá smámynt sem hann fékk frá myntbraskara í Kína skipt í bankaútibúum á höfuðborgarsvæðinu með takmörkuðum árangri. Stöð 2 Wei Li sem vakti mikla athygli þegar hann kom hingað til lands með mikið magn íslenskrar smámyntar virðist hafa farið tómhentur heim. Framkvæmdarstjóri Samhjálpar segir að hann hafi mætt færandi hendi á skrifstofu félagsins fyrr í mánuðinum starfsmanni þess til mikillar mæðu. Erfiðlega gekk að fá myntinni skipt í seðla sem Wei Li sagðist hafa fengið frá braskara í Kína. Kom hann meðal annars að lokuðum dyrum hjá Seðlabanka Íslands og ekki voru móttökurnar betri í Arion banka þar sem átta lögreglumenn mættu og spurðu hann spjörunum úr. Að hans sögn tókst honum þó að skipta hluta myntarinnar og vildi hann gefa restina, sem var að hluta til beygluð og skemmd, til góðgerðafélags eða til listsköpunar. Vissi ekkert af málinu Starfsmaður í móttöku Samhjálpar vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Wei Li hringdi inn og sagðist vera með skemmda mynt sem hann vildi gefa félaginu. „Það vill bara þannig til að hún hafði algjörlega farið á mis við allar þessar fréttir af raunum hans Wei þannig að hún vissi ekkert af málinu,“ sagði Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valdimar sagði að hún hafi þess vegna helst grunað að um símaat væri að ræða og lagt á með bros á vör. Það kom henni því á óvart þegar Wei Li birtist stuttu síðar á skrifstofu Samhjálpar. „Þá fór hún að hugsa heyrðu þetta er ekki bara símaat, þetta er falin myndavél. Þetta er allt saman eitthvað undarlegt.“ Var mjög stressuð þegar hann leiddi hana bak við húsið Að sögn Valdimars lét hún þó til leiðast og labbaði með honum út á bílaplan þar sem hann tjáði henni að hún þyrfti að koma bak við hús þar sem bíllinn væri staddur. „Þá var hún farin að ókyrrast og leist ekki nógu vel á þetta, labbar með honum bak við og hjá bílnum kemur annar maður og opnar skottið.“ „Þegar hún kíkir í skottið var hún eðlilega orðin mjög stressuð en svona fikrar sig nær skottinu og þar sér hún blasa við fullt af klinki.“ Þá taldi hún að um illa fengið fé væri að ræða og var við það að afþakka gjöfina þegar hún náði í fjármálastjóra Samhjálpar sem hafði heppilega heyrt allt um vandræði Wei Li. „Hann röltir með henni út og það urðu mikil fagnaðarlæti og gaman bara, þetta var orðið svo fyndið í rauninni.“ Þessir hundraðkallar og fimmtíukallar mega muna sinn fífil fegurri. Mun minna en búist var við Að lokum tóku starfsmenn Samhjálpar við peningagjöfinni sem að sögn Valdimars var ekkert í líkingu við það magn sem áður var búið að greina frá í fjölmiðlum. „Það er ekki vitað enn þá um hvað ræðir varðandi magn eða upphæðir. Ég veit allavega að þetta er alls ekki nálægt einhverjum 170 kílóum sem var talað um upprunalega, alls ekki. Þetta er eitthvað lítið brot af því.“ Á þessum tímapunkti hafði Wei Li þó tekist að skipta einhverjum hluta myntarinnar í útibúum banka. Enn á eftir að klára að meta verðmæti myntarinnar sem Valdimar segir að það sé metið út frá þyngd. Líklega 250 til 400 þúsund krónur „Okkur sýnist svona mjög fljótt á litið að þetta geti losað kannski einhvers staðar á bilinu 250 til 400 þúsund. Það munar svo sannarlega um minna og kemur sér afskaplega vel.“ Aðspurður um það hvort að Seðlabankinn fáist til að taka við myntinni í ljósi rauna Wei Li telur Valdimar svo vera. „Jájá, það er ekkert sem bendir til annars. Þetta eru bara peningar og þeir tapa ekkert verðgildi sínu. Þó þú rífir þúsundkallinn þinn þá heldur hann alveg verðgildi sínu en hins vegar mynt eins og þessi er mjög illa farin.“ Valdimar segir að gjöfin hafi glatt starfsfólk Samhjálpar óheyrilega og hún komi í góðar þarfir. Hjálparstarf Íslandsvinir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Wei Li sem vakti mikla athygli þegar hann kom hingað til lands með mikið magn íslenskrar smámyntar virðist hafa farið tómhentur heim. Framkvæmdarstjóri Samhjálpar segir að hann hafi mætt færandi hendi á skrifstofu félagsins fyrr í mánuðinum starfsmanni þess til mikillar mæðu. Erfiðlega gekk að fá myntinni skipt í seðla sem Wei Li sagðist hafa fengið frá braskara í Kína. Kom hann meðal annars að lokuðum dyrum hjá Seðlabanka Íslands og ekki voru móttökurnar betri í Arion banka þar sem átta lögreglumenn mættu og spurðu hann spjörunum úr. Að hans sögn tókst honum þó að skipta hluta myntarinnar og vildi hann gefa restina, sem var að hluta til beygluð og skemmd, til góðgerðafélags eða til listsköpunar. Vissi ekkert af málinu Starfsmaður í móttöku Samhjálpar vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Wei Li hringdi inn og sagðist vera með skemmda mynt sem hann vildi gefa félaginu. „Það vill bara þannig til að hún hafði algjörlega farið á mis við allar þessar fréttir af raunum hans Wei þannig að hún vissi ekkert af málinu,“ sagði Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valdimar sagði að hún hafi þess vegna helst grunað að um símaat væri að ræða og lagt á með bros á vör. Það kom henni því á óvart þegar Wei Li birtist stuttu síðar á skrifstofu Samhjálpar. „Þá fór hún að hugsa heyrðu þetta er ekki bara símaat, þetta er falin myndavél. Þetta er allt saman eitthvað undarlegt.“ Var mjög stressuð þegar hann leiddi hana bak við húsið Að sögn Valdimars lét hún þó til leiðast og labbaði með honum út á bílaplan þar sem hann tjáði henni að hún þyrfti að koma bak við hús þar sem bíllinn væri staddur. „Þá var hún farin að ókyrrast og leist ekki nógu vel á þetta, labbar með honum bak við og hjá bílnum kemur annar maður og opnar skottið.“ „Þegar hún kíkir í skottið var hún eðlilega orðin mjög stressuð en svona fikrar sig nær skottinu og þar sér hún blasa við fullt af klinki.“ Þá taldi hún að um illa fengið fé væri að ræða og var við það að afþakka gjöfina þegar hún náði í fjármálastjóra Samhjálpar sem hafði heppilega heyrt allt um vandræði Wei Li. „Hann röltir með henni út og það urðu mikil fagnaðarlæti og gaman bara, þetta var orðið svo fyndið í rauninni.“ Þessir hundraðkallar og fimmtíukallar mega muna sinn fífil fegurri. Mun minna en búist var við Að lokum tóku starfsmenn Samhjálpar við peningagjöfinni sem að sögn Valdimars var ekkert í líkingu við það magn sem áður var búið að greina frá í fjölmiðlum. „Það er ekki vitað enn þá um hvað ræðir varðandi magn eða upphæðir. Ég veit allavega að þetta er alls ekki nálægt einhverjum 170 kílóum sem var talað um upprunalega, alls ekki. Þetta er eitthvað lítið brot af því.“ Á þessum tímapunkti hafði Wei Li þó tekist að skipta einhverjum hluta myntarinnar í útibúum banka. Enn á eftir að klára að meta verðmæti myntarinnar sem Valdimar segir að það sé metið út frá þyngd. Líklega 250 til 400 þúsund krónur „Okkur sýnist svona mjög fljótt á litið að þetta geti losað kannski einhvers staðar á bilinu 250 til 400 þúsund. Það munar svo sannarlega um minna og kemur sér afskaplega vel.“ Aðspurður um það hvort að Seðlabankinn fáist til að taka við myntinni í ljósi rauna Wei Li telur Valdimar svo vera. „Jájá, það er ekkert sem bendir til annars. Þetta eru bara peningar og þeir tapa ekkert verðgildi sínu. Þó þú rífir þúsundkallinn þinn þá heldur hann alveg verðgildi sínu en hins vegar mynt eins og þessi er mjög illa farin.“ Valdimar segir að gjöfin hafi glatt starfsfólk Samhjálpar óheyrilega og hún komi í góðar þarfir.
Hjálparstarf Íslandsvinir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira